Ólafía: Náði að halda mér rólegri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2017 08:35 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var áængð að loknum þriðja keppnishring á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni. Hún spilaði á fjórum höggum undir pari og er í 15.-22. sæti á tíu höggum undir pari samtals. „Ég var að slá ótrúlega vel af teig og náði að koma mér í góð færi. Ég náði líka að pútta mjög vel,“ sagði Ólafía eftir hringinn í gær. Hún segir það vissulega skemmtilegt að vera nálægt efstu konum þegar lokahringurinn hefst og að vera í færi á að blanda sér í baráttu um efstu sætin. „Öll reynslan af LPGA er byrjuð að skila sér og mér líður bara nokkuð vel. Ég náði að halda mér nokkuð rólegri í dag - ég þurfti bara að muna að borða og anda og fleira í þeim dúr,“ sagði hún og brosti. Ólafía sagði eftir PGA-meistaramótið um síðustu helgi að hún hefði gerð byrjendamistök þar. „Ég var ekki nógu dugleg að borða og svo var ég alveg að pissa á mig. Blóðsykurinn féll og það eru algjör byrjendamistök,“ sagði Ólafía þá. Hún missti fáein pútt í gær, þar af stutt pútt fyrir fugli á sautjándu holu eftir frábært teighögg. „Ég hefði kannski viljað vera ákveðnari í sumum púttum í dag. Ég tek því kannski nokkur pútt á æfingasvæðinu en svo ætla ég að hvíla mig.“ Ólafía hefur leik klukkan 14.39 að íslenskum tíma í dag og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 4. Golf Tengdar fréttir Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var áængð að loknum þriðja keppnishring á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni. Hún spilaði á fjórum höggum undir pari og er í 15.-22. sæti á tíu höggum undir pari samtals. „Ég var að slá ótrúlega vel af teig og náði að koma mér í góð færi. Ég náði líka að pútta mjög vel,“ sagði Ólafía eftir hringinn í gær. Hún segir það vissulega skemmtilegt að vera nálægt efstu konum þegar lokahringurinn hefst og að vera í færi á að blanda sér í baráttu um efstu sætin. „Öll reynslan af LPGA er byrjuð að skila sér og mér líður bara nokkuð vel. Ég náði að halda mér nokkuð rólegri í dag - ég þurfti bara að muna að borða og anda og fleira í þeim dúr,“ sagði hún og brosti. Ólafía sagði eftir PGA-meistaramótið um síðustu helgi að hún hefði gerð byrjendamistök þar. „Ég var ekki nógu dugleg að borða og svo var ég alveg að pissa á mig. Blóðsykurinn féll og það eru algjör byrjendamistök,“ sagði Ólafía þá. Hún missti fáein pútt í gær, þar af stutt pútt fyrir fugli á sautjándu holu eftir frábært teighögg. „Ég hefði kannski viljað vera ákveðnari í sumum púttum í dag. Ég tek því kannski nokkur pútt á æfingasvæðinu en svo ætla ég að hvíla mig.“ Ólafía hefur leik klukkan 14.39 að íslenskum tíma í dag og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 4.
Golf Tengdar fréttir Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23
Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15