Skólavörðuholt var Skipton Hill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2017 10:00 "Ég kynntist Vestur-Íslendingnum Ragnari Stefánssyni í háskólanum 1962. Hann gaf mér kortin með ensku örnefnunum sem trúnaðarmál. En nú hefur banninu verið aflétt,“ segir Guðlaugur. Vísir/Andri Marinó Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu nefnist grein í nýútkomnu hefti ritsins Orð og tunga sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út. Greinin er eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson sagnfræðing. Þar fjallar hann um ensk heiti á höfuðborgarsvæðinu sem breski og bandaríski herinn skráði á kort og notaði í skjölum og mæltu máli. Þegar Guðlaugur komst yfir þau kort fyrst, í upphafi 7. áratugarins, hvíldi yfir þeim leynd sem nú hefur verið aflétt. „Sum íslensk nöfn gátu hermennirnir notað eins og Grótta, Viðey og Kársnes, sem þeir nefndu Grotta, Vidhey og Korsnes. En Skólavörðuholt var þeim álíka mikill tungubrjótur og Eyjafjallajökull varð mörgum þegar hann gaus, svo holtið skírðu þeir Skipton Hill og kampinn Camp Skipton,“ nefnir Guðlaugur sem dæmi. Sjálfur bjó Guðlaugur nærri Skólavörðuholtinu meðan Camp Skipton var þar og kveðst hafa sótt dálítið þangað inn. „Þar voru litlar flugvélar með þýskum merkjum, svona hálfur metri á lengd, úr hörðu gúmmíi, þeim var stillt upp og hermennirnir skutu á þær. Við strákarnir reyndum að ná þessum skutlum og ég átti lengi tvær,“ rifjar hann upp. „Þá voru krakkar úti allan daginn og þvældust um, við fórum alveg vestur í Kamp Knox sem var þar sem Vesturbæjarlaug er nú. Þetta var ævintýralegt líf og Kanarnir voru ekkert að stugga við okkur krökkunum, gáfu okkur frekar tyggjó.“ En að örnefnunum. Gamli Bústaðavegur heitir á kortum hersins Edward Road. Hann lá að gatnamótum sem Bretar nefndu Piccadilly Circus og er þar sem Bústaðavegur mætir nú Grensásvegi – Harley Street. Sogavegur hét Tower Hill Road. „Erlendu örnefnin náðu aldrei fótfestu, þótt þau væru mikið notuð, sérstaklega eftir að Bandaríkjamenn komu því þeir voru með svo mikla tækni í sambandi við loftmyndir og gerðu góð kort. Þeir notuðu mörg af örnefnunum sem Bretarnir höfðu gefið stöðum, hverfum og vegum og voru öll frá Englandi. Skírðu þó suma staði upp og voru hrifnari af nöfnum sem tengdust hershöfðingjum og hetjum úr ameríska hernum. Það sem ég minnist á í greininni er bara örlítill hluti af þessum nöfnum, því kamparnir á landinu voru yfir 300 þegar þeir voru flestir, þar af 80 á Reykjavíkursvæðinu og hermennirnir voru tæplega 40 þúsund þegar þeir voru flestir.“ Guðlaugur telur íslenska málverndarsinna hafa látið þessi erlendu örnefni óátalin. „Þeir Íslendingar sem fengust við skipulag og fleira í tengslum við herinn þekktu þessi nöfn en það voru líka íslensk nöfn á öllum kömpunum sem Íslendingar notuðu sín á milli en erlendu nöfnin í samskiptum við hermennina svo enginn misskilningur skapaðist í tengslum við starfsemina. Sérstaklega var það mikilvægt í sambandi við götur og aðrar leiðir milli staða ef innrás hefði verið gerð. Erlendu nöfnin hurfu ótrúlega fljótt úr máli manna eftir að herinn fór. Það kom meðal annars til af því að Íslendingar voru svo nýkomnir á mölina og héldu sinni menningu en voru kannski ekkert svo sleipir í ensku. Það siðrof sem varð á þessum hernámstíma varð ekki eins áberandi í þessum efnum og mörgum öðrum.“ Dæmi um ensk og íslensk örnefni: Trigger Point-Gufuneshöfði Salmon River-Elliðaárnar Gardar Peninsula-Álftanes Casement Hill-Grensás í Reykjavík Howitzer Hill-Öskjuhlíð Puffin Bay-Arnarnesvogur í Garðabæ Whale Hill-Digranes Salmin River-Árkjaftar Elliðavoga Keighley Hill-Valhúsahæð Menning Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu nefnist grein í nýútkomnu hefti ritsins Orð og tunga sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út. Greinin er eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson sagnfræðing. Þar fjallar hann um ensk heiti á höfuðborgarsvæðinu sem breski og bandaríski herinn skráði á kort og notaði í skjölum og mæltu máli. Þegar Guðlaugur komst yfir þau kort fyrst, í upphafi 7. áratugarins, hvíldi yfir þeim leynd sem nú hefur verið aflétt. „Sum íslensk nöfn gátu hermennirnir notað eins og Grótta, Viðey og Kársnes, sem þeir nefndu Grotta, Vidhey og Korsnes. En Skólavörðuholt var þeim álíka mikill tungubrjótur og Eyjafjallajökull varð mörgum þegar hann gaus, svo holtið skírðu þeir Skipton Hill og kampinn Camp Skipton,“ nefnir Guðlaugur sem dæmi. Sjálfur bjó Guðlaugur nærri Skólavörðuholtinu meðan Camp Skipton var þar og kveðst hafa sótt dálítið þangað inn. „Þar voru litlar flugvélar með þýskum merkjum, svona hálfur metri á lengd, úr hörðu gúmmíi, þeim var stillt upp og hermennirnir skutu á þær. Við strákarnir reyndum að ná þessum skutlum og ég átti lengi tvær,“ rifjar hann upp. „Þá voru krakkar úti allan daginn og þvældust um, við fórum alveg vestur í Kamp Knox sem var þar sem Vesturbæjarlaug er nú. Þetta var ævintýralegt líf og Kanarnir voru ekkert að stugga við okkur krökkunum, gáfu okkur frekar tyggjó.“ En að örnefnunum. Gamli Bústaðavegur heitir á kortum hersins Edward Road. Hann lá að gatnamótum sem Bretar nefndu Piccadilly Circus og er þar sem Bústaðavegur mætir nú Grensásvegi – Harley Street. Sogavegur hét Tower Hill Road. „Erlendu örnefnin náðu aldrei fótfestu, þótt þau væru mikið notuð, sérstaklega eftir að Bandaríkjamenn komu því þeir voru með svo mikla tækni í sambandi við loftmyndir og gerðu góð kort. Þeir notuðu mörg af örnefnunum sem Bretarnir höfðu gefið stöðum, hverfum og vegum og voru öll frá Englandi. Skírðu þó suma staði upp og voru hrifnari af nöfnum sem tengdust hershöfðingjum og hetjum úr ameríska hernum. Það sem ég minnist á í greininni er bara örlítill hluti af þessum nöfnum, því kamparnir á landinu voru yfir 300 þegar þeir voru flestir, þar af 80 á Reykjavíkursvæðinu og hermennirnir voru tæplega 40 þúsund þegar þeir voru flestir.“ Guðlaugur telur íslenska málverndarsinna hafa látið þessi erlendu örnefni óátalin. „Þeir Íslendingar sem fengust við skipulag og fleira í tengslum við herinn þekktu þessi nöfn en það voru líka íslensk nöfn á öllum kömpunum sem Íslendingar notuðu sín á milli en erlendu nöfnin í samskiptum við hermennina svo enginn misskilningur skapaðist í tengslum við starfsemina. Sérstaklega var það mikilvægt í sambandi við götur og aðrar leiðir milli staða ef innrás hefði verið gerð. Erlendu nöfnin hurfu ótrúlega fljótt úr máli manna eftir að herinn fór. Það kom meðal annars til af því að Íslendingar voru svo nýkomnir á mölina og héldu sinni menningu en voru kannski ekkert svo sleipir í ensku. Það siðrof sem varð á þessum hernámstíma varð ekki eins áberandi í þessum efnum og mörgum öðrum.“ Dæmi um ensk og íslensk örnefni: Trigger Point-Gufuneshöfði Salmon River-Elliðaárnar Gardar Peninsula-Álftanes Casement Hill-Grensás í Reykjavík Howitzer Hill-Öskjuhlíð Puffin Bay-Arnarnesvogur í Garðabæ Whale Hill-Digranes Salmin River-Árkjaftar Elliðavoga Keighley Hill-Valhúsahæð
Menning Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira