Hér að neðan geta allir lesendur Vísis tekið þátt í kosningu um flottasta mark maímánaðar í Pepsi-deild kvenna.
Þrjú mörk berjast um sigurlaunin en þar af eru tvö mörk frá leikmönnum Breiðabliks og eitt frá KR-ingi.
Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði glæsilegt mark í 3-0 sigri Breiðabliks gegn Val 10. maí og það er eitt markanna sem kemur til greina.
Samherji hennar, Fanndís Friðriksdóttir, skoraði fallegt mark á móti Haukum með skoti í stöngina og inn 19. maí og Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður KR, skoraði gull af marki fyrir KR á móti FH 15. maí.
Sigurvegarinn verður tilkynntur í Pepsi-mörkum kvenna á miðvikudaginn en í kvöld fer fram heil umferð í deildinni.
Kjóstu flottasta markið hér að neðan en þau má öll sjá hér að ofan.
Kosning: Hver skoraði flottasta markið í Pepsi-deild kvenna í maí?
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
