Ríkisstjórn Íslands samþykkir 40 milljóna króna framlag til stuðnings Grænlendingum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 12:34 Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq. Vísir/EPA Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna tjóns sem varð í kjölfar berghlaups á vesturströnd Grænlands í sveitarfélaginu Qaasuitsup á laugardag sem olli því að flóðbylgja gekk á land í bænum Nuugaatisiaq. Almannavarnir Grænlands hafa leitað til aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og óskað eftir aðstoð eða leiðbeiningum íslenskra jarðvísindamanna varðandi það hvernig hægt væri að koma upp sjálfvirkum búnaði sem nota mætti til viðvörunar ef frekari berghlaup yrðu á svæðinu. Í framhaldi af þessari beiðni var haft samband við Veðurstofu Íslands og komið á sambandi á milli vísindamanna Veðurstofunnar og almannavarna. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort grænlensk stjórnvöld muni óska eftir frekari aðstoð vegna þessa. 40 milljóna kr. framlagi Íslands verður varið í uppbyggingarstarf fyrir þá íbúa í Qaasuitsup sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hamfaranna. Auk þess verður Veðurstofu Íslands, eða annarri þar til bærri stofnun, gert kleift að veita nauðsynlega aðstoð varðandi uppsetningu viðvörunarbúnaðar, sé þess óskað. „Þessi atburður hefur snert við okkur Íslendingum og það er mikilvægt að við veitum Grænlendingum stuðning við þessar erfiðu aðstæður og sérstaklega ánægjulegt ef stofnanir okkar geta komið að uppbyggingarstarfi og úrbótum sem unnið verður að í framhaldinu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætiráðherra í tilkynningu. Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17 Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32 Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna tjóns sem varð í kjölfar berghlaups á vesturströnd Grænlands í sveitarfélaginu Qaasuitsup á laugardag sem olli því að flóðbylgja gekk á land í bænum Nuugaatisiaq. Almannavarnir Grænlands hafa leitað til aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og óskað eftir aðstoð eða leiðbeiningum íslenskra jarðvísindamanna varðandi það hvernig hægt væri að koma upp sjálfvirkum búnaði sem nota mætti til viðvörunar ef frekari berghlaup yrðu á svæðinu. Í framhaldi af þessari beiðni var haft samband við Veðurstofu Íslands og komið á sambandi á milli vísindamanna Veðurstofunnar og almannavarna. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort grænlensk stjórnvöld muni óska eftir frekari aðstoð vegna þessa. 40 milljóna kr. framlagi Íslands verður varið í uppbyggingarstarf fyrir þá íbúa í Qaasuitsup sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hamfaranna. Auk þess verður Veðurstofu Íslands, eða annarri þar til bærri stofnun, gert kleift að veita nauðsynlega aðstoð varðandi uppsetningu viðvörunarbúnaðar, sé þess óskað. „Þessi atburður hefur snert við okkur Íslendingum og það er mikilvægt að við veitum Grænlendingum stuðning við þessar erfiðu aðstæður og sérstaklega ánægjulegt ef stofnanir okkar geta komið að uppbyggingarstarfi og úrbótum sem unnið verður að í framhaldinu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætiráðherra í tilkynningu.
Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17 Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32 Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17
Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08
Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21
Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32
Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda