Íslenska fyrir útlendinga orðin ein vinsælasta greinin innan HÍ Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júní 2017 06:00 Nærri 7.300 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2017-2018. vísir/gva Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands, segir Margrét Jónsdóttir, greinarformaður íslenskunámsins í Hugvísindadeild HÍ. Íslenska sem annað tungumál er vinsælasta námsleiðin innan skólans. Samtals bárust tæplega 439 umsóknir um BA-nám eða styttra hagnýtt nám á þessari námsleið fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði.Jakobína Hólmfríður Árnadóttir„Það er vaxandi áhugi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Margrét og bætir við að áhuginn sé orðinn mjög mikill. Tvær námsleiðir eru í íslensku sem öðru tungumáli. Annars vegar er það hefðbundið BA-nám. Síðan er það hagnýt íslenska sem er grunndiplómanám og tekur eitt ár. Til þess að fara í BA-námið þarf viðkomandi að hafa grunnþekkingu á íslensku en hagnýta leiðin er fyrir algjöra byrjendur í náminu. Umsækjendur um BA-námið fyrir næsta haust eru 237 en umsækjendur um grunndiplómað eru 202. Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, segir íslenskukunnáttu mjög oft hafa áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu. „Auðvitað fer það aðeins eftir störfum en yfirleitt vilja fyrirtæki einhverja íslenskukunnáttu, nánast í hvaða störf sem er,“ segir hún. Jakobína segir marga erlenda starfsmenn hér koma í gegnum starfsmannaleigur. Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Íslenskrar verkmiðlunar, segist hvetja alla sem hingað koma til starfa á vegum fyrirtækisins til að sækja sér íslenskukennslu. Hann segir það misjafnt hverjir hafi áhuga á náminu. „Þeir sem koma hingað til að setjast að hafa, eðli málsins samkvæmt, meiri áhuga á íslenskukennslu,“ segir Ingi Örn. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 1,8 prósent eða 5.820 manns árið 2016. Þar munar mest um að aðfluttir umfram brottflutta voru 4.069. Erlendir ríkisborgarar voru 30.275 hinn 1. janúar. Ingi Örn segist merkja mikinn áhuga útlendinga á störfum hérlendis. „Það er gríðarleg aukning í því á síðustu tveimur, þremur árum. Gengið er aðlaðandi og það er stór þáttur,“ segir hann. Efnahagslífið hér sé þannig að nóg sé af störfum í boði. Allt það fólk sem kemur hingað í gegnum Íslenska verkmiðlun er frá Evrópska efnahagssvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands, segir Margrét Jónsdóttir, greinarformaður íslenskunámsins í Hugvísindadeild HÍ. Íslenska sem annað tungumál er vinsælasta námsleiðin innan skólans. Samtals bárust tæplega 439 umsóknir um BA-nám eða styttra hagnýtt nám á þessari námsleið fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði.Jakobína Hólmfríður Árnadóttir„Það er vaxandi áhugi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Margrét og bætir við að áhuginn sé orðinn mjög mikill. Tvær námsleiðir eru í íslensku sem öðru tungumáli. Annars vegar er það hefðbundið BA-nám. Síðan er það hagnýt íslenska sem er grunndiplómanám og tekur eitt ár. Til þess að fara í BA-námið þarf viðkomandi að hafa grunnþekkingu á íslensku en hagnýta leiðin er fyrir algjöra byrjendur í náminu. Umsækjendur um BA-námið fyrir næsta haust eru 237 en umsækjendur um grunndiplómað eru 202. Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, segir íslenskukunnáttu mjög oft hafa áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu. „Auðvitað fer það aðeins eftir störfum en yfirleitt vilja fyrirtæki einhverja íslenskukunnáttu, nánast í hvaða störf sem er,“ segir hún. Jakobína segir marga erlenda starfsmenn hér koma í gegnum starfsmannaleigur. Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Íslenskrar verkmiðlunar, segist hvetja alla sem hingað koma til starfa á vegum fyrirtækisins til að sækja sér íslenskukennslu. Hann segir það misjafnt hverjir hafi áhuga á náminu. „Þeir sem koma hingað til að setjast að hafa, eðli málsins samkvæmt, meiri áhuga á íslenskukennslu,“ segir Ingi Örn. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 1,8 prósent eða 5.820 manns árið 2016. Þar munar mest um að aðfluttir umfram brottflutta voru 4.069. Erlendir ríkisborgarar voru 30.275 hinn 1. janúar. Ingi Örn segist merkja mikinn áhuga útlendinga á störfum hérlendis. „Það er gríðarleg aukning í því á síðustu tveimur, þremur árum. Gengið er aðlaðandi og það er stór þáttur,“ segir hann. Efnahagslífið hér sé þannig að nóg sé af störfum í boði. Allt það fólk sem kemur hingað í gegnum Íslenska verkmiðlun er frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira