Porsche og Bosch sæta rannsóknum vegna dísilvélasvindlsins Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2017 16:55 Þriggja lítra dísilvél í Porsche Cayenne. Saksóknari í Stuttgart hefur nú hafið rannsókn á þætti Porsche og Bosch í dísilvélasvindlinu sem fannst fyrst í bílum Volkswagen. Þessi svindlhugbúnaður hefur einnig fundist í bílum Audi og Porsche. Í Porsche Cayenne með 3,0 lítra dísilvélinni fannst þessi búnaður, en sú vél er framleidd af Audi. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen Group. Rannsóknin nú snýr að því hvort Porsche hafi verið kunnugt um að þessi svindlhugbúnaður hafi fylgt í þessum vélum. Þáttur Bosch snýr að því að hafa búið þennan búnað til í upphafi. Rannsóknin er á frumstigi og enginn hefur verið ákærður enn. Einir þrír starfsmenn hjá Bosch sæta rannsóknum og eru þeir allir yfirmenn hjá Bosch. Saksóknari útilokar ekki að rannsóknin nú gæti leitt til ákæru á fleiri starfsmenn beggja þessara fyrirtækja en fullsannað þykir að Bosch hjálpaði til við að þróa þann EDC17 vélstjórnunarbúnað sem Volkswagen notaði með EA189 dísilvélinni sem svindlið fyrst uppgötvaðist í. Hvorki Porsche né Bosch hafi neitt látið frá sér fara um þessa rannsókn nú, sem er reyndar á frumstigi. Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Saksóknari í Stuttgart hefur nú hafið rannsókn á þætti Porsche og Bosch í dísilvélasvindlinu sem fannst fyrst í bílum Volkswagen. Þessi svindlhugbúnaður hefur einnig fundist í bílum Audi og Porsche. Í Porsche Cayenne með 3,0 lítra dísilvélinni fannst þessi búnaður, en sú vél er framleidd af Audi. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen Group. Rannsóknin nú snýr að því hvort Porsche hafi verið kunnugt um að þessi svindlhugbúnaður hafi fylgt í þessum vélum. Þáttur Bosch snýr að því að hafa búið þennan búnað til í upphafi. Rannsóknin er á frumstigi og enginn hefur verið ákærður enn. Einir þrír starfsmenn hjá Bosch sæta rannsóknum og eru þeir allir yfirmenn hjá Bosch. Saksóknari útilokar ekki að rannsóknin nú gæti leitt til ákæru á fleiri starfsmenn beggja þessara fyrirtækja en fullsannað þykir að Bosch hjálpaði til við að þróa þann EDC17 vélstjórnunarbúnað sem Volkswagen notaði með EA189 dísilvélinni sem svindlið fyrst uppgötvaðist í. Hvorki Porsche né Bosch hafi neitt látið frá sér fara um þessa rannsókn nú, sem er reyndar á frumstigi.
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent