Tekjublaðið Magnús Guðmundsson skrifar 3. júlí 2017 07:00 Það er þessi tími ársins sem þjóðin eyðir einhverjum dögum í að skoða hverjir hafa hæstu tekjurnar, hafa það best og eiga flest og guð má vita hvað og sitt sýnist hverjum eins og gengur. Þannig hefur það löngum verið á Íslandi og verður eflaust alltaf í landi þar sem misskiptingin er mikil og sumir búa við einhvern svimandi veruleika sem er okkur hinum viðlíka framandi og líf á öðrum hnöttum. Og einu sinni á ári flettum við tekjublaðinu og veltum því fyrir okkur hvernig það væri að vera á meðal geimveranna sem svífa þarna einhvers staðar fyrir ofan okkur og allt um kring á bleiku skýi. Stundum eru þessar vangaveltur kallaðar öfund eða eitthvað þaðan af verra en eitt er víst og það er að góðu fréttirnar eru væntanlega að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af þessu fólki, það spjarar sig greinilega. Vondu fréttirnar eru að það er nóg af fólki, það er líklega ekki í tekjublaðinu, sem býr við veruleika sem er mörgum eflaust fullkomlega framandi. Því það er sama hvað stjórnmálamenn og fylgismenn þeirra hamra á því að hér sé bullandi góðæri, hvínandi hagvöxtur og allir hafi það óskaplega gott, þá er það ekki veruleikinn. Því þó svo margir hafi það gott á Íslandi og sumir hafi það frábært þá er veruleikinn sá að sumir búa við algjörlega óásættanleg lífskjör á Íslandi. Á sama tíma og þjóðin skoðaði hver hefur hversu miklar tekjur og hver á hvað þá fengu margir kaldar kveðjur frá þessu sama samfélagi. Fjölmargir eldri borgarar og öryrkjar eiga til að mynda að komast af á 280.000 krónum á mánuði og það sér hver heilvita maður að er ekki í lagi. Sumir fengu meira að segja tilkynningu um að þeir hefðu fengið of mikið á einhverjum tímapunkti frá kerfinu og að þeir þurfi því að sætta sig við enn minna á næstu mánuðum. Það er ekkert góðæri á þeim bæjum. Á Íslandi eru líka börn sem fara svöng að sofa vegna þess að þau búa við fátækt og allar þær félagslegu raunir og gildrur sem henni fylgja. Þau éta ekki hagvöxtinn fyrir háttinn. Nú og svo eru það þeir sem glíma við langvinn veikindi og jafnvel ólæknandi sjúkdóma sem leggja fjárhaginn í rúst á undraverðum hraða og standa frammi fyrir bæði fjárhagsvandræðum og veikindum í sömu andrá. Ætli þeim líði betur að vita af því að lífskjörin hafa aldrei verið betri? Það er sjálfsagt og í góðu lagi að gleðjast yfir því sem vel gengur en það er ekki verkefni stjórnmálanna. Gleðin yfir efnahagslegri velgengni samfélagsins í heild hlýtur að vera fólgin í því að við getum þá gert betur við þá sem mest þurfa á því að halda. En ef gleðin felur það í sér að dansa í kringum gullkálfinn fremur en að gera eitthvað í þessum málum þá er illa komið fyrir íslensku samfélagi. Því stjórnmál, eða öllu heldur stjórnmálamenn, sem láta sig þetta engu varða eru einskis virði. Verkefni stjórnmálanna er nefnilega að gæta að hagsmunum og lífsgæðum allra þegna þessa lands en ekki einvörðungu þeirra sem eru efstir á blaði í tekjublaðinu margfræga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er þessi tími ársins sem þjóðin eyðir einhverjum dögum í að skoða hverjir hafa hæstu tekjurnar, hafa það best og eiga flest og guð má vita hvað og sitt sýnist hverjum eins og gengur. Þannig hefur það löngum verið á Íslandi og verður eflaust alltaf í landi þar sem misskiptingin er mikil og sumir búa við einhvern svimandi veruleika sem er okkur hinum viðlíka framandi og líf á öðrum hnöttum. Og einu sinni á ári flettum við tekjublaðinu og veltum því fyrir okkur hvernig það væri að vera á meðal geimveranna sem svífa þarna einhvers staðar fyrir ofan okkur og allt um kring á bleiku skýi. Stundum eru þessar vangaveltur kallaðar öfund eða eitthvað þaðan af verra en eitt er víst og það er að góðu fréttirnar eru væntanlega að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af þessu fólki, það spjarar sig greinilega. Vondu fréttirnar eru að það er nóg af fólki, það er líklega ekki í tekjublaðinu, sem býr við veruleika sem er mörgum eflaust fullkomlega framandi. Því það er sama hvað stjórnmálamenn og fylgismenn þeirra hamra á því að hér sé bullandi góðæri, hvínandi hagvöxtur og allir hafi það óskaplega gott, þá er það ekki veruleikinn. Því þó svo margir hafi það gott á Íslandi og sumir hafi það frábært þá er veruleikinn sá að sumir búa við algjörlega óásættanleg lífskjör á Íslandi. Á sama tíma og þjóðin skoðaði hver hefur hversu miklar tekjur og hver á hvað þá fengu margir kaldar kveðjur frá þessu sama samfélagi. Fjölmargir eldri borgarar og öryrkjar eiga til að mynda að komast af á 280.000 krónum á mánuði og það sér hver heilvita maður að er ekki í lagi. Sumir fengu meira að segja tilkynningu um að þeir hefðu fengið of mikið á einhverjum tímapunkti frá kerfinu og að þeir þurfi því að sætta sig við enn minna á næstu mánuðum. Það er ekkert góðæri á þeim bæjum. Á Íslandi eru líka börn sem fara svöng að sofa vegna þess að þau búa við fátækt og allar þær félagslegu raunir og gildrur sem henni fylgja. Þau éta ekki hagvöxtinn fyrir háttinn. Nú og svo eru það þeir sem glíma við langvinn veikindi og jafnvel ólæknandi sjúkdóma sem leggja fjárhaginn í rúst á undraverðum hraða og standa frammi fyrir bæði fjárhagsvandræðum og veikindum í sömu andrá. Ætli þeim líði betur að vita af því að lífskjörin hafa aldrei verið betri? Það er sjálfsagt og í góðu lagi að gleðjast yfir því sem vel gengur en það er ekki verkefni stjórnmálanna. Gleðin yfir efnahagslegri velgengni samfélagsins í heild hlýtur að vera fólgin í því að við getum þá gert betur við þá sem mest þurfa á því að halda. En ef gleðin felur það í sér að dansa í kringum gullkálfinn fremur en að gera eitthvað í þessum málum þá er illa komið fyrir íslensku samfélagi. Því stjórnmál, eða öllu heldur stjórnmálamenn, sem láta sig þetta engu varða eru einskis virði. Verkefni stjórnmálanna er nefnilega að gæta að hagsmunum og lífsgæðum allra þegna þessa lands en ekki einvörðungu þeirra sem eru efstir á blaði í tekjublaðinu margfræga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júlí.