Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:00 Söngkonan Kesha getur nú loksins sent frá sér tónlist á ný. Vísir/Getty Tónlistarkonan Kesha hefur gefið út sína fyrstu tónsmíð í fjögur ár en lagið Praying leit dagsins ljós í gær. Kesha hefur undanfarin ár verið föst í viðjum lagaflækja en hún á í deilum við fyrrum útgáfustjóra sinn, sem urðu til þess að hún gat ekki gefið út nýja tónlist. Árið 2014 kærði Kesha upptökustjóra sinn, Dr. Luke, fyrir kynferðisofbeldi. Hún segir hann jafnframt hafa byrlað sér nauðgunarlyf og níðst endurtekið á sér andlega. Dr. Luke hefur ætíð neitað öllum ásökunum Keshu. Málið var látið niður falla í Kaliforníufylki en meðferð þess stendur enn yfir í New York. Lagaflækjurnar hafa valdið því að Kesha, sem er samningsbundin útgáfufyrirtækinu Sony, hefur ekki getað sent frá sér nýja tónlist í nær fjögur ár.Efnið á plötunni vísar í ofbeldið Nú hefur orðið breyting þar á en lagið Praying kom út í gær. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Keshu, Rainbow, sem gefin verður út þann 11. ágúst næstkomandi. Lagið, og platan öll í heild sinni, vísar greinilega í áralanga baráttu söngkonunnar við Dr. Luke, sem heitir fullu nafni Lukas Gottwald, og ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig. „Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir nokkru listaverki áður,“ sagði Kesha um lagið er hún ávarpaði viðstadda í hlustunarpartíi plötunnar sem hún hélt í gær í London. Hún segir lagið farveg fyrir „alvarlegt vonleysi og þunglyndi“ en með því segist hún enn fremur hafa fundið „styrk í sjálfri sér, jafnvel þegar hann virtist utan seilingar.“Önnur lög á plötunni fjalla um sambærileg málefni. Lagið Bastards fjallar um einelti og þá er lagið Woman svar við ummælum Bandaríkjaforseta um konur og hvernig hann „grípur í píkuna á þeim.“ Útgáfufyrirtæki Keshu, Sony/RCA, hefur enn ekki gefið það formlega út hvernig samningum fyrirtækisins við söngkonuna er nú háttað. Síðasta útspil Keshu í tónlistarheiminum var platan Warrior sem kom út árið 2012. Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Tónlistarkonan Kesha hefur gefið út sína fyrstu tónsmíð í fjögur ár en lagið Praying leit dagsins ljós í gær. Kesha hefur undanfarin ár verið föst í viðjum lagaflækja en hún á í deilum við fyrrum útgáfustjóra sinn, sem urðu til þess að hún gat ekki gefið út nýja tónlist. Árið 2014 kærði Kesha upptökustjóra sinn, Dr. Luke, fyrir kynferðisofbeldi. Hún segir hann jafnframt hafa byrlað sér nauðgunarlyf og níðst endurtekið á sér andlega. Dr. Luke hefur ætíð neitað öllum ásökunum Keshu. Málið var látið niður falla í Kaliforníufylki en meðferð þess stendur enn yfir í New York. Lagaflækjurnar hafa valdið því að Kesha, sem er samningsbundin útgáfufyrirtækinu Sony, hefur ekki getað sent frá sér nýja tónlist í nær fjögur ár.Efnið á plötunni vísar í ofbeldið Nú hefur orðið breyting þar á en lagið Praying kom út í gær. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Keshu, Rainbow, sem gefin verður út þann 11. ágúst næstkomandi. Lagið, og platan öll í heild sinni, vísar greinilega í áralanga baráttu söngkonunnar við Dr. Luke, sem heitir fullu nafni Lukas Gottwald, og ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig. „Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir nokkru listaverki áður,“ sagði Kesha um lagið er hún ávarpaði viðstadda í hlustunarpartíi plötunnar sem hún hélt í gær í London. Hún segir lagið farveg fyrir „alvarlegt vonleysi og þunglyndi“ en með því segist hún enn fremur hafa fundið „styrk í sjálfri sér, jafnvel þegar hann virtist utan seilingar.“Önnur lög á plötunni fjalla um sambærileg málefni. Lagið Bastards fjallar um einelti og þá er lagið Woman svar við ummælum Bandaríkjaforseta um konur og hvernig hann „grípur í píkuna á þeim.“ Útgáfufyrirtæki Keshu, Sony/RCA, hefur enn ekki gefið það formlega út hvernig samningum fyrirtækisins við söngkonuna er nú háttað. Síðasta útspil Keshu í tónlistarheiminum var platan Warrior sem kom út árið 2012.
Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira