May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 21:03 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í Brussel í dag. Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, en hún gerði grein fyrir tillögum sínum vegna úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag. BBC greinir frá. May var stödd á ráðstefnu Leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Brussel í dag og gerði þar grein fyrir stefnu Bretlands vegna stöðu innflytjenda Evrópusambandsríkja í Bretlandi. May sagði að ný staða Evrópusambands-innflytjenda myndi veita þeim réttindi til áframhaldandi viðveru í Bretlandi. Þá verður þeim enn fremur veittur aðgangur að heilbrigðis- og menntunarþjónustu eftir að Bretland segir sig að fullu úr Evrópusambandinu.Samningurinn verði að vera sanngjarn fyrir báða aðila Forsætisráðherrann ítrekaði þó að samningurinn yrði ekki einhliða. Hún sagði þessi réttindi innflytjenda innan Evrópusambandsins aðeins tryggð ef breskir ríkisborgarar fengju sömu réttindi í Evrópusambandsríkjum. „Staða Bretlands stendur fyrir sanngjarnt og alvarlegt tilboð, tilboð sem á að veita fólki, sem hefur komið sér fyrir í Bretlandi, eins mikinn stöðugleika og hægt er.“ Þeir sem hafa flust eða munu flytjast til Bretlands á tveggja ára útgöngutímabilinu, þ.e. frá því að Bretland hóf formlega útgöngu úr Evrópusambandinu í mars 2017 og þangað til útgöngunni verður formlega lokið í mars 2019, munu fá ákveðið „aðlögunartímabil“ til að ganga tryggilega frá innflytjendastöðu sinni. Bæði Bretland og Evrópusambandið hafa sagst vilja komast að samkomulagi um stöðu um 3,2 milljóna ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi og um 900 þúsund breskra ríkisborgara sem búa utan Bretlands. Ekkert hefur þó enn verið staðfest í þeim efnum. Brexit Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, en hún gerði grein fyrir tillögum sínum vegna úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag. BBC greinir frá. May var stödd á ráðstefnu Leiðtogaráðs Evrópusambandsins í Brussel í dag og gerði þar grein fyrir stefnu Bretlands vegna stöðu innflytjenda Evrópusambandsríkja í Bretlandi. May sagði að ný staða Evrópusambands-innflytjenda myndi veita þeim réttindi til áframhaldandi viðveru í Bretlandi. Þá verður þeim enn fremur veittur aðgangur að heilbrigðis- og menntunarþjónustu eftir að Bretland segir sig að fullu úr Evrópusambandinu.Samningurinn verði að vera sanngjarn fyrir báða aðila Forsætisráðherrann ítrekaði þó að samningurinn yrði ekki einhliða. Hún sagði þessi réttindi innflytjenda innan Evrópusambandsins aðeins tryggð ef breskir ríkisborgarar fengju sömu réttindi í Evrópusambandsríkjum. „Staða Bretlands stendur fyrir sanngjarnt og alvarlegt tilboð, tilboð sem á að veita fólki, sem hefur komið sér fyrir í Bretlandi, eins mikinn stöðugleika og hægt er.“ Þeir sem hafa flust eða munu flytjast til Bretlands á tveggja ára útgöngutímabilinu, þ.e. frá því að Bretland hóf formlega útgöngu úr Evrópusambandinu í mars 2017 og þangað til útgöngunni verður formlega lokið í mars 2019, munu fá ákveðið „aðlögunartímabil“ til að ganga tryggilega frá innflytjendastöðu sinni. Bæði Bretland og Evrópusambandið hafa sagst vilja komast að samkomulagi um stöðu um 3,2 milljóna ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi og um 900 þúsund breskra ríkisborgara sem búa utan Bretlands. Ekkert hefur þó enn verið staðfest í þeim efnum.
Brexit Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31
Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 19. júní 2017 20:33
Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00