Sport

Gunnar fellur um þrjú sæti á styrkleikalistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar er kominn niður í 11. sæti styrkleikalista UFC.
Gunnar er kominn niður í 11. sæti styrkleikalista UFC. MYND/MJOLNIR.IS/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR
Gunnar Nelson fellur um þrjú sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt. Hann er nú í 11. sæti listans.

Gunnar tapaði fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow á sunnudagskvöldið.

Ponzinibbio stekkur upp um sex sæti og í 8. sætið þar sem Gunnar var fyrir bardagann í Glasgow.

Engin breyting er á efstu fjórum sætum styrkleikalistans en Carlos Condit er kominn upp í 5. sætið.

Demian Maia vermir toppsæti listans og Stephen Thompson er í 2. sæti.

 

Listann í heild inni má sjá með því að smella hér.

Mynd/Sóllilja Baltasars
MMA

Tengdar fréttir

Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa

Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum.

Gunnar: Ég varð gráðugur

Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow.

Ponzinibbio: Ég er besti bardagamaður heims

Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio mætir Gunnari Nelson í Glasgow í kvöld. Hann var hvers manns hugljúfi á fjölmiðladeginum. Talaði ágæta ensku en einhverra hluta vegna gekk honum illa að skilja aðra sem töluðu tungumálið. En honum líður vel og er þakklátur fyrir þetta stóra tækifæri.

Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband

Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum.

Ponzinibbio rotaði Gunnar

Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×