Ólafía úr leik eftir að hafa misst flugið á lokaholunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júní 2017 23:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti skrautlegan fyrsta hring en þarf nú að komast í gegnum niðurskurðinn. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi eftir ótrúlegan hring í kvöld. Hún var fyrir innan niðurskurðarlínuna er aðeins sjö holur voru eftir en þá fór allt á versta veg. Ólafía hóf leik á tíundu brautinni í dag en fyrstu níu holur dagsins léku hana ansi grátt í gær. Það átti ekki að endurtaka sig. Hún nældi í par á fyrstu tveimur en fékk svo skolla. Það kom henni ekki úr jafnvægi því hún paraði næstu fimm holurnar. Þá kviknaði á okkar konu. Hún gerði sér lítið fyrir og fékk þrjá fugla í röð og var óheppin að taka ekki einn örn líka. Gjörbreytti sinni stöðu og komst inn fyrir niðurskurðarlínuna. Er hún var enn hátt uppi kom smá kjaftshögg er hún fékk skolla á þriðju braut sem var hennar tólfta. Það fór illa í hana því í kjölfarið komu tveir skollar í viðbót. Þrír fuglar og svo þrír skollar. Skrautlegt. Martröð Ólafía var ekki lokið þar því hún fékk fjórða skollann í röð á sjöttu holu. Sjálfstraustið virtist vera farið enda að missa tvö stutt pútt tvær holur í röð. Hún paraði svo síðustu þrjár holurnar og kom í hús á 73 höggum eða tveim höggum yfir pari. Svekkjandi niðurstaða eftir að hafa verið í frábærri stöðu þegar aðeins sjö holur voru eftir. Ólafía var fylgt náið eftir í Chicago af Þorsteini Hallgrímssyni og hér að neðan má lesa beina lýsingu frá hringnum og sjá myndir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi eftir ótrúlegan hring í kvöld. Hún var fyrir innan niðurskurðarlínuna er aðeins sjö holur voru eftir en þá fór allt á versta veg. Ólafía hóf leik á tíundu brautinni í dag en fyrstu níu holur dagsins léku hana ansi grátt í gær. Það átti ekki að endurtaka sig. Hún nældi í par á fyrstu tveimur en fékk svo skolla. Það kom henni ekki úr jafnvægi því hún paraði næstu fimm holurnar. Þá kviknaði á okkar konu. Hún gerði sér lítið fyrir og fékk þrjá fugla í röð og var óheppin að taka ekki einn örn líka. Gjörbreytti sinni stöðu og komst inn fyrir niðurskurðarlínuna. Er hún var enn hátt uppi kom smá kjaftshögg er hún fékk skolla á þriðju braut sem var hennar tólfta. Það fór illa í hana því í kjölfarið komu tveir skollar í viðbót. Þrír fuglar og svo þrír skollar. Skrautlegt. Martröð Ólafía var ekki lokið þar því hún fékk fjórða skollann í röð á sjöttu holu. Sjálfstraustið virtist vera farið enda að missa tvö stutt pútt tvær holur í röð. Hún paraði svo síðustu þrjár holurnar og kom í hús á 73 höggum eða tveim höggum yfir pari. Svekkjandi niðurstaða eftir að hafa verið í frábærri stöðu þegar aðeins sjö holur voru eftir. Ólafía var fylgt náið eftir í Chicago af Þorsteini Hallgrímssyni og hér að neðan má lesa beina lýsingu frá hringnum og sjá myndir.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira