Heldur upp á endurnýjunina Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. júní 2017 09:30 Baldvin Snær heldur upp á sína fyrstu plötu í Norræna húsinu í kvöld. Vísir/Ernir Baldvin Snær Hlynsson sendi frá sérplötuna Renewal, 4. maí síðastliðinn. Í kvöld heldur hann svo tónleika í Norræna húsinu þar sem útgáfunni verður fagnað – en tónleikarnir eru einnig hluti af tónleikaröð Norræna hússins þar sem rjóminn af íslenskum djass og þjóðlagatónlist kemur fram. Með honum koma fram Bjarni Már Ingólfsson, Ari Bragi Kárason, EinarScheving og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson – en þeir spila líka með Baldvini á plötunni.Má ekki segja að þessir strákar séu svona sirkabát landsliðið í íslenskum djassi? „Það má alveg orða það þannig. Við Bjarni Már gítarleikari erum saman í FÍH og erum jafnaldrar. Hann er eðalmaður og æðislegur gítarleikari. Hinir hafa verið lengur í bransanum.Þeir eru allir í miklu uppáhaldi hjá mér og algjörir snillingar. Bæði eru þeir frábærir spilarar og líka einstaklega flottir karakterar,“ segir Baldvin, en hann útskrifaðist í vor úr MH enda er hann einungis 19 ára. Það eru nú ekki margir á þeim aldri að gefa út djassplötur með svona kempum? „Svo sem ekki. Annars var þetta bara ótrúlega skemmtilegt verkefni og mikill lærdómur að vinna með svona mönnum. Ég lærði líka rosalega mikið á því að vinna með hljóðmanninum mínum honum Kjartani Kjartanssyni – hann er alveg ótrúlegur náungi, klár og mikill „mentor.““Hvernig var ferlið hjá þér bakvið plötuna – ertu búinn að vinna lengi að henni? „þetta eru lög sem urðu til á síðasta ári, sirka. Það eru þarna eldri lög líka sem ég gróf upp af símanum og kláraði. Þetta gekk mjög vel og var ótrúlega skemmtilegt ferli. Það fara miklar pælingar og vangaveltur í svona verkefni – fyrst sem ég lögin, síðan skrifa ég þau út á nótur, svo að ráða tónlistarmenn og hljóðmenn, bóka stúdíó, síðan er það eftirvinnsla, cover, bókhald, markaðssetning... – svo eru það loksins útgáfutónleikarnir í kvöld. Þetta er auðvitað allt mjög skemmtilegt en líka ákveðinn léttir að koma þessu frá sér og sleppa tökunum svo maður geti farið að vinna að öðrum verkefnum. Það er smá pælingin á bakvið titil plötunnar.“Hvenær byrjaðiru að semja tónlist sjálfur og afhverju varð djass fyrir valinu?„Ég var í rauninni farinn að semja lög áður en ég var farinn að spila á píanóið að viti. Það sem ég held að drífi það áfram er bara sköpunargleðin og einhver forvitni – mér finnst mjög forvitnilegt að setja saman laglínur og hljóma og enn forvitnilegra að fá uppáhaldsspilarana mína með mér og heyra mína tónlist með þeirra litum. Það hvernig ég fór út í djass var svolítið óvart í rauninni. Ég var í rytmísku námi í Tónsölum í Kópavogi, þar var áherslan á dægurlagatónlist – ég var að spila allskonar tónlist sem ég hafði gaman af, popptónlist og annað. Það fór pínu út í djass. Svo skipti ég yfir í FÍH, á rytmíska braut og þar tók djassinn við. Ég fékk fljótt áhuga á honum. Það var eitthvað við djassinn því að hann er svo spennandi – allt gerist í núinu, sem mér finnst ákaflega forvitnilegt og skemmtilegt.“ Tónleikar Baldvins Snæs fara fram í Aðalsal Norræna hússins klukkan átta í kvöld. Renewal fæst í Lucky Records, 12 Tónum og Smekkleysu og einnig er hægt að kaupa hann rafrænt á Bandcamp-síðu Baldvins. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Baldvin Snær Hlynsson sendi frá sérplötuna Renewal, 4. maí síðastliðinn. Í kvöld heldur hann svo tónleika í Norræna húsinu þar sem útgáfunni verður fagnað – en tónleikarnir eru einnig hluti af tónleikaröð Norræna hússins þar sem rjóminn af íslenskum djass og þjóðlagatónlist kemur fram. Með honum koma fram Bjarni Már Ingólfsson, Ari Bragi Kárason, EinarScheving og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson – en þeir spila líka með Baldvini á plötunni.Má ekki segja að þessir strákar séu svona sirkabát landsliðið í íslenskum djassi? „Það má alveg orða það þannig. Við Bjarni Már gítarleikari erum saman í FÍH og erum jafnaldrar. Hann er eðalmaður og æðislegur gítarleikari. Hinir hafa verið lengur í bransanum.Þeir eru allir í miklu uppáhaldi hjá mér og algjörir snillingar. Bæði eru þeir frábærir spilarar og líka einstaklega flottir karakterar,“ segir Baldvin, en hann útskrifaðist í vor úr MH enda er hann einungis 19 ára. Það eru nú ekki margir á þeim aldri að gefa út djassplötur með svona kempum? „Svo sem ekki. Annars var þetta bara ótrúlega skemmtilegt verkefni og mikill lærdómur að vinna með svona mönnum. Ég lærði líka rosalega mikið á því að vinna með hljóðmanninum mínum honum Kjartani Kjartanssyni – hann er alveg ótrúlegur náungi, klár og mikill „mentor.““Hvernig var ferlið hjá þér bakvið plötuna – ertu búinn að vinna lengi að henni? „þetta eru lög sem urðu til á síðasta ári, sirka. Það eru þarna eldri lög líka sem ég gróf upp af símanum og kláraði. Þetta gekk mjög vel og var ótrúlega skemmtilegt ferli. Það fara miklar pælingar og vangaveltur í svona verkefni – fyrst sem ég lögin, síðan skrifa ég þau út á nótur, svo að ráða tónlistarmenn og hljóðmenn, bóka stúdíó, síðan er það eftirvinnsla, cover, bókhald, markaðssetning... – svo eru það loksins útgáfutónleikarnir í kvöld. Þetta er auðvitað allt mjög skemmtilegt en líka ákveðinn léttir að koma þessu frá sér og sleppa tökunum svo maður geti farið að vinna að öðrum verkefnum. Það er smá pælingin á bakvið titil plötunnar.“Hvenær byrjaðiru að semja tónlist sjálfur og afhverju varð djass fyrir valinu?„Ég var í rauninni farinn að semja lög áður en ég var farinn að spila á píanóið að viti. Það sem ég held að drífi það áfram er bara sköpunargleðin og einhver forvitni – mér finnst mjög forvitnilegt að setja saman laglínur og hljóma og enn forvitnilegra að fá uppáhaldsspilarana mína með mér og heyra mína tónlist með þeirra litum. Það hvernig ég fór út í djass var svolítið óvart í rauninni. Ég var í rytmísku námi í Tónsölum í Kópavogi, þar var áherslan á dægurlagatónlist – ég var að spila allskonar tónlist sem ég hafði gaman af, popptónlist og annað. Það fór pínu út í djass. Svo skipti ég yfir í FÍH, á rytmíska braut og þar tók djassinn við. Ég fékk fljótt áhuga á honum. Það var eitthvað við djassinn því að hann er svo spennandi – allt gerist í núinu, sem mér finnst ákaflega forvitnilegt og skemmtilegt.“ Tónleikar Baldvins Snæs fara fram í Aðalsal Norræna hússins klukkan átta í kvöld. Renewal fæst í Lucky Records, 12 Tónum og Smekkleysu og einnig er hægt að kaupa hann rafrænt á Bandcamp-síðu Baldvins.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira