Lektor segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júní 2017 22:41 Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnu um táknmál. Lektor í táknmálsfræði segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli og vill auka fræðslu innan menntakerfisins. Ráðstefnan sem fram á Háskólatorgi er nú haldin í sjötta sinn og hófst í dag en lýkur á morgun. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum taka þátt en á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna sem snúa að hinum ýmsu táknmálum. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, segir stöðu táknmála í heiminum vera mjög misjafna, eftir því hvar við grípum niður. „Hún getur verið ágæt í hinum vestræna heimi, sums staðar. Víða eru táknmál nánast bönnuð, þó það sé kannski endilega með lögum. Staða heyrnarlausra er mjög slæm víða.“ Hér á landi þurfa á bilinu tvö til þrjú hundruð einstaklingar að reiða sig á táknmál á hverjum degi. Lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 sem eiga að tryggja stöðu þeirra sem þurfa á táknmáli að halda. „Hins vegar viljum við sem störfum innan þessa samfélags gjarnan sjá meira gert með lögin, meira fjármagn, og viðhorf jákvæðari í samfélaginu,“ segir Rannveig. Rannveig segir að aukin tækniþróun og samskiptatækni hafi hjálpað mikið til á síðustu árum. „Það hefur rosalega mikil þróun í túlkun. Nú sit ég á skrifstofunni minni og heyrnarlaus samstarfsmaður minn hringir í mig í gegnum símatúlk. Það er hægt að nota túlk í gegnum spjaldtölvur. Það er kennsla í gegnum spjaldtölvur sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sinnir. Þannig að tæknin, hún hjálpar mikið.“ Rannveig segir að koma þyrfti táknmálsnámi og táknmálskennslu frekar á framfæri í menntakerfinu. „Það væri auðvitað best ef allir lærðu eitthvað táknmál, í grunnskóla eða jafnvel leikskóla. Börn eru ofsalega móttækileg fyrir þessu og þau grípa þetta um leið. Við eigum ekki mikið af kennurum og það þarf að gera mikið átak í menntun kennara fyrir heyrnarlausa og táknmálskennara. En auðvitað væri það æskilegt að það væri meiri fræðsla. Fáfræðin er allt of mikil.“ Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnu um táknmál. Lektor í táknmálsfræði segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli og vill auka fræðslu innan menntakerfisins. Ráðstefnan sem fram á Háskólatorgi er nú haldin í sjötta sinn og hófst í dag en lýkur á morgun. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum taka þátt en á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna sem snúa að hinum ýmsu táknmálum. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, segir stöðu táknmála í heiminum vera mjög misjafna, eftir því hvar við grípum niður. „Hún getur verið ágæt í hinum vestræna heimi, sums staðar. Víða eru táknmál nánast bönnuð, þó það sé kannski endilega með lögum. Staða heyrnarlausra er mjög slæm víða.“ Hér á landi þurfa á bilinu tvö til þrjú hundruð einstaklingar að reiða sig á táknmál á hverjum degi. Lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 sem eiga að tryggja stöðu þeirra sem þurfa á táknmáli að halda. „Hins vegar viljum við sem störfum innan þessa samfélags gjarnan sjá meira gert með lögin, meira fjármagn, og viðhorf jákvæðari í samfélaginu,“ segir Rannveig. Rannveig segir að aukin tækniþróun og samskiptatækni hafi hjálpað mikið til á síðustu árum. „Það hefur rosalega mikil þróun í túlkun. Nú sit ég á skrifstofunni minni og heyrnarlaus samstarfsmaður minn hringir í mig í gegnum símatúlk. Það er hægt að nota túlk í gegnum spjaldtölvur. Það er kennsla í gegnum spjaldtölvur sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sinnir. Þannig að tæknin, hún hjálpar mikið.“ Rannveig segir að koma þyrfti táknmálsnámi og táknmálskennslu frekar á framfæri í menntakerfinu. „Það væri auðvitað best ef allir lærðu eitthvað táknmál, í grunnskóla eða jafnvel leikskóla. Börn eru ofsalega móttækileg fyrir þessu og þau grípa þetta um leið. Við eigum ekki mikið af kennurum og það þarf að gera mikið átak í menntun kennara fyrir heyrnarlausa og táknmálskennara. En auðvitað væri það æskilegt að það væri meiri fræðsla. Fáfræðin er allt of mikil.“
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira