Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 20:00 Ólafía Þórunn á hringnum í dag. vísir/getty Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. Ólafía byrjaði hringinn með látum og nældi sér í fugl á fyrstu holu. Draumabyrjun. Þessari byrjun var svo fylgt eftir með fimm pörum í röð. Á sjöundu holu fékk Ólafía annan fugl og var þá komin í hóp með efstu konum á mótinu. Mögnuð frammistaða. Á níundu holu byrjaði að síga á ógæfuhliðina. Þá fékk Ólafía sinn fyrsta skolla á hringnum og það var fyrsti skollinn af þremur á sex holum. Á fimmtándu fékk hún svo tvöfaldan skolla og var komin niður í kringum 100. sætið. Hún kláraði svo hringinn á þremur pörum. Vísir var með menn á staðnum í dag og var með ítarlega lýsingu af hringnum sem má sjá hér að neðan.
Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. Ólafía byrjaði hringinn með látum og nældi sér í fugl á fyrstu holu. Draumabyrjun. Þessari byrjun var svo fylgt eftir með fimm pörum í röð. Á sjöundu holu fékk Ólafía annan fugl og var þá komin í hóp með efstu konum á mótinu. Mögnuð frammistaða. Á níundu holu byrjaði að síga á ógæfuhliðina. Þá fékk Ólafía sinn fyrsta skolla á hringnum og það var fyrsti skollinn af þremur á sex holum. Á fimmtándu fékk hún svo tvöfaldan skolla og var komin niður í kringum 100. sætið. Hún kláraði svo hringinn á þremur pörum. Vísir var með menn á staðnum í dag og var með ítarlega lýsingu af hringnum sem má sjá hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16