Kosningarnar gætu orðið sögulegar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2017 14:45 Emmanuel Macron forseti Frakklands hitti kjósendur fyrir utan kjörstað í París í dag. Vísir/afp Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis. Aðeins er rúmur mánuður síðan Emmanuel Macron var kjörinn forseti landsins, og bendir allt til þess að flokkur hans sem var stofnaður fyrir ári síðan, La Republique en Marche, fari með kosningasigur. Flokkurinn hefur nú engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu og einhverjar kannanir benda til þess að flokkur Macrons fái allt að 400 sæti. Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Nú stefnir því í sögulegar þingkosningar enda hafa stóru flokkarnir verið við völd síðustu áratugi.Endurræsing á hinu franska frjálslyndiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt benda til nýrra strauma í stjórnmálum í Frakklandi. „Þetta er einhvers konar endurræsing á hinu franska frjálslyndi ef svo má segja. Við höfum séð þróun í frönsku stjórnmálum þar sem þjóðernispopúlistar hafa verið á mikilli siglingu og það má segja að Macron og hans hreyfing sé einhvers konar mótbylgja gegn þeirri þróun.“ Þá bendir hann á að almenningur sé einnig að gefa pólitísku elítunni gula spjaldið með því að leita á önnur mið. Kosningakerfi Frakklands er einstakt og er milli þess að vera þingræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. „Forsetinn sem slíkur hefur ekki svo mikil völd í sjálfu sér. Völd hans felast í því að hafa líka meirihluta á þingi,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að ef hreyfing Macron fær ekki meirihluta í þingkosningunum muni hann eiga mun erfiðara með að ná málum í gegn. Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku. Tengdar fréttir Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis. Aðeins er rúmur mánuður síðan Emmanuel Macron var kjörinn forseti landsins, og bendir allt til þess að flokkur hans sem var stofnaður fyrir ári síðan, La Republique en Marche, fari með kosningasigur. Flokkurinn hefur nú engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu og einhverjar kannanir benda til þess að flokkur Macrons fái allt að 400 sæti. Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Nú stefnir því í sögulegar þingkosningar enda hafa stóru flokkarnir verið við völd síðustu áratugi.Endurræsing á hinu franska frjálslyndiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt benda til nýrra strauma í stjórnmálum í Frakklandi. „Þetta er einhvers konar endurræsing á hinu franska frjálslyndi ef svo má segja. Við höfum séð þróun í frönsku stjórnmálum þar sem þjóðernispopúlistar hafa verið á mikilli siglingu og það má segja að Macron og hans hreyfing sé einhvers konar mótbylgja gegn þeirri þróun.“ Þá bendir hann á að almenningur sé einnig að gefa pólitísku elítunni gula spjaldið með því að leita á önnur mið. Kosningakerfi Frakklands er einstakt og er milli þess að vera þingræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. „Forsetinn sem slíkur hefur ekki svo mikil völd í sjálfu sér. Völd hans felast í því að hafa líka meirihluta á þingi,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að ef hreyfing Macron fær ekki meirihluta í þingkosningunum muni hann eiga mun erfiðara með að ná málum í gegn. Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku.
Tengdar fréttir Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21