Sport

Búrið: Bráðabirgðabeltin eru eins og snuð fyrir litlu krakkana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ásgeir Börkur er gestur í Búrinu í kvöld.
Ásgeir Börkur er gestur í Búrinu í kvöld.
Pétur Marinó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson eru gestir Búrsins, upphitunarþátts Stöðvar 2 Sport fyrir UFC, í kvöld.

Um helgina fer fram UFC 213 þar sem eru hrikalega spennandi bardagar á dagskrá. Einn þeirra er á milli Yoel Romero og Robert Whittaker um bráðabirgðabeltið í millivigt.

UFC-aðdáendur eru ekki miklir unnendur þessara bráðabirgðabelta sem hefur fjölgað mikið í seinni tíð. Að þessu sinni er samt hægt að hafa skilning fyrir því.

Ásgeir Börkur, sem er fyrirliði Fylkisliðsins í knattspyrnu, er mikill UFC-aðdáandi og hann er ekki hrifinn.

„Eftir allar breytingarnar á UFC eru bardagakapparnir farnir að kvarta mikið meira en áður fyrr. Þessi belti eru orðin verkfæri fyrir þá sem stýra UFC til þess að róa bardagakappana niður,“ segir Ásgeir Börkur.

„Þá henda þeir þessum bráðabirgðabeltum hingað og þangað. Þetta er eins og snuð fyrir litlu krakkana.“

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 20.30 í kvöld.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×