Valdís Þóra: Taugarnar voru þandar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 18:30 Valdís Þóra á Opna bandaríska. mynd/seth/gsimyndir Valdís Þóra Jónsdóttir freistar þess á næstu dögum að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í golfi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Valdísi en í síðustu viku keppti hún á Opna bandaríska meistaramótinu, fyrst Íslendinga. „Þetta var mjög skemmtilegt; risastórt mót og mikil umgjörð. Og það var gaman að sjá að það var ekkert minna sett í þetta en karlamótin,“ sagði Valdís í samtali við Vísi í golfskála Keilis í dag. Hún viðurkennir að hafa fundið fyrir sviðsskrekk fyrst í stað á Opna bandaríska. „Ég hefði viljað byrja betur en taugarnar voru þandar þótt maður hafi ekki fundið það almennilega. Það sáust högg sem hafa ekkert sést áður hjá mér og maður tengir það við stressið. En ég barðist allan tímann og komst í helling af færum,“ sagði Valdís. Fyrir utan fyrstu holurnar var Valdís nokkuð sátt með frammistöðuna á Opna bandaríska. „Fyrir utan þessar fyrstu sex holur spilaði ég mjög vel. Þessi byrjun fór með mig,“ sagði Valdís sem er nú mætt aftur til Íslands og tekur þátt á Íslandsmótinu á Hvaleyrarvelli sem hefst á morgun. „Er þetta ekki bara eins?“ sagði Valdís aðspurð hvort það væru ekki viðbrigði að koma heim eftir að hafa keppt á risamóti eins og Opna bandaríska. „Völlurinn er fínu standi. Nýju holurnar eru flottar og það verður skemmtilegt að spila þær á mótinu,“ sagði Valdís sem varð Íslandsmeistari 2009 og 2012. Hún missti af Íslandsmeistaratitlinum í fyrra eftir mikið einvígi við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem verður ekki með á Íslandsmótinu að þessu sinni. Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Valdís Þóra: Var einhver hræðsla í byrjun Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer nú fram á Trump National Golf Club í New Jersey. 14. júlí 2017 22:03 Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. 14. júlí 2017 18:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir freistar þess á næstu dögum að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í golfi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Valdísi en í síðustu viku keppti hún á Opna bandaríska meistaramótinu, fyrst Íslendinga. „Þetta var mjög skemmtilegt; risastórt mót og mikil umgjörð. Og það var gaman að sjá að það var ekkert minna sett í þetta en karlamótin,“ sagði Valdís í samtali við Vísi í golfskála Keilis í dag. Hún viðurkennir að hafa fundið fyrir sviðsskrekk fyrst í stað á Opna bandaríska. „Ég hefði viljað byrja betur en taugarnar voru þandar þótt maður hafi ekki fundið það almennilega. Það sáust högg sem hafa ekkert sést áður hjá mér og maður tengir það við stressið. En ég barðist allan tímann og komst í helling af færum,“ sagði Valdís. Fyrir utan fyrstu holurnar var Valdís nokkuð sátt með frammistöðuna á Opna bandaríska. „Fyrir utan þessar fyrstu sex holur spilaði ég mjög vel. Þessi byrjun fór með mig,“ sagði Valdís sem er nú mætt aftur til Íslands og tekur þátt á Íslandsmótinu á Hvaleyrarvelli sem hefst á morgun. „Er þetta ekki bara eins?“ sagði Valdís aðspurð hvort það væru ekki viðbrigði að koma heim eftir að hafa keppt á risamóti eins og Opna bandaríska. „Völlurinn er fínu standi. Nýju holurnar eru flottar og það verður skemmtilegt að spila þær á mótinu,“ sagði Valdís sem varð Íslandsmeistari 2009 og 2012. Hún missti af Íslandsmeistaratitlinum í fyrra eftir mikið einvígi við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem verður ekki með á Íslandsmótinu að þessu sinni.
Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Valdís Þóra: Var einhver hræðsla í byrjun Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer nú fram á Trump National Golf Club í New Jersey. 14. júlí 2017 22:03 Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. 14. júlí 2017 18:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45
Valdís Þóra: Var einhver hræðsla í byrjun Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer nú fram á Trump National Golf Club í New Jersey. 14. júlí 2017 22:03
Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. 14. júlí 2017 18:30