Látum aldrei spunann af hendi Magnús Guðmundsson skrifar 29. júní 2017 13:00 Gro Bjørnes söngkona og Andreas Dreier bassaleikari sem leiðir sveitina sem spilar á Jómfrúnni á laugardaginn. Sumartónleikar Jómfrúarinnar við Lækjargötu njóta alltaf mikilla vinsælda enda nánast óbrigðult að þar ríki létt og skemmtileg stemning. Ef vel viðrar er það dálítið eins og að bregða sér til Kaupmannahafnar eitt síðdegi að næla sér í sæti í bakgarðinum á Jómfrúnni og láta djassinn flæða yfir sig. Næsta laugardag mun einmitt ákaflega skandinavískur andi svífa yfir vötnum en þá mætir norski bassaleikarinn Andreas Dreier með sveit sína en hana skipa á Íslandi auk hans þau Gro Bjørnes söngkona, Sigurður Flosason saxófónleikari, Einar Scheving trommuleikari og Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari. Tengsl Andreasar Dreier við Ísland liggja einmitt í gegnum Andrés Þór gítarleikara en hann segir að leiðir þeirra félaga hafi einmitt fyrst legið saman þegar þeir voru báðir við nám í Hollandi. „Við náðum strax vel saman þarna í Hollandi og ég spilaði inn á fyrstu plötuna hans með honum og svo setti ég saman norrænan kvartett sem hann spilaði í. Við spiluðum hér á Jazzhátíð, í Noregi og víðar. Andreas gerði svo plötu á síðasta ári til heiðurs sænsku söngkonunni Monicu Zetterlund og ég spilaði einnig inn á þá plötu. Þetta er tónlistin sem við erum að fara að flytja í garðinum á Jómfrúnni á laugardaginn þannig að það verður virkilega skandinavísk stemning.“Andrés Þór, Gro Bjørnes og Andreas Dreier eftir tónleika fyrir skömmu.Andrés Þór segir að verkefnavalið ráðist þó fyrst og fremst af miklum áhuga Andreasar á tónlist Monicu Zetterlund. „Hann og Gro Bjørnes söngkonu langaði til þess að gera þessa plötu til þess að hylla tónlist Zetterlund sem er vissulega stórt íkon í heimi djassins.“ En eru þetta þá svona hefðbundnir tribute tónleikar eða er lagt út frá hennar tónlist? „Þetta er svona hvort tveggja. Að miklu leyti sækjum við í einhverjar útsetningar og nálganir á lögin frá henni en svo er líka eitthvað sem kemur með einhverju frumkvæði frá okkur spilurunum og eins frá Andrea og Gro svona í þeirra nálgun. Samsetningin á bandinu er líka þannig að þetta er svona bæði og eins og þar stendur. Þessi spunaútgangspunktur er alltaf nálægur og mikið atriði í þessari tónlist og það er eitthvað sem við látum ekki af hendi.“ Andrés Þór segir að það sé alltaf eitthvað um það að íslenskir djasstónlistarmenn séu að spila á Norðurlöndunum og að sjálfur hafi hann helst spilað í Noregi af og til. „Þetta snýst nú helst um tengingar og samstarfsmenn.“ En er þetta frábrugðið því að spila hérna heima? „Það er þá helst bara að senurnar eru stærri og svo er fjölbreytnin meiri en það er ekkert stórkostlega meira. Helst að það sé meira af góðum djassklúbbum og aðgengið að tónlistinni því gott.“ Andrés Þór var staddur á Spáni þegar náðist í hann en hann segir þó léttur að það þurfi þó enginn að hafa áhyggjur af því að ekki gefist tími til æfinga. „Ég kann þetta. Er reyndar að koma á föstudaginn og við æfum á föstudagskvöld og laugardagsmorgun, auk þess að hafa spilað þetta oft saman áður og undirbúningurinn hefur verið heilmikill. Þannig að við verðum alveg klár í slaginn þegar þar að kemur.“ Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní. Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sumartónleikar Jómfrúarinnar við Lækjargötu njóta alltaf mikilla vinsælda enda nánast óbrigðult að þar ríki létt og skemmtileg stemning. Ef vel viðrar er það dálítið eins og að bregða sér til Kaupmannahafnar eitt síðdegi að næla sér í sæti í bakgarðinum á Jómfrúnni og láta djassinn flæða yfir sig. Næsta laugardag mun einmitt ákaflega skandinavískur andi svífa yfir vötnum en þá mætir norski bassaleikarinn Andreas Dreier með sveit sína en hana skipa á Íslandi auk hans þau Gro Bjørnes söngkona, Sigurður Flosason saxófónleikari, Einar Scheving trommuleikari og Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari. Tengsl Andreasar Dreier við Ísland liggja einmitt í gegnum Andrés Þór gítarleikara en hann segir að leiðir þeirra félaga hafi einmitt fyrst legið saman þegar þeir voru báðir við nám í Hollandi. „Við náðum strax vel saman þarna í Hollandi og ég spilaði inn á fyrstu plötuna hans með honum og svo setti ég saman norrænan kvartett sem hann spilaði í. Við spiluðum hér á Jazzhátíð, í Noregi og víðar. Andreas gerði svo plötu á síðasta ári til heiðurs sænsku söngkonunni Monicu Zetterlund og ég spilaði einnig inn á þá plötu. Þetta er tónlistin sem við erum að fara að flytja í garðinum á Jómfrúnni á laugardaginn þannig að það verður virkilega skandinavísk stemning.“Andrés Þór, Gro Bjørnes og Andreas Dreier eftir tónleika fyrir skömmu.Andrés Þór segir að verkefnavalið ráðist þó fyrst og fremst af miklum áhuga Andreasar á tónlist Monicu Zetterlund. „Hann og Gro Bjørnes söngkonu langaði til þess að gera þessa plötu til þess að hylla tónlist Zetterlund sem er vissulega stórt íkon í heimi djassins.“ En eru þetta þá svona hefðbundnir tribute tónleikar eða er lagt út frá hennar tónlist? „Þetta er svona hvort tveggja. Að miklu leyti sækjum við í einhverjar útsetningar og nálganir á lögin frá henni en svo er líka eitthvað sem kemur með einhverju frumkvæði frá okkur spilurunum og eins frá Andrea og Gro svona í þeirra nálgun. Samsetningin á bandinu er líka þannig að þetta er svona bæði og eins og þar stendur. Þessi spunaútgangspunktur er alltaf nálægur og mikið atriði í þessari tónlist og það er eitthvað sem við látum ekki af hendi.“ Andrés Þór segir að það sé alltaf eitthvað um það að íslenskir djasstónlistarmenn séu að spila á Norðurlöndunum og að sjálfur hafi hann helst spilað í Noregi af og til. „Þetta snýst nú helst um tengingar og samstarfsmenn.“ En er þetta frábrugðið því að spila hérna heima? „Það er þá helst bara að senurnar eru stærri og svo er fjölbreytnin meiri en það er ekkert stórkostlega meira. Helst að það sé meira af góðum djassklúbbum og aðgengið að tónlistinni því gott.“ Andrés Þór var staddur á Spáni þegar náðist í hann en hann segir þó léttur að það þurfi þó enginn að hafa áhyggjur af því að ekki gefist tími til æfinga. „Ég kann þetta. Er reyndar að koma á föstudaginn og við æfum á föstudagskvöld og laugardagsmorgun, auk þess að hafa spilað þetta oft saman áður og undirbúningurinn hefur verið heilmikill. Þannig að við verðum alveg klár í slaginn þegar þar að kemur.“ Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní.
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira