Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2017 10:45 "Tíminn líður svo hratt, það er ótrúlegt að aftur séu komnar sumarsólstöður,“ segir Víkingur Heiðar. Vísir/Eyþór Árnason „Blessuð! Þetta er fullkomin tímasetning fyrir símaviðtal. Við vorum að klára fyrstu æfingu dagsins og næsta byrjar eftir sautján mínútur.“ Þannig byrjar píanósnillingurinn Víkingur Heiðar samtal um tónlistarhátíð sína Reykjavík Midsummer Music sem hefst í kvöld og lýkur á sunnudagskvöld. Hann er maður sem nýtir tíma sinn vel, er nýlentur eftir flug frá Leipzig og æfir stíft milli þess sem hann tekur á móti erlendu gestunum sem ætla að spila með honum næstu kvöldin. Á opnunartónleikunum í Hörpu í kvöld munu litrík kammerverk tónskáldanna Mozart, Pärt og Stravinsky fléttast saman og Víkingur Heiðar segir flytjendurna vera heimslið strengjaleikara hans kynslóðar. Hvernig fer hann að því að fá þá hingað? „Ég hef unnið með þeim erlendis. Sumt af fólkinu er að koma í fyrsta sinn til Íslands og það er ekki af því að það hafi ekki verið beðið áður. „Ég þekki það allt, margt af því er vinir innbyrðis og þar er skemmtileg stemning. Allt stjörnur. Hljóðfærin eru líka öll metfé en þau eru þögul út af fyrir sig, þetta fólk er með þau af því það hefur unnið til þess.“ Þetta er sjötta hátíðin sem Víkingur Heiðar heldur og hann segir hana þá metnaðarfyllstu til þessa. „Mér finnst bara óraunverulegt að það sé að gerast hér á Íslandi að átta eftirsóttustu einleikarar yngri kynslóðarinnar í klassíska heiminum séu að koma á mína litlu hátíð í Hörpu og ég er svo þakklátur fyrir það.“ Dagskráin er á vefnum reykjavikmidsummermusic.com. Hún er litrík og er ýmist flutt í Norðurljósum í Hörpu eða Mengi á Óðinsgötu. Í Mengi mun lengsti strengjakvartett sem saminn hefur verið, 5 klukkustundir Feldmans, hljóma á sunnudag. „Skrítnasta verkið,“ segir Víkingur Heiðar. „Að hlusta á það er tækifæri sem fólki býðst kannski bara einu sinni á ævinni. Ég hef spilað annað verk eftir Feldman og fyrsti hálftíminn var frekar lengi að líða, annar miklu fljótari og sá þriðji var eins og augnablik. Það gerist eitthvað inni í svona geggjuðum hljóðheimi. Þeir sem sitja alla tónleikana fá verðlaun, en það má líka alveg ganga út og inn. Þema hátíðarinnar er frelsi. Ég bað íslenska strokkvartettinn Sigga að taka verkið að sér og hann sagði já. Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna og stemningin er jákvæð.“ En sefur Víkingur Heiðar ekki í viku eftir svona álagstíma? „Nei, nefnilega ekki, ég missi meira að segja af lokapartíinu því klukkan sjö á mánudagsmorgun fer ég út til Noregs að spila á nýrri tónlistarhátíð í Vestfold með Leif Ove Andsnes, þekktasta og flottasta píanóleikara Norðurlanda. Þú mátt bara ekki minna mig á hvað þetta er mikið brjálæði, það er best að hugsa ekki um það heldur taka það sem æfingu í að lifa í núinu.“ Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
„Blessuð! Þetta er fullkomin tímasetning fyrir símaviðtal. Við vorum að klára fyrstu æfingu dagsins og næsta byrjar eftir sautján mínútur.“ Þannig byrjar píanósnillingurinn Víkingur Heiðar samtal um tónlistarhátíð sína Reykjavík Midsummer Music sem hefst í kvöld og lýkur á sunnudagskvöld. Hann er maður sem nýtir tíma sinn vel, er nýlentur eftir flug frá Leipzig og æfir stíft milli þess sem hann tekur á móti erlendu gestunum sem ætla að spila með honum næstu kvöldin. Á opnunartónleikunum í Hörpu í kvöld munu litrík kammerverk tónskáldanna Mozart, Pärt og Stravinsky fléttast saman og Víkingur Heiðar segir flytjendurna vera heimslið strengjaleikara hans kynslóðar. Hvernig fer hann að því að fá þá hingað? „Ég hef unnið með þeim erlendis. Sumt af fólkinu er að koma í fyrsta sinn til Íslands og það er ekki af því að það hafi ekki verið beðið áður. „Ég þekki það allt, margt af því er vinir innbyrðis og þar er skemmtileg stemning. Allt stjörnur. Hljóðfærin eru líka öll metfé en þau eru þögul út af fyrir sig, þetta fólk er með þau af því það hefur unnið til þess.“ Þetta er sjötta hátíðin sem Víkingur Heiðar heldur og hann segir hana þá metnaðarfyllstu til þessa. „Mér finnst bara óraunverulegt að það sé að gerast hér á Íslandi að átta eftirsóttustu einleikarar yngri kynslóðarinnar í klassíska heiminum séu að koma á mína litlu hátíð í Hörpu og ég er svo þakklátur fyrir það.“ Dagskráin er á vefnum reykjavikmidsummermusic.com. Hún er litrík og er ýmist flutt í Norðurljósum í Hörpu eða Mengi á Óðinsgötu. Í Mengi mun lengsti strengjakvartett sem saminn hefur verið, 5 klukkustundir Feldmans, hljóma á sunnudag. „Skrítnasta verkið,“ segir Víkingur Heiðar. „Að hlusta á það er tækifæri sem fólki býðst kannski bara einu sinni á ævinni. Ég hef spilað annað verk eftir Feldman og fyrsti hálftíminn var frekar lengi að líða, annar miklu fljótari og sá þriðji var eins og augnablik. Það gerist eitthvað inni í svona geggjuðum hljóðheimi. Þeir sem sitja alla tónleikana fá verðlaun, en það má líka alveg ganga út og inn. Þema hátíðarinnar er frelsi. Ég bað íslenska strokkvartettinn Sigga að taka verkið að sér og hann sagði já. Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna og stemningin er jákvæð.“ En sefur Víkingur Heiðar ekki í viku eftir svona álagstíma? „Nei, nefnilega ekki, ég missi meira að segja af lokapartíinu því klukkan sjö á mánudagsmorgun fer ég út til Noregs að spila á nýrri tónlistarhátíð í Vestfold með Leif Ove Andsnes, þekktasta og flottasta píanóleikara Norðurlanda. Þú mátt bara ekki minna mig á hvað þetta er mikið brjálæði, það er best að hugsa ekki um það heldur taka það sem æfingu í að lifa í núinu.“
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira