Innlent

Gylfi Zoëga kemur fjármálaráðherra til varnar í Stóra-seðlamálinu

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Gylfi Zoëga, hagfræðingur segir hugmyndina um afnám seðla ekki hafa komið upphaflega frá fjármálaráðherra.
Gylfi Zoëga, hagfræðingur segir hugmyndina um afnám seðla ekki hafa komið upphaflega frá fjármálaráðherra. Vísir/Pjetur
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að hugmynd Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að takmarka notkun seðla sé ekki ný af nálinni. Gylfi segist skilja hugmyndina sem liggur að baki tillögunni og ver ráðherrann í nýrri grein sem hann skrifar í tímaritið Vísbendingu. RÚV greinir frá.

Gylfi gagnrýnir í greininni umræðuna sem myndaðist í þjóðfélaginu í kjölfar málsins. Ekki sé gerður greinarmunur á hugmyndinni sjálfri og þeim sem standi að baki henni. Hann gagnrýnir einnig að önnur hlið málsins hafi aðeins fengið athygli.

Hugmyndina um takmörkun seðla má, að sögn Gylfa, rekja til hagfræðinga sem hafi löngum stungið upp á því að afnema seðla og mynt til að lækka nafnvexti niður fyrir núll. Nafnvextir eru vextir af fjárfestingum, lánum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum. Talið var að lækkun nafnvaxta gæti haft áhrif á örvun hagkerfisins.

Gylfi segist skilja hugmynd Benedikts þar sem stóran hluta af hinu svarta hagkerfi megi rekja til notkun seðla. Svört starfsemi sé algeng hér á landi og telur Gylfi að skattsvik megi meðal annars rekja til erlends vinnuafls sem ekki sé skráð en einnig til smáfyrirtækja í ferðaþjónustu.

Hann telur að Benedikt eigi hrós skilið fyrir að koma fram með þessa hugmynd og telur að jafnvel hefði verið hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þannig að öll þjóðin gæti tekið raunverulega afstöðu til málsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×