Vopnavæðing Magnús Guðmundsson skrifar 12. júní 2017 07:00 Markmið hryðjuverka hefur alltaf verið að valda ótta og sundrungu í samfélaginu. Að leitast við að koma í veg fyrir að fólk geti um frjálst höfuð strokið, komið saman til skemmtana og fundahalda eða gert hvað annað sem hugur þess stendur til í opnu og frjálsu samfélagi. Hryðjuverkamenn eru meðvitaðir um að verk þeirra eru aðför gegn frelsi og lífsháttum. Blessunarlega höfum við Íslendingar ekki þurft að búa við ógnina af hryðjuverkum og skelfilegar afleiðingar þeirra. Það breytti því þó ekki að hjá Ríkislögreglustjóra var tekin ákvörðun um að hafa löggæslumenn búna skotvopnum við gæslu borgaranna á svokölluðu Litahlaupi, í miðborg Reykjavíkur, síðastliðinn laugardag. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af hryðjuverkaárásinni í Manchester fyrir skömmu. Þetta er stór ákvörðun enda höfum við löngum litið á það sem mikilvægan þátt í lífsgæðum okkar að lögreglan er ekki vopnuð skotvopnum. Í því eru fólgin skilaboð þess efnis að lögreglan er í liði með borgurunum, samverkamaður þeirra og verndari, en ekki vald sem fólki stendur ógn af frá degi til dags. Það er mikilvægt hlutverk lögreglunnar að vernda borgarana. En eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, bendir á þá gengur auðvitað ekki að svo stórkostlega breyttar áherslur við löggæslu á fjölmenum viðburðum séu teknar án almennrar umræðu. Við þurfum að skoða hvað það hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag ef við eigum nú að standa frammi fyrir vopnaðri löggæslu á fjölmennum mannamótum. Horfast í augu við þann möguleika að slík breyting geti gert þetta samfélag að líklegra skotmarki hryðjuverkmanna. Ræða hvort skotvopn eru leiðin að auknu öryggi borgaranna eða hvort aðrar leiðir séu vænlegri til lengri tíma litið. Meginverkefnið er einfaldlega að ræða öryggi borgaranna á landinu í heild, en ekki bregðast einhliða við út frá þeim aðstæðum sem herveldi á borð við Breta hafa búið við áratugum saman. Þegar horft er til öryggis borgaranna á Íslandi er að minnsta kosti fjölmargt sem hrópar á endurbætur og athygli fremur en það að búa lögregluna skotvopnum. Í fyrsta lagi er óhjákvæmilegt að líta til þess að lögreglan hefur lengi verið undirfjármögnuð og þar af leiðandi of fámenn. Þetta er áþreifanlegt um helgar í miðborg Reykjavíkur þar sem fjölmargir þurfa að þola ofbeldi og ógnin af ofbeldi er meira en raunveruleg. Annað sem kemur upp í hugann eru sjúkraflutningar sem hafa einnig víða mátt þola niðurskurð og þrengingar. Staðan á öryggismálum sjómanna og ferðamanna um Ísland er einnig augljóslega eitthvað sem þarf að bæta og það verður ekki gert með því að hengja skotvopn á lögreglumenn. Þessi vísir að skotvopnavæðingu, sem virðist vera tekin einhliða ákvörðun um hjá Ríkislögreglustjóra og þeim sem fara með landsstjórnina um þessar mundir, eru ekki góð tíðindi. Vænlegra væri að sjá stoðkerfi lögreglu, sjúkraflutninga og landhelgisgæslu búa við það fjármagn, aðstæður og mannafla sem til þarf til þess að tryggja öryggi borgaranna hvort sem er í starfi eða leik.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Markmið hryðjuverka hefur alltaf verið að valda ótta og sundrungu í samfélaginu. Að leitast við að koma í veg fyrir að fólk geti um frjálst höfuð strokið, komið saman til skemmtana og fundahalda eða gert hvað annað sem hugur þess stendur til í opnu og frjálsu samfélagi. Hryðjuverkamenn eru meðvitaðir um að verk þeirra eru aðför gegn frelsi og lífsháttum. Blessunarlega höfum við Íslendingar ekki þurft að búa við ógnina af hryðjuverkum og skelfilegar afleiðingar þeirra. Það breytti því þó ekki að hjá Ríkislögreglustjóra var tekin ákvörðun um að hafa löggæslumenn búna skotvopnum við gæslu borgaranna á svokölluðu Litahlaupi, í miðborg Reykjavíkur, síðastliðinn laugardag. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af hryðjuverkaárásinni í Manchester fyrir skömmu. Þetta er stór ákvörðun enda höfum við löngum litið á það sem mikilvægan þátt í lífsgæðum okkar að lögreglan er ekki vopnuð skotvopnum. Í því eru fólgin skilaboð þess efnis að lögreglan er í liði með borgurunum, samverkamaður þeirra og verndari, en ekki vald sem fólki stendur ógn af frá degi til dags. Það er mikilvægt hlutverk lögreglunnar að vernda borgarana. En eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, bendir á þá gengur auðvitað ekki að svo stórkostlega breyttar áherslur við löggæslu á fjölmenum viðburðum séu teknar án almennrar umræðu. Við þurfum að skoða hvað það hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag ef við eigum nú að standa frammi fyrir vopnaðri löggæslu á fjölmennum mannamótum. Horfast í augu við þann möguleika að slík breyting geti gert þetta samfélag að líklegra skotmarki hryðjuverkmanna. Ræða hvort skotvopn eru leiðin að auknu öryggi borgaranna eða hvort aðrar leiðir séu vænlegri til lengri tíma litið. Meginverkefnið er einfaldlega að ræða öryggi borgaranna á landinu í heild, en ekki bregðast einhliða við út frá þeim aðstæðum sem herveldi á borð við Breta hafa búið við áratugum saman. Þegar horft er til öryggis borgaranna á Íslandi er að minnsta kosti fjölmargt sem hrópar á endurbætur og athygli fremur en það að búa lögregluna skotvopnum. Í fyrsta lagi er óhjákvæmilegt að líta til þess að lögreglan hefur lengi verið undirfjármögnuð og þar af leiðandi of fámenn. Þetta er áþreifanlegt um helgar í miðborg Reykjavíkur þar sem fjölmargir þurfa að þola ofbeldi og ógnin af ofbeldi er meira en raunveruleg. Annað sem kemur upp í hugann eru sjúkraflutningar sem hafa einnig víða mátt þola niðurskurð og þrengingar. Staðan á öryggismálum sjómanna og ferðamanna um Ísland er einnig augljóslega eitthvað sem þarf að bæta og það verður ekki gert með því að hengja skotvopn á lögreglumenn. Þessi vísir að skotvopnavæðingu, sem virðist vera tekin einhliða ákvörðun um hjá Ríkislögreglustjóra og þeim sem fara með landsstjórnina um þessar mundir, eru ekki góð tíðindi. Vænlegra væri að sjá stoðkerfi lögreglu, sjúkraflutninga og landhelgisgæslu búa við það fjármagn, aðstæður og mannafla sem til þarf til þess að tryggja öryggi borgaranna hvort sem er í starfi eða leik.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. júní.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun