Gerbreyttur nýr A-Class Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2017 08:58 Flottur nýr Mercedes Benz A-Class. Mercedes Benz vinnur nú að smíði nýrrar kynslóðar minnsta fólksbíls fyrirtækisins, A-Class. Búist er við því að Benz frumsýni bílinn á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann komi á markað skömmu síðar. Bíllinn verður bæði framleiddur í stallbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll og sú útgáfa hans verður gerbreytt í útliti frá fyrri gerðum A-Class. Sú útfærsla bílsins mun fara í sölu í Bandaríkjunum, en Mercedes Benz hefur aldrei selt A-Class þar áður, ekki síst vegna þess að smáir bílar með stallbakslagi hafi ekki átt upp á pallborðið hjá bandarískum kaupendum. Annað gæti átt við A-Class með hefðbundnu skotti og Mercedes Benz ætlar þeim bíl að draga marga nýja kaupendur að Benz bílamerkinu og líklega verður hann seldur á ekki mikið meira en 30.000 dollara vestanhafs, eða rétt ríflega 3 milljónir króna. Nýr A-Class verður smíðaur á MFA undirvagninum sem einnig er að finna undir CLA, GLA og B-Class bílunum. A-Class verður áfram í boði í AMG-kraftaútfærslum og AMG A40 og AMG A45 bílar verða líklega 340 og yfir 400 hestöfl og því rammir af afli fyrir svo smáan bíl. Grunnútfærslur A-Class verða í boði með 1,6 lítra bensínsvél og 1,5 lítra dísilvél, en þó báðum endurbættum og bæði öflugri en fyrr, sem og sparsamari á eldsneytið. Í boði verður 6 gíra beinskipting og tveggja kúplinga sjálfskiptingar, 7 til 9 gíra. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Mercedes Benz vinnur nú að smíði nýrrar kynslóðar minnsta fólksbíls fyrirtækisins, A-Class. Búist er við því að Benz frumsýni bílinn á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann komi á markað skömmu síðar. Bíllinn verður bæði framleiddur í stallbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll og sú útgáfa hans verður gerbreytt í útliti frá fyrri gerðum A-Class. Sú útfærsla bílsins mun fara í sölu í Bandaríkjunum, en Mercedes Benz hefur aldrei selt A-Class þar áður, ekki síst vegna þess að smáir bílar með stallbakslagi hafi ekki átt upp á pallborðið hjá bandarískum kaupendum. Annað gæti átt við A-Class með hefðbundnu skotti og Mercedes Benz ætlar þeim bíl að draga marga nýja kaupendur að Benz bílamerkinu og líklega verður hann seldur á ekki mikið meira en 30.000 dollara vestanhafs, eða rétt ríflega 3 milljónir króna. Nýr A-Class verður smíðaur á MFA undirvagninum sem einnig er að finna undir CLA, GLA og B-Class bílunum. A-Class verður áfram í boði í AMG-kraftaútfærslum og AMG A40 og AMG A45 bílar verða líklega 340 og yfir 400 hestöfl og því rammir af afli fyrir svo smáan bíl. Grunnútfærslur A-Class verða í boði með 1,6 lítra bensínsvél og 1,5 lítra dísilvél, en þó báðum endurbættum og bæði öflugri en fyrr, sem og sparsamari á eldsneytið. Í boði verður 6 gíra beinskipting og tveggja kúplinga sjálfskiptingar, 7 til 9 gíra.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent