30 punda lax á land í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2017 14:15 Hilmar Hansson með 30 punda laxinn Svæðið sem er kennt við Nes í Laxá er líklega eitt best þekkta stórlaxasvæði landsins og á hverju sumri koma á land laxar sem eru um og yfir 100 sm. Það er líka eitt sem einkennir veiðina á þessu svæði en það er sú staðreynd að sömu veiðimennirnir virðast vera afar lunknir við að setja í stórlaxana sem þarna liggja. Í gær kom einn slíkur á land og samkvæmt okkar upplýsingum er þetta stærsti laxinn í sumar en hann var mældur 105 sm og 13.5 kg eða 30 ensk pund. Þessi magnaði lax tók í veiðistaðnum Hornflúð og sá sem setti í hann og landaði er Hilmar Hansson en hann þekkir þetta svæði vel og Veiðivísir hefur áður birt myndir af stólröxum sem hann hefur tekið á þessu svæði en þetta er sé stærsti hingað til hjá Hilmari af Nesi. Það er nokkuð af laxi í Laxá en veiðin stendur núna í 100 löxum frá miðvikudeginum en á sama tíma í fyrra voru komnir 266 laxar á land. Það virðist vera aðeins minna af tveggja ára laxi en 2016 en það sem helst virðist þó halda aftur af veiðitölum þessa dagana er kalt vatn í ánum og kaldur lofthiti. Það er kalt á norðurlandi og takan í Laxá sem og öðrum ám datt niður í gær og eftir þeim fréttum sem við höfum hefur hún verið róleg í morgun enda árnar kaldar. Snjóföl sást í fjöllum og heilt yfir er ekki margt sem minnir á sumar enn sem komið er í þessum landshluta. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Svæðið sem er kennt við Nes í Laxá er líklega eitt best þekkta stórlaxasvæði landsins og á hverju sumri koma á land laxar sem eru um og yfir 100 sm. Það er líka eitt sem einkennir veiðina á þessu svæði en það er sú staðreynd að sömu veiðimennirnir virðast vera afar lunknir við að setja í stórlaxana sem þarna liggja. Í gær kom einn slíkur á land og samkvæmt okkar upplýsingum er þetta stærsti laxinn í sumar en hann var mældur 105 sm og 13.5 kg eða 30 ensk pund. Þessi magnaði lax tók í veiðistaðnum Hornflúð og sá sem setti í hann og landaði er Hilmar Hansson en hann þekkir þetta svæði vel og Veiðivísir hefur áður birt myndir af stólröxum sem hann hefur tekið á þessu svæði en þetta er sé stærsti hingað til hjá Hilmari af Nesi. Það er nokkuð af laxi í Laxá en veiðin stendur núna í 100 löxum frá miðvikudeginum en á sama tíma í fyrra voru komnir 266 laxar á land. Það virðist vera aðeins minna af tveggja ára laxi en 2016 en það sem helst virðist þó halda aftur af veiðitölum þessa dagana er kalt vatn í ánum og kaldur lofthiti. Það er kalt á norðurlandi og takan í Laxá sem og öðrum ám datt niður í gær og eftir þeim fréttum sem við höfum hefur hún verið róleg í morgun enda árnar kaldar. Snjóföl sást í fjöllum og heilt yfir er ekki margt sem minnir á sumar enn sem komið er í þessum landshluta.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði