Birgir Leifur í fjórða sæti á móti í Belgíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 13:30 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/GSÍmyndir Birgir Leifur Hafþórsson spilaði frábærlega á lokahring KPMG mótsins í Belgíu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á sex höggum undir pari og endar því í 4. til 9. sæti á sextán höggum undir pari. Austurríkismaðurinn Martin Wiegele tryggði sér sigurinn með því að leika á 19 höggum undir pari, Spánverjinn Pedro Oriol var annar á 18 höggum undir pari en þriðji var Daninn Mark Flindt Haastrup á 17 höggum undir pari. Birgir Leifur var einn sex sem léku á sextán höggum undir pari. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék alla hringina fjóra undir pari en engan betur en lokahringinn þar sem hann fékk sjö fugla og aðeins einn skolla. Birgir lék hringina fjóra á 69 höggum, 68 höggum, 69 höggum og loks 66 höggum í dag. Þetta gera alls 272 högg og 16 högg undir pari. Mótið fer fram á Royal Waterloo Golf Club og er þetta í fimmta sinn sem mótið fer fram á þessum velli. Það er hægt að sjá allt skor keppenda hér. Birgir Leifur átti magnað mót í Belgíu en hann náði meðal annars tvisvar sinnum erniá öðrum hring, fór fyrst holu í höggi á fjórðu braut og spilaði síðan par fimm holu á sautjándu á þremur höggum. Birgir fékk alls 23 fugla og tvo erni á mótinu en á fjórum holum náði hann þremur fuglum af fjórum mögulegum en það var á holum tvö, þrjú, tíu og átján. Mótið í Belgíu er þriðja mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni en hann hefur spilað betur og betur á hverju móti eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu sem fram fór í Andalúsíu á Spáni. Golf Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson spilaði frábærlega á lokahring KPMG mótsins í Belgíu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á sex höggum undir pari og endar því í 4. til 9. sæti á sextán höggum undir pari. Austurríkismaðurinn Martin Wiegele tryggði sér sigurinn með því að leika á 19 höggum undir pari, Spánverjinn Pedro Oriol var annar á 18 höggum undir pari en þriðji var Daninn Mark Flindt Haastrup á 17 höggum undir pari. Birgir Leifur var einn sex sem léku á sextán höggum undir pari. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék alla hringina fjóra undir pari en engan betur en lokahringinn þar sem hann fékk sjö fugla og aðeins einn skolla. Birgir lék hringina fjóra á 69 höggum, 68 höggum, 69 höggum og loks 66 höggum í dag. Þetta gera alls 272 högg og 16 högg undir pari. Mótið fer fram á Royal Waterloo Golf Club og er þetta í fimmta sinn sem mótið fer fram á þessum velli. Það er hægt að sjá allt skor keppenda hér. Birgir Leifur átti magnað mót í Belgíu en hann náði meðal annars tvisvar sinnum erniá öðrum hring, fór fyrst holu í höggi á fjórðu braut og spilaði síðan par fimm holu á sautjándu á þremur höggum. Birgir fékk alls 23 fugla og tvo erni á mótinu en á fjórum holum náði hann þremur fuglum af fjórum mögulegum en það var á holum tvö, þrjú, tíu og átján. Mótið í Belgíu er þriðja mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni en hann hefur spilað betur og betur á hverju móti eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu sem fram fór í Andalúsíu á Spáni.
Golf Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira