Mikil áhersla lögð á þróun bíla sem bjóða upp á sjálfstýringu Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 09:30 Það verður afslappaður aksturinn í sjálfkeyrandi bílum framtíðarinnar. Skjáskot BMW hefur á undanförnum misserum og árum kynnt mikilvægar tæknilausnir sem fyrirhugaðar eru í nýjum bílum framleiðandans. Þar á meðal eru lausnir sem tengjast vísi að sjálfkeyrandi bílum. Sem dæmi um það má nefna að þegar á árinu 2006, fyrir ellefu árum síðan, fór mannlaus BMW nokkra hringi á keppnisbrautinni í Hockenheim í Þýskalandi. Árið 2011 prófaði BMW svo nýjan sjálfkeyrandi hugmyndabíl á A9 hraðbrautinni, 170 km leið milli München og Nürnberg, og er hann enn í prófun. Árið 2014 kynnti BMW svo tilraunabíl með 360° myndavélakerfi sem skynjar umhverfi bílsins og getur hagað akstrinum með tilliti til nálægra bíla. Sama ár fór sjálfkeyrandi BMW um kappakstursbrautina Las Vegas Motor Speedway þar sem látið var reyna á getu og aksturshæfni hans og stóðs bíllinn fyllilega þær væntingar sem þá voru gerðar til hans.Munu standast krefjandi áskoranirSjálfkeyrandi bílar geta nú þegar lagt sér sjálfir í bílastæði án þess að mannshöndin komi nærri og felur framtíðarsýn BMW, The BMW Vision Next 100, í sér að bílar BMW verði færir um standast allar nauðsynlegar áskoranir við krefjandi aðstæður sem verndi ökumann og farþega á sama tíma og þeir munu geta létt undir með ökumanni við skipulag daglegra anna. Til að vinna að því markmiði hefur BMW t.d. fjárfest í tæknifyrirtækinu HERE sem er sérhæft á sviði kortagerðar og leiðsögu auk þess sem gerðir hafa verið samstarfssamningar við Intel, Mobileye og fleiri sérhæfða aðila í tæknilausnum framtíðarinnar. Hluti af þessari framtíðarsýn er sjálfsstjórnarbúnaður sem BMW hefur þróað og nefnist iNext. Hann verður til að byrja með boðinn með völdum gerðum í BMW 7 línunni innan fárra ára. Stefnt er að því að fyrir árslok verði um 40 slíkir bílar komnir í umferðina í Þýskalandi þar sem gerðar verða umfangsmiklar tilraunir með iNext og unnið að lokahönnun og stöðlun kerfisins áður það verður kynnt á almennum markaði.Fimm þrep á leiðinniBMW skiptir þróuninni í 5 stig þar sem öðru stigi hefur þegar verið náð. Það felst í því að nú getur ökumaður með hjálparbúnaðinum sleppt hendinni af stýri ökutækisins í stuttan tíma og heldur bíllinn sig á akreininni og gætir að nálægð bíla fyrir aftan og á undan. Á þriðja stigi getur ökumaðurinn við vissar aðstæður látið bílinn alfarið um aksturinn, en þarf þó engu að síður að vera viðbúinn að taka stjórnina tafarlaust aftur gerist þess þörf. Vísi að þessum áfanga sjáum við nú þegar í ákveðnum bílgerðum. Á fjórða stigi mun ökumaðurinn geta farið að sofa í ökumannssætinu í umferð þar sem akreinarnar eru aðskildar umferð úr gagnstæðri átt. Hann þarf þó engu að síður þurfa að vera í standi til að aka, gerist þess þörf. Á fimmta stigi mun bíllinn vera fær um að sjá alfarið um aksturinn við hvaða aðstæður sem er í umferðinni og verður ekki nauðynlegt að farþegarnir kunni að aka bíl til að geta farið í bíltúr. Stýri og fótpedalar verða þó engu að síður til staðar fyrir þá sem kjósa að aka bílnum sjálfir í umferðinni - enda hyggst framleiðandinn ekki spilla ánægju þeirra sem áfram vilja njóta þess að aka BMW.Þróun búnaðarÍ dag er það mjög fullkominn myndavélabúnaður sem gætir að umhverfinu í kring, meðal annars að gangandi vegfarendum. Gert er ráð fyrir að 2021 verði lokahönnun þriðja og fjórða stigs með iNext komin í ákveðnar gerðir BMW en þá munu laser- og hljóðbylgjunemar ásamt ratsjárkerfum greina umhverfið í kring með nákvæmari hætti en nú þekkist í bílum. Kerfin munu þá einnig geta miðlað og tekið á móti miklum og flóknum samtímaupplýsingum, svo sem um aðstæður framundan í vegakerfinu. Slíkt getur verið afar þægilegt fyrir íbúa stórborga þar sem hraðbrautir geta lokast tímunum saman vegna umferðaróhappa, snjókomu eða af öðrum ófyrirséðum ástæðum. Árið 2030 gerir BMW ráð fyrir að kynna fimmta stig fyrir sjálfkeyrandi bíla sem verður þróað fyrir valdar stórborgir með margar milljónir íbúa. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent
BMW hefur á undanförnum misserum og árum kynnt mikilvægar tæknilausnir sem fyrirhugaðar eru í nýjum bílum framleiðandans. Þar á meðal eru lausnir sem tengjast vísi að sjálfkeyrandi bílum. Sem dæmi um það má nefna að þegar á árinu 2006, fyrir ellefu árum síðan, fór mannlaus BMW nokkra hringi á keppnisbrautinni í Hockenheim í Þýskalandi. Árið 2011 prófaði BMW svo nýjan sjálfkeyrandi hugmyndabíl á A9 hraðbrautinni, 170 km leið milli München og Nürnberg, og er hann enn í prófun. Árið 2014 kynnti BMW svo tilraunabíl með 360° myndavélakerfi sem skynjar umhverfi bílsins og getur hagað akstrinum með tilliti til nálægra bíla. Sama ár fór sjálfkeyrandi BMW um kappakstursbrautina Las Vegas Motor Speedway þar sem látið var reyna á getu og aksturshæfni hans og stóðs bíllinn fyllilega þær væntingar sem þá voru gerðar til hans.Munu standast krefjandi áskoranirSjálfkeyrandi bílar geta nú þegar lagt sér sjálfir í bílastæði án þess að mannshöndin komi nærri og felur framtíðarsýn BMW, The BMW Vision Next 100, í sér að bílar BMW verði færir um standast allar nauðsynlegar áskoranir við krefjandi aðstæður sem verndi ökumann og farþega á sama tíma og þeir munu geta létt undir með ökumanni við skipulag daglegra anna. Til að vinna að því markmiði hefur BMW t.d. fjárfest í tæknifyrirtækinu HERE sem er sérhæft á sviði kortagerðar og leiðsögu auk þess sem gerðir hafa verið samstarfssamningar við Intel, Mobileye og fleiri sérhæfða aðila í tæknilausnum framtíðarinnar. Hluti af þessari framtíðarsýn er sjálfsstjórnarbúnaður sem BMW hefur þróað og nefnist iNext. Hann verður til að byrja með boðinn með völdum gerðum í BMW 7 línunni innan fárra ára. Stefnt er að því að fyrir árslok verði um 40 slíkir bílar komnir í umferðina í Þýskalandi þar sem gerðar verða umfangsmiklar tilraunir með iNext og unnið að lokahönnun og stöðlun kerfisins áður það verður kynnt á almennum markaði.Fimm þrep á leiðinniBMW skiptir þróuninni í 5 stig þar sem öðru stigi hefur þegar verið náð. Það felst í því að nú getur ökumaður með hjálparbúnaðinum sleppt hendinni af stýri ökutækisins í stuttan tíma og heldur bíllinn sig á akreininni og gætir að nálægð bíla fyrir aftan og á undan. Á þriðja stigi getur ökumaðurinn við vissar aðstæður látið bílinn alfarið um aksturinn, en þarf þó engu að síður að vera viðbúinn að taka stjórnina tafarlaust aftur gerist þess þörf. Vísi að þessum áfanga sjáum við nú þegar í ákveðnum bílgerðum. Á fjórða stigi mun ökumaðurinn geta farið að sofa í ökumannssætinu í umferð þar sem akreinarnar eru aðskildar umferð úr gagnstæðri átt. Hann þarf þó engu að síður þurfa að vera í standi til að aka, gerist þess þörf. Á fimmta stigi mun bíllinn vera fær um að sjá alfarið um aksturinn við hvaða aðstæður sem er í umferðinni og verður ekki nauðynlegt að farþegarnir kunni að aka bíl til að geta farið í bíltúr. Stýri og fótpedalar verða þó engu að síður til staðar fyrir þá sem kjósa að aka bílnum sjálfir í umferðinni - enda hyggst framleiðandinn ekki spilla ánægju þeirra sem áfram vilja njóta þess að aka BMW.Þróun búnaðarÍ dag er það mjög fullkominn myndavélabúnaður sem gætir að umhverfinu í kring, meðal annars að gangandi vegfarendum. Gert er ráð fyrir að 2021 verði lokahönnun þriðja og fjórða stigs með iNext komin í ákveðnar gerðir BMW en þá munu laser- og hljóðbylgjunemar ásamt ratsjárkerfum greina umhverfið í kring með nákvæmari hætti en nú þekkist í bílum. Kerfin munu þá einnig geta miðlað og tekið á móti miklum og flóknum samtímaupplýsingum, svo sem um aðstæður framundan í vegakerfinu. Slíkt getur verið afar þægilegt fyrir íbúa stórborga þar sem hraðbrautir geta lokast tímunum saman vegna umferðaróhappa, snjókomu eða af öðrum ófyrirséðum ástæðum. Árið 2030 gerir BMW ráð fyrir að kynna fimmta stig fyrir sjálfkeyrandi bíla sem verður þróað fyrir valdar stórborgir með margar milljónir íbúa.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent