Amanda Nunes veik og getur ekki barist í kvöld - Romero og Whittaker í aðalbardaga kvöldsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júlí 2017 23:15 Hinn fertugi Yoel Romero. Vísir/Getty UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. UFC 213 fer fram í nótt í Las Vegas. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur bardaginn verið felldur niður. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker upp á bráðabirgðarbeltið í millivigtinni er nú aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Nunes en heimildir herma að hún hafi verið slöpp alla vikuna. Dana White, forseti UFC, sagði þó að Nunes hefði verið læknisfræðilega fær um að keppa en ekki liðið nógu vel til að keppa. Strávigtarmeistari UFC, Joanna Jedrzejczyk, bauðst til þess að stíga inn í stað Nunes en tíminn einfaldlega of knappur til að það hefði getað orðið að veruleika. Eins og áður segir verður bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni en svo kallað bráðabirgðarbelti er í húfi. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping er meiddur og ekki er víst hvenær hann getur snúið aftur og því hefur UFC búið til enn eitt bráðabirgðarbeltið. Yoel Romero er ótrúlegur íþróttamaður sem hlaut silfur í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum árið 2000. Þrátt fyrir að vera með eina bestu glímuferilskrá sem sést hefur í UFC notar hann glímuna ekkert sérstaklega mikið. Af 13 sigrum hans hafa 11 komið eftir rothögg. Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC og þar af sex með rothöggi. Hinn fertugi Romero virðist ekkert vera að hægja á sér og er enn með gríðarlega mikinn sprengikraft. Andstæðingur Romero er Ástralinn Robert Whittaker. Whittaker er 13 árum yngri en Romero og hefur farið hamförum að undanförnu í millivigtinni. Whittaker er með sjö sigra í röð og þar af sex í millivigtinni eftir að hann færði sig upp úr veltivigtinni. Síðast sáum við Whittaker klára ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi og var það hans stærsti sigur á ferlinum til þessa. Whittaker er afar fær standandi og með fjögur rothögg í sex sigrum í millivigtinni. Hann þarf að hafa sig allan við til að bera sigur úr býtum gegn hinum óútreiknanlega Romero. Þetta ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda eru stuðlarnir afar jafnir hjá veðbönkum fyrir þennan bardaga. Þrátt fyrir að við höfum misst Nunes og Shevchenko bardagann er aðalbardagi kvöldsins ekki síðri. UFC 213 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Sjá meira
UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. UFC 213 fer fram í nótt í Las Vegas. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en nú hefur bardaginn verið felldur niður. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker upp á bráðabirgðarbeltið í millivigtinni er nú aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Nunes en heimildir herma að hún hafi verið slöpp alla vikuna. Dana White, forseti UFC, sagði þó að Nunes hefði verið læknisfræðilega fær um að keppa en ekki liðið nógu vel til að keppa. Strávigtarmeistari UFC, Joanna Jedrzejczyk, bauðst til þess að stíga inn í stað Nunes en tíminn einfaldlega of knappur til að það hefði getað orðið að veruleika. Eins og áður segir verður bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni en svo kallað bráðabirgðarbelti er í húfi. Millivigtarmeistarinn Michael Bisping er meiddur og ekki er víst hvenær hann getur snúið aftur og því hefur UFC búið til enn eitt bráðabirgðarbeltið. Yoel Romero er ótrúlegur íþróttamaður sem hlaut silfur í frjálsri glímu á Ólympíuleikunum árið 2000. Þrátt fyrir að vera með eina bestu glímuferilskrá sem sést hefur í UFC notar hann glímuna ekkert sérstaklega mikið. Af 13 sigrum hans hafa 11 komið eftir rothögg. Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC og þar af sex með rothöggi. Hinn fertugi Romero virðist ekkert vera að hægja á sér og er enn með gríðarlega mikinn sprengikraft. Andstæðingur Romero er Ástralinn Robert Whittaker. Whittaker er 13 árum yngri en Romero og hefur farið hamförum að undanförnu í millivigtinni. Whittaker er með sjö sigra í röð og þar af sex í millivigtinni eftir að hann færði sig upp úr veltivigtinni. Síðast sáum við Whittaker klára ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi og var það hans stærsti sigur á ferlinum til þessa. Whittaker er afar fær standandi og með fjögur rothögg í sex sigrum í millivigtinni. Hann þarf að hafa sig allan við til að bera sigur úr býtum gegn hinum óútreiknanlega Romero. Þetta ætti að verða virkilega spennandi bardagi enda eru stuðlarnir afar jafnir hjá veðbönkum fyrir þennan bardaga. Þrátt fyrir að við höfum misst Nunes og Shevchenko bardagann er aðalbardagi kvöldsins ekki síðri. UFC 213 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Sjá meira
Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, segir sína skoðun á bráðabirgðabeltunum hjá UFC. 6. júlí 2017 16:00