Kosti smáaura miðað við verðmætin í húfi Benedikt Bóas skrifar 22. júní 2017 07:00 Merkar minjar hafa fundist við Dysnes en rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi. vísir/auðunn „Þetta er upphæð sem þingið hlýtur að geta fundið, smáaur miðað við þau ómetanlegu menningarverðmæti sem eru í hættu ef ekkert er gert,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Nýlega fundust merkilegar minjar við fornleifauppgröft við Dysnes norðan Akureyrar. Talið er að kuml sem þar fannst sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa tuttugu milljarða króna.Andrés Ingi JónssonAndrés segir ergilegt að það sé aldrei farið af stað í fornleifauppgröft nema það standi til að fara í framkvæmdir á viðkomandi stað. „Það er ótrúlega merkilegt að sjá þessar minjar koma upp, því þetta er sennilega einn stærsti kumlafundur síðustu áratuga. Það er í raun ótrúleg heppni að þetta finnist og lá við því stórslysi að minjarnar á Dysnesi færu í sjóinn og sama staða er uppi víða um land.“ Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við Dysnes en aðeins einu sinni hafa fundist tveir bátar á sama stað og aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Andrés segir að til að koma í veg fyrir að ómetanlegar menningarminjar fari forgörðum verði að grípa til bráðaaðgerða til þess að kortleggja fornleifar í landinu. „Mesta tímapressan er á strandsvæðum, þar sem við erum í kapphlaupi við tímann. Ráðuneytið reiknar með að það ætti að vera hægt að skrá strandlengjuna alla fyrir um 330 milljónir, útgjöld sem myndu kannski dreifast yfir fimm ár. Þá fengjum við loksins heildarsýnina sem vantar svo sárlega núna,“ bendir hann á. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
„Þetta er upphæð sem þingið hlýtur að geta fundið, smáaur miðað við þau ómetanlegu menningarverðmæti sem eru í hættu ef ekkert er gert,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Nýlega fundust merkilegar minjar við fornleifauppgröft við Dysnes norðan Akureyrar. Talið er að kuml sem þar fannst sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa tuttugu milljarða króna.Andrés Ingi JónssonAndrés segir ergilegt að það sé aldrei farið af stað í fornleifauppgröft nema það standi til að fara í framkvæmdir á viðkomandi stað. „Það er ótrúlega merkilegt að sjá þessar minjar koma upp, því þetta er sennilega einn stærsti kumlafundur síðustu áratuga. Það er í raun ótrúleg heppni að þetta finnist og lá við því stórslysi að minjarnar á Dysnesi færu í sjóinn og sama staða er uppi víða um land.“ Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við Dysnes en aðeins einu sinni hafa fundist tveir bátar á sama stað og aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Andrés segir að til að koma í veg fyrir að ómetanlegar menningarminjar fari forgörðum verði að grípa til bráðaaðgerða til þess að kortleggja fornleifar í landinu. „Mesta tímapressan er á strandsvæðum, þar sem við erum í kapphlaupi við tímann. Ráðuneytið reiknar með að það ætti að vera hægt að skrá strandlengjuna alla fyrir um 330 milljónir, útgjöld sem myndu kannski dreifast yfir fimm ár. Þá fengjum við loksins heildarsýnina sem vantar svo sárlega núna,“ bendir hann á.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira