„Best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 20:30 Ein helsta ógn sjómanna í dag er ofhleðsla báta en vandamálið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Dæmi eru um að sjómenn hafi lent í mikilli hættu eða látist við störf sín þegar of mikill afli er um borð en slíkt hefur áhrif á stjórnhæfni bátanna. Í grein sem fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu ritaði og birti var í gær kemur fram að ofhleðsla skipa og báta hafi lengi verið vandamál á Íslandi. „Þetta hefur verið því miður verið töluvert vandamál og men hafa þurft að horfa upp á marga báta sökkva út af þessu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið þetta að sér og unnið þessi mál mjög vel og við erum að reyna vinna úr því að minnka þetta vandamál. Það eru reglur sem taka á þessu. Það eru fríboðsreglur og stöðugleikareglur fyrir smábáta, sérstaklega þá. Ef men fara eftir þeim þá verður ekkert vandamál úr þessu, segir” Jón Bernódusson fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu. Í grein Jóns kemur fram að á fyrri árum hafi menn munað eftir drekkhlöðnum síldarbátum sem nær eingöngu héldust á floti vegna stýrishússins og sama hafi átt við á loðnuvertíðum þar sem skipin hafi verið þannig hlaðin að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar frá byrjun sjöunda áratugarins. Þetta hefur þó breyst til betri vegar með tilkomu nýrri skipa en vandamálið hefur vaxið í smærri bátum sjófarenda. „Þetta hefur frekar aukist með árunum. Afhverju veit ég ekki en við þurfum bara að taka á þessu og koma í veg fyrir þetta,” segir Jón. Hann segir að sjómenn eigi að vera upplýstir um hvernig hlaða skuli báta og hversu mikið þeir þola. „Já þeir eru upplýstir en kannski ekki nóg og þess vegna erum í átaki að auglýsa og benda mönnum á að koma með skipið rétt hlaðið í land. Ekki ofhlaðið,” segir Jón. Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggi sjófarenda hafa miklar áhyggjur af því að einstaka sjómenn freistist eða slysist til að ofhlaða báta sína og hafa því komið af stað herferð til þess að upplýsa sjómenn um hættuna. Jón segir viðurlög vera til staðar um ofhleðslu báta. „Viðurlögin eru nú kannski ekki nógu skýr en það má herða þau. Ég tel það samt ekkert til þess að vera sækjast sérstaklega eftir heldur eiga men að upplýsa fólk. Menn eiga að sjá það sjálfir að best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu,” segir Jón. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ein helsta ógn sjómanna í dag er ofhleðsla báta en vandamálið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Dæmi eru um að sjómenn hafi lent í mikilli hættu eða látist við störf sín þegar of mikill afli er um borð en slíkt hefur áhrif á stjórnhæfni bátanna. Í grein sem fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu ritaði og birti var í gær kemur fram að ofhleðsla skipa og báta hafi lengi verið vandamál á Íslandi. „Þetta hefur verið því miður verið töluvert vandamál og men hafa þurft að horfa upp á marga báta sökkva út af þessu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið þetta að sér og unnið þessi mál mjög vel og við erum að reyna vinna úr því að minnka þetta vandamál. Það eru reglur sem taka á þessu. Það eru fríboðsreglur og stöðugleikareglur fyrir smábáta, sérstaklega þá. Ef men fara eftir þeim þá verður ekkert vandamál úr þessu, segir” Jón Bernódusson fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu. Í grein Jóns kemur fram að á fyrri árum hafi menn munað eftir drekkhlöðnum síldarbátum sem nær eingöngu héldust á floti vegna stýrishússins og sama hafi átt við á loðnuvertíðum þar sem skipin hafi verið þannig hlaðin að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar frá byrjun sjöunda áratugarins. Þetta hefur þó breyst til betri vegar með tilkomu nýrri skipa en vandamálið hefur vaxið í smærri bátum sjófarenda. „Þetta hefur frekar aukist með árunum. Afhverju veit ég ekki en við þurfum bara að taka á þessu og koma í veg fyrir þetta,” segir Jón. Hann segir að sjómenn eigi að vera upplýstir um hvernig hlaða skuli báta og hversu mikið þeir þola. „Já þeir eru upplýstir en kannski ekki nóg og þess vegna erum í átaki að auglýsa og benda mönnum á að koma með skipið rétt hlaðið í land. Ekki ofhlaðið,” segir Jón. Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggi sjófarenda hafa miklar áhyggjur af því að einstaka sjómenn freistist eða slysist til að ofhlaða báta sína og hafa því komið af stað herferð til þess að upplýsa sjómenn um hættuna. Jón segir viðurlög vera til staðar um ofhleðslu báta. „Viðurlögin eru nú kannski ekki nógu skýr en það má herða þau. Ég tel það samt ekkert til þess að vera sækjast sérstaklega eftir heldur eiga men að upplýsa fólk. Menn eiga að sjá það sjálfir að best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu,” segir Jón.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira