Ítalir æfir út í Nigellu Lawson vegna carbonara-uppskriftar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2017 16:15 Nigella Lawson setur rjóma og hvítvín út carbonarað sitt en Ítalir eru ósáttir við það tvist sjónvarpskokksins geðþekka. Ítalir eru allt annað en sáttir við breska stjörnukokkinn Nigellu Lawson ef marka má athugasemdirnar við færslu á Facebook-síðu hennar þar sem hún deilir uppskrift sinni að hinum klassíska ítalska rétt spaghettí carbonara. Í uppskriftinni, sem finna má á heimasíðu Nigellu, er að finna rjóma og hvítvín en Ítalirnir eru ekki par hrifnir af því og láta kokkinn heyra það í athugasemdakerfinu. Fjallað er um málið á vef The Telegraph en þar kemur fram að í henni klassísku ítölsku uppskrift að spaghettí carbonara er hvorki að finna rjóma né hvítvín heldur aðeins spaghettí, pancetta (ítalskt beikon), ólífuolíu, eggjarauður, parmesan-ostur og svartur pipar. Einn af þeim sem er ósáttur við Nigellu segir í athugasemd til hennar: „Nigella, þú ert frábær kona en uppskriftirnar þínar eru dauði ítalskra uppskrifta, bókstaflega! Engan rjóma í carbonara, aldrei, bara egg.“ Þá er einn aðdáandi kokksins leiður yfir því að Nigella hafi ekki fylgt klassísku ítölsku uppskriftinni: „Þetta er ekki carbonara. Að nota nafn á vel þekktri uppskrift, aðlaga upprunalegu hráefnin að sínum smekk og bæta öðrum við er ruglandi og gefur rangar væntingar um bragð. Já, við tökum matinn okkar alvarlega.“ Annar sagði Nigellu að þetta væri hennar eigin uppskrift, ekki uppskrift að carbonara, og þá sagði einn að rjómi í carbonara væri „svívirðing við ítalska matargerð.“ Bretland Ítalía Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Ítalir eru allt annað en sáttir við breska stjörnukokkinn Nigellu Lawson ef marka má athugasemdirnar við færslu á Facebook-síðu hennar þar sem hún deilir uppskrift sinni að hinum klassíska ítalska rétt spaghettí carbonara. Í uppskriftinni, sem finna má á heimasíðu Nigellu, er að finna rjóma og hvítvín en Ítalirnir eru ekki par hrifnir af því og láta kokkinn heyra það í athugasemdakerfinu. Fjallað er um málið á vef The Telegraph en þar kemur fram að í henni klassísku ítölsku uppskrift að spaghettí carbonara er hvorki að finna rjóma né hvítvín heldur aðeins spaghettí, pancetta (ítalskt beikon), ólífuolíu, eggjarauður, parmesan-ostur og svartur pipar. Einn af þeim sem er ósáttur við Nigellu segir í athugasemd til hennar: „Nigella, þú ert frábær kona en uppskriftirnar þínar eru dauði ítalskra uppskrifta, bókstaflega! Engan rjóma í carbonara, aldrei, bara egg.“ Þá er einn aðdáandi kokksins leiður yfir því að Nigella hafi ekki fylgt klassísku ítölsku uppskriftinni: „Þetta er ekki carbonara. Að nota nafn á vel þekktri uppskrift, aðlaga upprunalegu hráefnin að sínum smekk og bæta öðrum við er ruglandi og gefur rangar væntingar um bragð. Já, við tökum matinn okkar alvarlega.“ Annar sagði Nigellu að þetta væri hennar eigin uppskrift, ekki uppskrift að carbonara, og þá sagði einn að rjómi í carbonara væri „svívirðing við ítalska matargerð.“
Bretland Ítalía Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira