Carlos Sainz líklegst á förum frá Toro Rosso Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. júlí 2017 22:15 Carlos Sainz í Austurríki í dag. Vísir/Getty Carlos Sainz, spænski ökumaður Toro Rosso liðsins í Formúlu 1 segir ólíklegt að hann verði hjá liðinu á næsta ári. Sainz hafnaði tilboði frá Renault liðinu fyrir yfirstandandi tímabil. Hann valdi í staðinn að halda sig innan Red Bull fjölskyldunnar til að sanna að hann geti tekið að sér akstur fyrir lið í fremstu röð. Engin staða virðist ætla að losna fyrir Sainz hjá systurliði Toro Rosso, Red Bull. Bæði Daniel Ricciardo og Max Verstappen ökumenn Red Bull eru samningsbundnir liðinu á næsta ári. „Það er enn mikið eftir af tímabilinu og þessi orðrómur er alltaf á kreiki. Mitt helsta markmið er að vera með Red Bull liðinu á næsta ári og byrja að berjast um verðlaunasæti og vinna keppnir,“ sagði Sainz við blaðamenn Autosport í Austurríki í dag. „Ég ætla að reyna að láta það gerast. Ef það gerist ekki þá er fjórða árið með Toro Rosso ólíklegt og ég mun ekki loka á nein tækifæri. Ég er reiðubúinn að taka næsta skref á mínum ferli,“ hélt Sainz áfram. Sainz er heilum 25 stigum ofar í heimsmeistarakeppni ökumanna en liðsfélagi sinn, Daniil Kvyat. Sainz segist ætla að einbeita sér að því að standa sig á brautinni. „Ég þarf að sinna vinnu minni sem er að aka bíl eins hratt og hann kemst. Mér líður vel í liðinu og ég hef trú á mér og bílnum, þetta er allt afar jákvætt eins og er,“ sagði Sainz. Formúla Tengdar fréttir Jackie Stewart: Vettel var plataður til í að gera stór mistök Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi veitt Sebastian Vettel í gildru í Bakú síðustu helgi. 4. júlí 2017 21:30 Robert Kubica keyrir fyrir Renault á ný Pólski ökuþórinn Robert Kubica er kominn aftur undir stýri á Formúlu 1 kappakstursbíl eftir að hafa lent í árekstri 2011. 4. júlí 2017 23:30 Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Carlos Sainz, spænski ökumaður Toro Rosso liðsins í Formúlu 1 segir ólíklegt að hann verði hjá liðinu á næsta ári. Sainz hafnaði tilboði frá Renault liðinu fyrir yfirstandandi tímabil. Hann valdi í staðinn að halda sig innan Red Bull fjölskyldunnar til að sanna að hann geti tekið að sér akstur fyrir lið í fremstu röð. Engin staða virðist ætla að losna fyrir Sainz hjá systurliði Toro Rosso, Red Bull. Bæði Daniel Ricciardo og Max Verstappen ökumenn Red Bull eru samningsbundnir liðinu á næsta ári. „Það er enn mikið eftir af tímabilinu og þessi orðrómur er alltaf á kreiki. Mitt helsta markmið er að vera með Red Bull liðinu á næsta ári og byrja að berjast um verðlaunasæti og vinna keppnir,“ sagði Sainz við blaðamenn Autosport í Austurríki í dag. „Ég ætla að reyna að láta það gerast. Ef það gerist ekki þá er fjórða árið með Toro Rosso ólíklegt og ég mun ekki loka á nein tækifæri. Ég er reiðubúinn að taka næsta skref á mínum ferli,“ hélt Sainz áfram. Sainz er heilum 25 stigum ofar í heimsmeistarakeppni ökumanna en liðsfélagi sinn, Daniil Kvyat. Sainz segist ætla að einbeita sér að því að standa sig á brautinni. „Ég þarf að sinna vinnu minni sem er að aka bíl eins hratt og hann kemst. Mér líður vel í liðinu og ég hef trú á mér og bílnum, þetta er allt afar jákvætt eins og er,“ sagði Sainz.
Formúla Tengdar fréttir Jackie Stewart: Vettel var plataður til í að gera stór mistök Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi veitt Sebastian Vettel í gildru í Bakú síðustu helgi. 4. júlí 2017 21:30 Robert Kubica keyrir fyrir Renault á ný Pólski ökuþórinn Robert Kubica er kominn aftur undir stýri á Formúlu 1 kappakstursbíl eftir að hafa lent í árekstri 2011. 4. júlí 2017 23:30 Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jackie Stewart: Vettel var plataður til í að gera stór mistök Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi veitt Sebastian Vettel í gildru í Bakú síðustu helgi. 4. júlí 2017 21:30
Robert Kubica keyrir fyrir Renault á ný Pólski ökuþórinn Robert Kubica er kominn aftur undir stýri á Formúlu 1 kappakstursbíl eftir að hafa lent í árekstri 2011. 4. júlí 2017 23:30
Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32