Sport

Auðvitað er Conor búinn að láta mála vegginn í æfingasalnum svona | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Conor McGregor er engum líkur.
Conor McGregor er engum líkur. mynd/instagram
Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir einum besta hnefaleikakappa sögunnar, Floyd Mayweather Jr., í hringum í Las Vegas 26. ágúst.

Flestir boxsérfræðingar búast ekki bara við öruggum sigri Mayweathers heldur eru margir á þeirri skoðun að Conor muni ekki einu sinni ná inn höggi á Mayweather sem hefur unnið alla 47 bardaga sína á ferlinum.

Conor McGregor er fullur sjálfstrausts eins og alltaf og ætlar að rota Mayweather í hringnum. Hann æfir meira að segja með risastóra veggmynd af sér að rota Bandaríkjamanninn í æfingasal sínum.

Írinn lét nefnilega mála risastóra veggmynd af sér að rota Mayweather í æfingasalinn þannig hann sjái rothöggið alltaf fyrir sér.

„Ég velkist ekki í vafa um að Conor eigi eftir að rota hann. Ég held að þetta verði eitt ruglaðasta bardagakvöld allra tíma. Það er erfitt að rota Mayweather en ef einhver getur það er það Conor,“ segir Owen Roddy, hnefaleikaþjálfari, Conors McGregor.

Málverkið á veggnum má sjá á myndunum hér að neðan.

Photo shoot with the Champ Champ. #photography #artwork #conormcgregor

A post shared by SUBSET (@subsetdublin) on

Goodnight Floyd. #Notorious #Éire #conormcgregor #mural

A post shared by SUBSET (@subsetdublin) on

I am a filthy Irish animal.

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

Tunnel vision

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

MMA

Tengdar fréttir

Fékk milljón fyrir fyrsta bardagann

Conor McGregor er í 24. sæti yfir launahæstu íþróttamenn heims á síðasta ári og hann mun rjúka upp þann lista á næsta ári. Hann mun nefnilega fá á milli sjö til tíu milljarða króna fyrir bardaga sinn við Floyd Mayweather. Meira en hann mun fá fyrir feril sinn hjá UFC.

Írinn kjaftfori sem sigraði heiminn

Írinn Conor McGregor verður orðinn milljarðamæringur í lok sumars. Fyrir rúmum fjórum árum var hann á atvinnuleysisbótum. Haraldur Dean Nelson var fyrsti umboðsmaður Conors og hjálpaði honum mikið. Írinn fékk að búa í kjallaranum hjá Haraldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×