Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2017 09:45 Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, tók alvöru æðiskast í tapleik Garðabæjarliðsins í Ólafsvík í gærkvöldi en fékk fyrir það hrós í Pepsi-mörkunum. Stjarnan tapaði óvænt, 2-1, fyrir Ólsurum og er nú búin að tapa þremur leikjum í röð. Ólafsvíkingar voru harðir í horn að taka og létu vel finna fyrir sér en Davíð beindi spjótum sínum að varamannabekk heimamanna þar sem honum fannst Ólsarar vera helst til of duglegir að biðja um spjöld á leikmenn Stjörnunnar. „Ekki kalla á leikmennina okkar. Hugsaðu bara um þína leikmenn og láttu leikmennina mína vera! Segðu honum að hætta að biðja um allt á okkar leikmenn!“ öskraði Davíð Snorri eins hátt og hann mögulega gat að varamannabekk Ólsara. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, fjórði dómari leiksins, reyndi að róa Davíð Snorra en fékk gusuna í andlitið: Ég? Segðu honum að hætta! Hann hefur áhrif á allt sem þið eruð að gera!“ Þrátt fyrir að taka tryllinginn slapp Davíð Snorri með skrekkinn og þurfti ekki að víkja af bekknum. „Ég er ánægður með Davíð Snorra þarna. Ég þoli ekki þjálfara sem að gapa og góla alla leikinn og reyna að hafa áhrif á dómarann,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Hörður Magnússon velti því þá upp hvort hann væri ekki að ganga ansi nálægt fjórða dómara leiksins. „Hann lifir á brúninni, klárlega. Ég ætla ekki að fara að segja að það átti að gefa honum rautt spjald. Gleymdu því. Mér fannst þetta gott hjá honum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, tók alvöru æðiskast í tapleik Garðabæjarliðsins í Ólafsvík í gærkvöldi en fékk fyrir það hrós í Pepsi-mörkunum. Stjarnan tapaði óvænt, 2-1, fyrir Ólsurum og er nú búin að tapa þremur leikjum í röð. Ólafsvíkingar voru harðir í horn að taka og létu vel finna fyrir sér en Davíð beindi spjótum sínum að varamannabekk heimamanna þar sem honum fannst Ólsarar vera helst til of duglegir að biðja um spjöld á leikmenn Stjörnunnar. „Ekki kalla á leikmennina okkar. Hugsaðu bara um þína leikmenn og láttu leikmennina mína vera! Segðu honum að hætta að biðja um allt á okkar leikmenn!“ öskraði Davíð Snorri eins hátt og hann mögulega gat að varamannabekk Ólsara. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, fjórði dómari leiksins, reyndi að róa Davíð Snorra en fékk gusuna í andlitið: Ég? Segðu honum að hætta! Hann hefur áhrif á allt sem þið eruð að gera!“ Þrátt fyrir að taka tryllinginn slapp Davíð Snorri með skrekkinn og þurfti ekki að víkja af bekknum. „Ég er ánægður með Davíð Snorra þarna. Ég þoli ekki þjálfara sem að gapa og góla alla leikinn og reyna að hafa áhrif á dómarann,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Hörður Magnússon velti því þá upp hvort hann væri ekki að ganga ansi nálægt fjórða dómara leiksins. „Hann lifir á brúninni, klárlega. Ég ætla ekki að fara að segja að það átti að gefa honum rautt spjald. Gleymdu því. Mér fannst þetta gott hjá honum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15