Porsche færist nær þátttöku í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 10:10 Frá Formula E keppni. Allar líkur eru til þess að Porsche sé á leiðinni í Formula E keppnisröðina þar sem keppt er á kappakstursbílum eingöngu drifnum áfram með rafmagni. Forstjóri og stjórnarmenn í Porsche hittu forsvarsmenn Formula E mótaraðarinnar í Mónakó um daginn og ræddu þátttöku Porsche í mótaröðinni. Hún gæti orðið strax á keppnisárinu 2018-19. Það hefur lengi verið ljóst að Porsche hyggist á þátttöku í þessari mótaröð og ekki kemur það á óvart í ljósi aukinnar áherslu Porsche á framleiðslu rafmagnsbíla og mikillar velgengni í þolakstursmótaröðinni þar sem Porsche hefur teflt fram bíl sem bæði er knúinn rafmagni og brunavél. Porsche yfirmenn sáust einnig í síðustu Formula E keppni í Berlín og áttu þar víst í frekari viðræðum um þátttöku í keppninni. Porsche hefur látið hafa eftir sér að þar á bæ finnist mönnum að frjálsræði í útfærslu bílanna sem í Formula E keppa sé ekki nógu mikið og ef til vill voru Porsche menn að óska eftir tilslökunum í þeim efnum svo að Porsche huggnist að bætast við sem keppandi. Á næsta keppnistímabili í Formula E er meiningin að breyta fyrirkomulagi á þann hátt að hvert það fyrirtæki sem tekur þátt tefli aðeins fram einum bíl, en ekki tveimur í keppnum. Áhugi Porsche á Formula E mótaröðinni hefur vafalaust ekki minnkað við það að fyrirtækið hyggst hætta að keppa í þolakstursmótaröðinni og kannski er það gert til þess einmitt að einbeita sér að Formula E. Búist er við endanlegri ákvörðun Porche um þátttöku í Formula E seinna á þessu ári. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent
Allar líkur eru til þess að Porsche sé á leiðinni í Formula E keppnisröðina þar sem keppt er á kappakstursbílum eingöngu drifnum áfram með rafmagni. Forstjóri og stjórnarmenn í Porsche hittu forsvarsmenn Formula E mótaraðarinnar í Mónakó um daginn og ræddu þátttöku Porsche í mótaröðinni. Hún gæti orðið strax á keppnisárinu 2018-19. Það hefur lengi verið ljóst að Porsche hyggist á þátttöku í þessari mótaröð og ekki kemur það á óvart í ljósi aukinnar áherslu Porsche á framleiðslu rafmagnsbíla og mikillar velgengni í þolakstursmótaröðinni þar sem Porsche hefur teflt fram bíl sem bæði er knúinn rafmagni og brunavél. Porsche yfirmenn sáust einnig í síðustu Formula E keppni í Berlín og áttu þar víst í frekari viðræðum um þátttöku í keppninni. Porsche hefur látið hafa eftir sér að þar á bæ finnist mönnum að frjálsræði í útfærslu bílanna sem í Formula E keppa sé ekki nógu mikið og ef til vill voru Porsche menn að óska eftir tilslökunum í þeim efnum svo að Porsche huggnist að bætast við sem keppandi. Á næsta keppnistímabili í Formula E er meiningin að breyta fyrirkomulagi á þann hátt að hvert það fyrirtæki sem tekur þátt tefli aðeins fram einum bíl, en ekki tveimur í keppnum. Áhugi Porsche á Formula E mótaröðinni hefur vafalaust ekki minnkað við það að fyrirtækið hyggst hætta að keppa í þolakstursmótaröðinni og kannski er það gert til þess einmitt að einbeita sér að Formula E. Búist er við endanlegri ákvörðun Porche um þátttöku í Formula E seinna á þessu ári.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent