Sport

Golovkin: Bardagi Conors og Mayweathers er sirkus ekki alvöru box

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þessi "sýning“ á eftir að skapa tekjur.
Þessi "sýning“ á eftir að skapa tekjur. vísir/getty
Gennady Golovkin, einn besti hnefaleikakappi heims, gefur lítið fyrir bardaga Conors McGregors og Floyds Mayweathers Jr. sem fram fer í Las Vegas í lok ágúst.

Kasakinn segir að sú sýning, eins og hann orðar það, eigi ekki eftir að skyggja á bardaga sinn og Canelo Álvarez sem fram fer 16. september. BBC greinir frá.

Golovkin, sem er ósigraður í 37 atvinnubardögum, er WBA, WBC og IBF-heimsmeistari í millivigt en Álvarez er WBO-heimsmeistari í léttmillivigt. Hnefaleikaáhugamenn bíða flestir mjög spenntir eftir að þeir bætast í hringnum.

„Þetta Mayweather-McGregor dæmi er ekki fyrir bardagamenn heldur viðskiptamenn,“ segir hinn 35 ára gamli Golovkin sem hefur klárað 33 bardaga af 37 með rothöggi.

„Ég held að fólki skilji muninn á alvöru bardaga eins og hjá mér og Canelo og síðan sýningu sem er kannski fyndin eins og sirkussýning.“

„Það vita allir að þetta er bara sýning. Conor er ekki boxari. Ef þið viljið horfa á sýningu þá endilega horfið á þá. Ef við viljið horfa á alvöru hnefaleikabardaga og þið berið virðingu fyrir hnefaleikum þá horfið þið á bardagann minn við Canelo.“

„Þetta eru bara viðskipti. Conor á móti Floyd eru ekki hnefaleikar því Conor er ekki hnefaleikamaður. Þetta er sýning fyrir peninga,“ segir Gennady Golovkin.

MMA

Tengdar fréttir

Fékk milljón fyrir fyrsta bardagann

Conor McGregor er í 24. sæti yfir launahæstu íþróttamenn heims á síðasta ári og hann mun rjúka upp þann lista á næsta ári. Hann mun nefnilega fá á milli sjö til tíu milljarða króna fyrir bardaga sinn við Floyd Mayweather. Meira en hann mun fá fyrir feril sinn hjá UFC.

Írinn kjaftfori sem sigraði heiminn

Írinn Conor McGregor verður orðinn milljarðamæringur í lok sumars. Fyrir rúmum fjórum árum var hann á atvinnuleysisbótum. Haraldur Dean Nelson var fyrsti umboðsmaður Conors og hjálpaði honum mikið. Írinn fékk að búa í kjallaranum hjá Haraldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×