Neðanjarðarsenan tekin fyrir í tónleikaröð Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. júní 2017 16:45 Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip, heldur Stage Dive Fest til að koma ungum og efnilegum tónlistarmönnum á framfæri. Vísir/Eyþór Stage Dive Fest er tónleikaröð sem er haldin á Húrra nú í fimmta sinn, og tilgangurinn er að styðja við unga tónlistarmenn í neðanjarðarsenunni í Reykjavík, helst í rapp- og raftónlist þó það sé ekki krafa,“ segir Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip, einn aðstandandi Stage Dive Fest sem eins og hann segir er nú haldin í fimmta sinn á skemmtistaðnum Húrra. Með honum eru það þeir Mælginn og Bngrboy sem sjá um að halda viðburðinn. Þetta kvöld kemur Lord Pusswhip fram sjálfur ásamt Countess Malaise en þau hafa verið að sjóða saman görótta hiphop-blöndu upp á síðkastið. Í febrúar á þessu ári gaf Lord Pusswhip út mixteipið Lord Pusswhip is Dead þar sem hann gerir upp feril sinn síðustu fimm árin. Countess Malaise er listamannsnafn Dýrfinnu Benita en hún hefur verið nokkuð iðin við kolann á árinu og gaf meðal annars út lagið Skip a Case. Ásamt Malaise og Pusswhip spilar Kuldaboli mínímalíska synthatóna sem gætu kveikt vetrarfíling í brjósti gesta svona í miðjum júní, Andsetinn kemur fram – drungalegur neðanjarðarrappari og m e g e n, elektrónískt dúó sem er nýkomið af Secret Solstice hátíðinni og má alveg gera ráð fyrir því að þeir verði alveg funheitir og snúi tökkunum af mikilli lipurð. Leikar hefjast klukkan átta. Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Stage Dive Fest er tónleikaröð sem er haldin á Húrra nú í fimmta sinn, og tilgangurinn er að styðja við unga tónlistarmenn í neðanjarðarsenunni í Reykjavík, helst í rapp- og raftónlist þó það sé ekki krafa,“ segir Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip, einn aðstandandi Stage Dive Fest sem eins og hann segir er nú haldin í fimmta sinn á skemmtistaðnum Húrra. Með honum eru það þeir Mælginn og Bngrboy sem sjá um að halda viðburðinn. Þetta kvöld kemur Lord Pusswhip fram sjálfur ásamt Countess Malaise en þau hafa verið að sjóða saman görótta hiphop-blöndu upp á síðkastið. Í febrúar á þessu ári gaf Lord Pusswhip út mixteipið Lord Pusswhip is Dead þar sem hann gerir upp feril sinn síðustu fimm árin. Countess Malaise er listamannsnafn Dýrfinnu Benita en hún hefur verið nokkuð iðin við kolann á árinu og gaf meðal annars út lagið Skip a Case. Ásamt Malaise og Pusswhip spilar Kuldaboli mínímalíska synthatóna sem gætu kveikt vetrarfíling í brjósti gesta svona í miðjum júní, Andsetinn kemur fram – drungalegur neðanjarðarrappari og m e g e n, elektrónískt dúó sem er nýkomið af Secret Solstice hátíðinni og má alveg gera ráð fyrir því að þeir verði alveg funheitir og snúi tökkunum af mikilli lipurð. Leikar hefjast klukkan átta.
Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira