Game of Thrones: Norðrið man! Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2017 08:45 Robb og Talisa Stark í Rauða brúðkaupinu. Vísir/HBO Nú er langur vetur að enda kominn, og reyndar stór hluti „sumarsins“, og Game of Thrones er því snúið aftur. Lífið getur haldið áfram. Eins og svo oft áður, þá vörum við við spennuspillum. Hér að neðan verður farið yfir hvað gerðist í síðasta þætti. Þá verður ýmislegt rifjað upp og einnig verður farið yfir hvað getur gerst í framtíðinni. Svo eitthvað sé nefnt. Þannig að ef þið eigið eftir að horfa á nýjasta þáttinn er ekki sniðugt að fara niður fyrir GIF-ið hér að neðan. Þar að auki. Ef þú ert ein/einn af þeim sem getur ekki horft á þætti sem „geta ekki gerst í alvörunni“, [Ugh] þá viljum við hin ekki hafa þig hér. Stundum er best að byrja á byrjuninni og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. Það getur varla talist eðlilegt að það líði nánast yfir mann af gleði við það að sjá Walder Frey, en í þetta skiptið vissum við að þarna var einhver annar á ferð. Þar kom enginn annar en Arya Stark til greina, þar sem hún myrti hann og syni hans í síðustu þáttaröð. Nú var komið að allri Frey ættinni í heild sinni. NORÐRIÐ MAN! „Skiljið einn úlf eftir lifandi og kindurnar eru ekki óhultar.“Bara fólk Þetta var án efa flottasta atriði Aryu í þáttunum hingað til. Hún er þó ekki hætt því listinn hennar var nokkuð langur. Vulture er með yfirlit yfir listann hennar, þar sem sjá má hverjir eru á honum, af hverju og hvaða nöfn búið er að stroka út. Seinna í þættinum lagði hún af stað frá The Twins til Kings Landing. Á leiðinni heyrði hún þó skringilega fagra rödd og rambaði á engan annan en Ed Sheeran. Þar var hann í hlutverki Lannister hermanns á leið norður til The Riverlands. Þetta atriði hefur verið gagnrýnt nokkuð sem PR-stunt, en ég er að mestu ósammála þeirri gagnrýni. Þarna voru á ferðinni ungir og góðlyndir menn sem sögðust einungis vilja fara aftur heim. Það eru ekki allir óvinir Aryu sem vont fólk. Það eru ekki margar persónur í söguheimi GRRM sem hægt er að segja að séu sérstaklega illar. Að mestu er þetta bara ósköp venjulegt fólk í erfiðum aðstæðum.Í þættinum fengum við einnig að sjá Jon Snow, Hvíta úlfinn, og hvernig hann er að standa sig í hlutverki konungs norðursins. Hann skipar lávörðum sínum að þjálfa alla menn á aldrinum tíu til 60 til hernaðar og konurnar einnig til að berjast gegn hinum dauðu. Sem féll í grýttan jarðveg þar til Lyanna Mormont, lét þessa gömlu karla heyra það. #GirlPower Eitt af hans fyrstu verkum kveikti þó ákveðnar viðvörunarbjöllur hjá mér. Það var þegar hann var að ákveða framtíð Karstark og Umber ættanna, sem báðar börðust með Ramsay Bolton. Jon neitar að refsa börnum fyrir glæpi feðra þeirra og leyfir ættunum að halda köstulum sínum og sverja hollustueið.Höfuðlausir heiðursmenn Jon Snow er greinilega mikill heiðursmaður og það hefur aldrei endað vel fyrir nokkurn meðlim Stark fjölskyldunnar. ALDREI!Eddard Stark sýndi heiður sinn með því að láta Cersei Lannister vita af því að hann vissi að börn hennar væru ekki börn Roberts konungs, heldur börn Jaime Lannister, bróður hennar. Hann vildi gefa henni tækifæri á að flýja með börnin. Þess í stað drap hún Robert og myndaði bandalög gegn Ned og hann missti höfuðið. Jei!Robb Stark var einnig mikill heiðursmaður. Hann gerði ástkonu sína ólétta og ákvað því að giftast henni. Hann var reyndar búinn að lofa að giftast einni af dætrum Walder Frey, sem tók svikunum ekki vel. Frey gerði bandalag við Lannisterættina og Robb missti höfuðið í Rauða brúðkaupinu. Jei!Verður ávallt drullusokkurSansa Stark er greinilega ekki jafn mikið fyrir heiðurinn og Jon og það kom upp ákveðin spenna á milli þeirra. Sú spenna mun líklega aukast þeirra á milli í næstu þáttum. Hún er þó einnig í einhverri fýlu við Petyr Baelish, aka Littlefinger. Það er gott, því ég verð ávallt sannfærður um að hann sé drullusokkur.Í Westeros geta drullusokkar þó alltaf hætt að vera drullusokkar. Jamie Lannister er langt frá því að vera jafn slæmur og hann var. Við vitum meira um hvað hann gerði og af hverju og við vitum einnig að hann notar hroka og stæla sem skjöld. Svipaða sögu er að segja af Hundinum, Sandor Clegane. Hann var eitt sinn risastór drullusokkur, en hefur verið að sýna á sér nýjar hliðar síðustu þáttaraðir. Hundurinn er nú á leið norður til Winterfell ásamt þeim ódauða Beric Dondarrion og prestinum/stríðsmanninum Thoros of Myr. Þar að auki eru meðlimir Brotherhood without banners með þeim. Á leiðinni norður gistu þeir í húsi þar sem finna mátti lík ungrar stúlku og fullorðins manns. Komum aðeins aftur að því eftir smá. Beric Dondarrion var eða er lávarður Blackhaven, sem er suður af Kings Landing, og undir stjórn Robert Baratheon. Í fyrstu þáttaröð GOT sendi Eddard Stark hann til þess að handsama Gregor Clegane, eða Fjallið sem ríður, (no pun intended. e. Mountain that rides, ég skrifaði þetta ekki) eftir að hinn stóri hafði farið ránshendi um Riverlands. Þarna hafði Catelyn Stark rænt Tyrion Lannister og Jaime var nýbúinn að særa Eddard í bardaga.Tywin Lannister hafði sent Fjallið til Riverlands og átti hann að valda miklum usla þar til þess að draga Eddard frá Kings Landing og drepa hann. Fjallið þurfti þó að sætta sig við Dondarrion og drap hann í umsátri. Thoros fann Beric og án þess að ætla sér það lífgaði hann Beric við þegar hann bað til guðsins R'hllor yfir líki Dondarrion. Það er sami guð og Melisandre tilbiður og notaði til að vekja Jon Snow til lífsins aftur. Saman stofnuðu þeir Brotherhood Without Banners, hóp útlaga sem börðust gegn herjum Lannister ættarinnar í Riverlands. Thoros og Beric vita af hinum dauðu og eru að leiða þá sem eftir eru í bræðralaginu norður til þess að berjast gegn þeim. Thoros hefur vakið Beric minnst sex sinnum til lífsins. Einu sinni eftir að Sandor drap hann í fjórðu þáttaröð.Sandor Clegane er vantrúaður á R'hllor og fór í síðasta þætti að forvitnast um það af hverju Beric væri ekki dauður. Af hverju R'hllor vekti hann alltaf til lífsins. Greinilegt er að Beric veit það ekki, og það vitum við ekki heldur. Thors tók sig þá til og fékk Sandor til að horfa í eld sem hann hafði kveikt í húsinu. Ef til vill eru einhverjir sem hafa tekið eftir því að Sandor er með mikið ör á andlitinu, en það fékk hann þegar bróðir hans, Gregor, hélt höfðinu á honum yfir eldi þegar þeir voru börn. Sandor hafði leikið sér með leikfang Gregor án þess að biðja um leyfi. Topp gaur hann Gregor. Síðan þá hefur Sandor ávalt verið lafandi hræddur við eld og flúði hann meðal annars frá Kings Landing í orrustunni á Blackwater flóa. Þá kveikti Tyrion í flóanum með Wildfire og Sandor flúði. Við það tækifæri er kjörið að rifja upp að þegar hann fór bauð hann Sönsu að koma með sér og lofaði að verja hana og koma henni til Winterfell. Hún sagði nei. Ekki góð ákvörðun það. Í eldinum sá Sandor sýnir, öllum til mikillar furðu. Hann sá Vegginn og kastala þar sem Veggurinn mætir hafinu. Þá sá hann hina dauðu ganga að kastalanum í þúsundatali.Kastalinn sem Sandor sá heitir Eastwatch By the Sea og er í eigu Nights Watch. Skömmu áður í þættinum hafði Jon Snow beðið Tormund Giantsbane um að flytja The Free Folk, eða Villinganna, í þann kastala og verja hann. Það er útlit fyrir aðra orrustu við hina dauðu þar. En snúum okkur aftur að Sandor og feðginunum sem áttu heima í húsinu. Í fyrstu vildi Sandor ekki fara inn í húsið og sagðist viss um að þar væri ekkert til að borða eða drekka. Það vissi hann fyrir víst, því hann hafði verið í húsinu áður. Í fjórðu þáttaröð var Sandor á ferð um Westeros með Aryu Stark. Hann ætlaði að fara með hana til The Eyrie og koma Aryu til Lysu Arryn, systur Catelyn Stark. Lysa var reyndar algjör fáviti. Hún eitraði fyrir manni sínum Jon Arryn og plataði svo Ned Stark og Catelyn. Hún sagði þeim að Lannister fjölskyldan hefði myrt Jon og að lagði þannig gildru fyrir Stark ættina. Það gerði hún allt að beiðni drullusokksins Petyr Baelish, sem giftist henni svo og kastaði henni út um tungldyrnar. Voðalega rómantískt allt saman. Á leiðinni til Eyrie komu Sandor og Arya að litlu húsi í sveit þar sem einn maður bjó með ungri dóttur sinni. Hann bauð þeim í mat og kom vel fram við þau. Fyrir það barði Sandor manninn og rændi hann. „Hann er aumur. Hann getur ekki varið sig. Þau deyja bæði þegar vetrar,“ sagði Sandor við Aryu. Það reyndist rétt hjá honum. Í stað þess að láta dóttir sína svelta, drap maðurinn hana og svo sjálfan sig. Sandor sá þó mikið eftir því sem hann gerði og gróf þau bæði. Þegar Beric var að halda ræðu um guð sinn varð Sandor reiður og sagði: „Það er ekkert guðdómlegt réttlæti heimska tussan þín. Ef svo væri, þá værir þú dauður og þessi stúlka væri á lífi.“Þá komum við að Samwell Tarly sem er að lifa lífinu í Oldtown. Þar á hann að vera að læra að verða Maester og að kynna sér allar þær upplýsingar sem hann finnur um White Walkers í The Citadel, en í raun virðist starf hann felast í því að skeina hálfdauðum gömlum körlum.Sam er þó að gera gagn þarna fyrir sunnan. Hann laumar sér inn á læsta hluta bókasafnsins og safnar þar saman nokkrum bókum um hrafntinnu, eða dragonglass, sem er eitt af tveimur hlutum sem vitað er að geta drepið White Walkers. Hann uppgötvar að undir Dragonstone eru endalausar birgðar af hrafntinnu og ætlaði að koma þeim skilaboðum til Jon Snow. Nú vill svo skemmtilega til að Daenerys Targaryen er á Dragonstone með alla sína fylgimenn. Það stefnir allt í samskipti á milli þeirra Dany og Jon, sem eru í raun skyld án þess að vita það. Eins og fram kom í síðustu þáttaröð þá er Jon sonur Rhaegar Targaryen, sem er bróðir Daenerys. En nóg um það.Jorah í dýflissu Samwell Tarly hitti einnig aðra gamla söguhetju Game of Thrones. Jorah Mormont. Við sáum hann síðast í Essos þar sem Daenerys skipaði honum að finna lækningu við sjúkdómnum Greyscale. Oldtown er líklegast mjög góður staður til að finna lækningu við Greyscale þar sem Meistararnir eiga að vera upplýstustu menn Westeros og í The Citadel er stærsta bókasafn heimsins. Mormont er þó ekki líklegur til að finna lækninguna í dýflissunni, eða mögulega einangrunarklefanum, sem hann situr fastur í.Sam virðist þó hafa fundið lækninguna, án þess að taka eftir því. Sam fann kort í bók sem sýndi honum kort af eyjunni Dragonstone og að þar undir mætti finna hrafntinnu. Dyggir áhorfendur hafa farið með stækkunargleri yfir þær blaðsíður sem voru sýnilegar og á einni þeirra má sjá umræðu um lækningu við Greyscale. Þar er talað um að sýktir geti mögulega læknast með því að borða hrafntinnu. Daenerys sendi því mögulega Mormont á brott frá sér, en situr nú á því sem þarf til þess að lækna hann. Hann virðist nauðsynlega þurfa á lækningu að halda.Vandræði í paradís? Cersei og Jaime Lannister eru í vandræðum. Það er alveg ljóst eftir þáttinn í gær. Þau eru umkringd af óvinum og þar að auki virðist samband þeirra hafa beðið mikla hnekki. Cersei sagði son þeirra Tommen hafa svikið þau og virðist ekki vera miður sín yfir dauða hans. Tommen stökk úr turni Rauðu hallarinnar eftir að Cersei sprengdi upp Great Sept of Baelor í síðasta þætti sjöttur þáttaraðar. Þar drap hún fjölmarga óvini sína, eiginkonu Tommen og nánast alla hans stuðningsmenn. Cersei virðist einnig ekki vera í jafnvægi, en hún talaði um að byggja upp konungsætt í Westeros sem eigi að endast í þúsund ár. Þrátt fyrir að þau eigi enga erfingja eftir og séu síðustu meðlimir Lannister fjölskyldunnar. Þeir síðustu sem skipta máli, eins og hún orðaði það. Cersei er þó líklega orðin brjáluð og Jaime þarf bara að sjá það sem fyrst. Þegar Cersei var ung, fór hún til spákonu sem spáði ýmsu fyrir henni. Þar á meðal hefur spáði hún því að öll börnin hennar myndu deyja og eftir það myndi yngri bróðir hennar drepa hana. Hún hefur ávallt haldið að spádómurinn væri um Tyrion, en Jaime kemur einnig til greina. Hann er í raun nokkrum mínútum yngri en Cersei. Við höldum í vonina.Euron Greyjoy kom til Kings Landing með stærsta flota sem hefur verið smíðaður. Hann vill giftast Cersei og gera bandalag við Lannister ættina. Jaime getur varla verið sáttur við það, þar sem hann elskar systur sína og það varð strax ljóst að mikli spenna myndaðist á milli Jaime og Euron. Svo það sé tekið fram þá er Euron einn af þeim persónum Game of Thrones sem hægt er að flokka sem illa. Það byggir þó að mestu á upplýsingum úr bókunum sem hafa ekki komið fram í þáttunum. Meðal annars kafla úr sjöttu bók A Song of Ice and Fire bókanna, sem er ekki enn komin út. GRRM birti nokkra hluta þess kafla fyrir rúmu ári síðan en þeir hlutar hafa verið settir saman. Þar kemur fram að Euron beitti yngri bróðir sinn, Aeron Greyjoy, miklu andlegu og kynferðislegu ofbeldi á yngri árum þeirra. Eftir byltingu Járneyjanna fór Euron í útlegð þar sem hann rændi og ruplaði um heiminn allan. Hann missti eitt sinn vitið í óveðri og þurfti áhöfn hans að binda hann við mastur skipsins Silence svo hann hoppaði ekki útbyrðis.Mögulega galdrakarl Eftir að óveðrinu slotaði lét hann rífa tungurnar úr öllum meðlimum áhafnarinnar. Hann segist einnig hafa siglt til Valyria, þaðan sem enginn hefur snúið aftur, og kann mögulega að galdra aðeins. Svo myrti hann auðvitað eldri bróðir sinn, Balon Greyjoy, sem var einmitt faðir Theon Greyjoy, aka Reek, og Yöru. Í bókunum læsti hann yngri bróður sinn inni og pyntaði hann reglulega. Yngri bróðirinn er prestur Járneyjanna sem krýndi hann. Eftir að Euron hafði dissað Jaime töluvert og meðal annars gert grín að því að hann hefði misst aðra höndina, neitaði Cersei að giftast honum. Hún sagði ekki hægt að treysta honum. Meðal annars vegna þess að hann hefði myrt bróðir sinn. Euron stakk upp á því að Cersei prófaði að myrða bróðir sinn sjálf. Það væri mjög gaman. Þá vekur smá athygli að Euron virtist nákvæmlega ekkert hræddur við Fjallið og brosti bara þegar hann horfði í augun á honum.Eins og áður hefur komið fram, þá er Daenerys, Tyrion, Missandei, Grey Worm, Varys og allir hinir komnir til Dragonstone. Sú eyja á sér mikla sögu og var lengi vel sæti Targaryen ættarinnar sem á uppruna sinn að rekja til Valyria. Gríðarstórs og háþróaðs veldis sem stjórnaði nánast allri Essos heimsálfunni. Það gerðu þeir með kröftugum göldrum og drekum sem þeir höfðu löngu áður náð að temja. Um 40 ættir stjórnuðu Valyria. Targaryen ættin var ekki stærsta ætt Valyria og ekki sú valdamesta. Svo kom að því að Daenys Targaryen dreymdi að dagar Valyria væru taldir. Stjórnandi ættarinnar, Aenar, seldi allar eigur fjölskyldunnar og flutti alla meðlimi hennar, eigur, þræla og fimm dreka til Dragonstone sem var bækistöð veldisins. Tólf árum seinna sprakk Valyria í loft upp. Það atvik hefur verið kallað Dómsdagur Valyria og einungis nokkrar fjölskyldur veldisins lifðu það af.Tók Westeros Targaryen fjölskyldan hélt til á Dragonstone í rúma öld án þess að abbast upp á Westeros. Þá fékk Aegon Targaryen, eða Aegon the Conqueror, þá hugmynd að hertaka Westeros. Þá hafði einn af sjö konungum Westeros boðið honum dóttur sína sem brúði. Aegon hafnaði og sagðist ekki þurfa þriðju eiginkonuna. Hann bauð hálf-bróðir sinn Orys Baratheon í staðinn. Konungurinn hafnaði því og myrti sendiboða Aegon. Þá fundaði Aegon með ráðgjöfum sínum í sex daga. Að þeim dögum liðnum sendi hann hrafna til allra lávarða Westeros og tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að verða konungur þeirra allra. Hann hélt því af stað til Westeros með systrum/eiginkonum sínum, þeim Visenya og Rhaenys, og drekunum þeirra þremur, Balerion, Vhagar og Meraxes. Þau byrjuðu á því að byggja sér virki þar sem Kings Landing er nú og þess vegna ber höfuðborgin það nafn. Eitt af öðru sigruðu þau öll konungsríki Westeros nema eitt. Fjölmargir lávarðar fóru á hnéið og lýstu yfir hollustu við Aegon og verðlaunaði hann þá vel. Þar af var þáverandi konungur norðursins, Torrhen Stark. Dorne var eini hluti Westeros sem honum tókst ekki í sinni lífstíð. Tæpum 190 árum eftir að Aegon lenti í Westeros og eftir nokkur stríð var samið um að Dorne gengi inn í konungsríkið með brúðkaupi Maron Martell og Daenerys Targaryen.(Þessi málsgrein var uppfærð vegna villu um Dorne og Aegon)Sama markmið Það var Aegon sem smíðaði konungssætið sem gengur undir nafninu Iron Throne, úr sverðum óvina sinna. Targaryen ættin stjórnaði í tæp 300 ár, þar til Robert Baratheon og Eddard Stark leiddu byltingu gegn Aerys hinum Óða, föður Daenerys. Nú er Targaryen ættin aftur komin til Dragonstone og markmið Daenerys er að gera það sama og forfaðir hennar gerði. Leggja Westeros undir sig með þremur drekum. Hún þarf væntanlega einnig að berjast gegn White Walkers og hinum dauðu, en það verður líklegast ekki hennar fyrsta verk, þar sem hún veit væntanlega ekki af þeim.Það eina sem hana vantar eru tveir aðilar til viðbótar til þess að ríða hinum tveimur drekunum hennar. Hverjir sem það verða. Við endum svo á einhverju mesta ástarævintýri sögunnar. Það verður spennandi að fylgjast með því. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nú er langur vetur að enda kominn, og reyndar stór hluti „sumarsins“, og Game of Thrones er því snúið aftur. Lífið getur haldið áfram. Eins og svo oft áður, þá vörum við við spennuspillum. Hér að neðan verður farið yfir hvað gerðist í síðasta þætti. Þá verður ýmislegt rifjað upp og einnig verður farið yfir hvað getur gerst í framtíðinni. Svo eitthvað sé nefnt. Þannig að ef þið eigið eftir að horfa á nýjasta þáttinn er ekki sniðugt að fara niður fyrir GIF-ið hér að neðan. Þar að auki. Ef þú ert ein/einn af þeim sem getur ekki horft á þætti sem „geta ekki gerst í alvörunni“, [Ugh] þá viljum við hin ekki hafa þig hér. Stundum er best að byrja á byrjuninni og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. Það getur varla talist eðlilegt að það líði nánast yfir mann af gleði við það að sjá Walder Frey, en í þetta skiptið vissum við að þarna var einhver annar á ferð. Þar kom enginn annar en Arya Stark til greina, þar sem hún myrti hann og syni hans í síðustu þáttaröð. Nú var komið að allri Frey ættinni í heild sinni. NORÐRIÐ MAN! „Skiljið einn úlf eftir lifandi og kindurnar eru ekki óhultar.“Bara fólk Þetta var án efa flottasta atriði Aryu í þáttunum hingað til. Hún er þó ekki hætt því listinn hennar var nokkuð langur. Vulture er með yfirlit yfir listann hennar, þar sem sjá má hverjir eru á honum, af hverju og hvaða nöfn búið er að stroka út. Seinna í þættinum lagði hún af stað frá The Twins til Kings Landing. Á leiðinni heyrði hún þó skringilega fagra rödd og rambaði á engan annan en Ed Sheeran. Þar var hann í hlutverki Lannister hermanns á leið norður til The Riverlands. Þetta atriði hefur verið gagnrýnt nokkuð sem PR-stunt, en ég er að mestu ósammála þeirri gagnrýni. Þarna voru á ferðinni ungir og góðlyndir menn sem sögðust einungis vilja fara aftur heim. Það eru ekki allir óvinir Aryu sem vont fólk. Það eru ekki margar persónur í söguheimi GRRM sem hægt er að segja að séu sérstaklega illar. Að mestu er þetta bara ósköp venjulegt fólk í erfiðum aðstæðum.Í þættinum fengum við einnig að sjá Jon Snow, Hvíta úlfinn, og hvernig hann er að standa sig í hlutverki konungs norðursins. Hann skipar lávörðum sínum að þjálfa alla menn á aldrinum tíu til 60 til hernaðar og konurnar einnig til að berjast gegn hinum dauðu. Sem féll í grýttan jarðveg þar til Lyanna Mormont, lét þessa gömlu karla heyra það. #GirlPower Eitt af hans fyrstu verkum kveikti þó ákveðnar viðvörunarbjöllur hjá mér. Það var þegar hann var að ákveða framtíð Karstark og Umber ættanna, sem báðar börðust með Ramsay Bolton. Jon neitar að refsa börnum fyrir glæpi feðra þeirra og leyfir ættunum að halda köstulum sínum og sverja hollustueið.Höfuðlausir heiðursmenn Jon Snow er greinilega mikill heiðursmaður og það hefur aldrei endað vel fyrir nokkurn meðlim Stark fjölskyldunnar. ALDREI!Eddard Stark sýndi heiður sinn með því að láta Cersei Lannister vita af því að hann vissi að börn hennar væru ekki börn Roberts konungs, heldur börn Jaime Lannister, bróður hennar. Hann vildi gefa henni tækifæri á að flýja með börnin. Þess í stað drap hún Robert og myndaði bandalög gegn Ned og hann missti höfuðið. Jei!Robb Stark var einnig mikill heiðursmaður. Hann gerði ástkonu sína ólétta og ákvað því að giftast henni. Hann var reyndar búinn að lofa að giftast einni af dætrum Walder Frey, sem tók svikunum ekki vel. Frey gerði bandalag við Lannisterættina og Robb missti höfuðið í Rauða brúðkaupinu. Jei!Verður ávallt drullusokkurSansa Stark er greinilega ekki jafn mikið fyrir heiðurinn og Jon og það kom upp ákveðin spenna á milli þeirra. Sú spenna mun líklega aukast þeirra á milli í næstu þáttum. Hún er þó einnig í einhverri fýlu við Petyr Baelish, aka Littlefinger. Það er gott, því ég verð ávallt sannfærður um að hann sé drullusokkur.Í Westeros geta drullusokkar þó alltaf hætt að vera drullusokkar. Jamie Lannister er langt frá því að vera jafn slæmur og hann var. Við vitum meira um hvað hann gerði og af hverju og við vitum einnig að hann notar hroka og stæla sem skjöld. Svipaða sögu er að segja af Hundinum, Sandor Clegane. Hann var eitt sinn risastór drullusokkur, en hefur verið að sýna á sér nýjar hliðar síðustu þáttaraðir. Hundurinn er nú á leið norður til Winterfell ásamt þeim ódauða Beric Dondarrion og prestinum/stríðsmanninum Thoros of Myr. Þar að auki eru meðlimir Brotherhood without banners með þeim. Á leiðinni norður gistu þeir í húsi þar sem finna mátti lík ungrar stúlku og fullorðins manns. Komum aðeins aftur að því eftir smá. Beric Dondarrion var eða er lávarður Blackhaven, sem er suður af Kings Landing, og undir stjórn Robert Baratheon. Í fyrstu þáttaröð GOT sendi Eddard Stark hann til þess að handsama Gregor Clegane, eða Fjallið sem ríður, (no pun intended. e. Mountain that rides, ég skrifaði þetta ekki) eftir að hinn stóri hafði farið ránshendi um Riverlands. Þarna hafði Catelyn Stark rænt Tyrion Lannister og Jaime var nýbúinn að særa Eddard í bardaga.Tywin Lannister hafði sent Fjallið til Riverlands og átti hann að valda miklum usla þar til þess að draga Eddard frá Kings Landing og drepa hann. Fjallið þurfti þó að sætta sig við Dondarrion og drap hann í umsátri. Thoros fann Beric og án þess að ætla sér það lífgaði hann Beric við þegar hann bað til guðsins R'hllor yfir líki Dondarrion. Það er sami guð og Melisandre tilbiður og notaði til að vekja Jon Snow til lífsins aftur. Saman stofnuðu þeir Brotherhood Without Banners, hóp útlaga sem börðust gegn herjum Lannister ættarinnar í Riverlands. Thoros og Beric vita af hinum dauðu og eru að leiða þá sem eftir eru í bræðralaginu norður til þess að berjast gegn þeim. Thoros hefur vakið Beric minnst sex sinnum til lífsins. Einu sinni eftir að Sandor drap hann í fjórðu þáttaröð.Sandor Clegane er vantrúaður á R'hllor og fór í síðasta þætti að forvitnast um það af hverju Beric væri ekki dauður. Af hverju R'hllor vekti hann alltaf til lífsins. Greinilegt er að Beric veit það ekki, og það vitum við ekki heldur. Thors tók sig þá til og fékk Sandor til að horfa í eld sem hann hafði kveikt í húsinu. Ef til vill eru einhverjir sem hafa tekið eftir því að Sandor er með mikið ör á andlitinu, en það fékk hann þegar bróðir hans, Gregor, hélt höfðinu á honum yfir eldi þegar þeir voru börn. Sandor hafði leikið sér með leikfang Gregor án þess að biðja um leyfi. Topp gaur hann Gregor. Síðan þá hefur Sandor ávalt verið lafandi hræddur við eld og flúði hann meðal annars frá Kings Landing í orrustunni á Blackwater flóa. Þá kveikti Tyrion í flóanum með Wildfire og Sandor flúði. Við það tækifæri er kjörið að rifja upp að þegar hann fór bauð hann Sönsu að koma með sér og lofaði að verja hana og koma henni til Winterfell. Hún sagði nei. Ekki góð ákvörðun það. Í eldinum sá Sandor sýnir, öllum til mikillar furðu. Hann sá Vegginn og kastala þar sem Veggurinn mætir hafinu. Þá sá hann hina dauðu ganga að kastalanum í þúsundatali.Kastalinn sem Sandor sá heitir Eastwatch By the Sea og er í eigu Nights Watch. Skömmu áður í þættinum hafði Jon Snow beðið Tormund Giantsbane um að flytja The Free Folk, eða Villinganna, í þann kastala og verja hann. Það er útlit fyrir aðra orrustu við hina dauðu þar. En snúum okkur aftur að Sandor og feðginunum sem áttu heima í húsinu. Í fyrstu vildi Sandor ekki fara inn í húsið og sagðist viss um að þar væri ekkert til að borða eða drekka. Það vissi hann fyrir víst, því hann hafði verið í húsinu áður. Í fjórðu þáttaröð var Sandor á ferð um Westeros með Aryu Stark. Hann ætlaði að fara með hana til The Eyrie og koma Aryu til Lysu Arryn, systur Catelyn Stark. Lysa var reyndar algjör fáviti. Hún eitraði fyrir manni sínum Jon Arryn og plataði svo Ned Stark og Catelyn. Hún sagði þeim að Lannister fjölskyldan hefði myrt Jon og að lagði þannig gildru fyrir Stark ættina. Það gerði hún allt að beiðni drullusokksins Petyr Baelish, sem giftist henni svo og kastaði henni út um tungldyrnar. Voðalega rómantískt allt saman. Á leiðinni til Eyrie komu Sandor og Arya að litlu húsi í sveit þar sem einn maður bjó með ungri dóttur sinni. Hann bauð þeim í mat og kom vel fram við þau. Fyrir það barði Sandor manninn og rændi hann. „Hann er aumur. Hann getur ekki varið sig. Þau deyja bæði þegar vetrar,“ sagði Sandor við Aryu. Það reyndist rétt hjá honum. Í stað þess að láta dóttir sína svelta, drap maðurinn hana og svo sjálfan sig. Sandor sá þó mikið eftir því sem hann gerði og gróf þau bæði. Þegar Beric var að halda ræðu um guð sinn varð Sandor reiður og sagði: „Það er ekkert guðdómlegt réttlæti heimska tussan þín. Ef svo væri, þá værir þú dauður og þessi stúlka væri á lífi.“Þá komum við að Samwell Tarly sem er að lifa lífinu í Oldtown. Þar á hann að vera að læra að verða Maester og að kynna sér allar þær upplýsingar sem hann finnur um White Walkers í The Citadel, en í raun virðist starf hann felast í því að skeina hálfdauðum gömlum körlum.Sam er þó að gera gagn þarna fyrir sunnan. Hann laumar sér inn á læsta hluta bókasafnsins og safnar þar saman nokkrum bókum um hrafntinnu, eða dragonglass, sem er eitt af tveimur hlutum sem vitað er að geta drepið White Walkers. Hann uppgötvar að undir Dragonstone eru endalausar birgðar af hrafntinnu og ætlaði að koma þeim skilaboðum til Jon Snow. Nú vill svo skemmtilega til að Daenerys Targaryen er á Dragonstone með alla sína fylgimenn. Það stefnir allt í samskipti á milli þeirra Dany og Jon, sem eru í raun skyld án þess að vita það. Eins og fram kom í síðustu þáttaröð þá er Jon sonur Rhaegar Targaryen, sem er bróðir Daenerys. En nóg um það.Jorah í dýflissu Samwell Tarly hitti einnig aðra gamla söguhetju Game of Thrones. Jorah Mormont. Við sáum hann síðast í Essos þar sem Daenerys skipaði honum að finna lækningu við sjúkdómnum Greyscale. Oldtown er líklegast mjög góður staður til að finna lækningu við Greyscale þar sem Meistararnir eiga að vera upplýstustu menn Westeros og í The Citadel er stærsta bókasafn heimsins. Mormont er þó ekki líklegur til að finna lækninguna í dýflissunni, eða mögulega einangrunarklefanum, sem hann situr fastur í.Sam virðist þó hafa fundið lækninguna, án þess að taka eftir því. Sam fann kort í bók sem sýndi honum kort af eyjunni Dragonstone og að þar undir mætti finna hrafntinnu. Dyggir áhorfendur hafa farið með stækkunargleri yfir þær blaðsíður sem voru sýnilegar og á einni þeirra má sjá umræðu um lækningu við Greyscale. Þar er talað um að sýktir geti mögulega læknast með því að borða hrafntinnu. Daenerys sendi því mögulega Mormont á brott frá sér, en situr nú á því sem þarf til þess að lækna hann. Hann virðist nauðsynlega þurfa á lækningu að halda.Vandræði í paradís? Cersei og Jaime Lannister eru í vandræðum. Það er alveg ljóst eftir þáttinn í gær. Þau eru umkringd af óvinum og þar að auki virðist samband þeirra hafa beðið mikla hnekki. Cersei sagði son þeirra Tommen hafa svikið þau og virðist ekki vera miður sín yfir dauða hans. Tommen stökk úr turni Rauðu hallarinnar eftir að Cersei sprengdi upp Great Sept of Baelor í síðasta þætti sjöttur þáttaraðar. Þar drap hún fjölmarga óvini sína, eiginkonu Tommen og nánast alla hans stuðningsmenn. Cersei virðist einnig ekki vera í jafnvægi, en hún talaði um að byggja upp konungsætt í Westeros sem eigi að endast í þúsund ár. Þrátt fyrir að þau eigi enga erfingja eftir og séu síðustu meðlimir Lannister fjölskyldunnar. Þeir síðustu sem skipta máli, eins og hún orðaði það. Cersei er þó líklega orðin brjáluð og Jaime þarf bara að sjá það sem fyrst. Þegar Cersei var ung, fór hún til spákonu sem spáði ýmsu fyrir henni. Þar á meðal hefur spáði hún því að öll börnin hennar myndu deyja og eftir það myndi yngri bróðir hennar drepa hana. Hún hefur ávallt haldið að spádómurinn væri um Tyrion, en Jaime kemur einnig til greina. Hann er í raun nokkrum mínútum yngri en Cersei. Við höldum í vonina.Euron Greyjoy kom til Kings Landing með stærsta flota sem hefur verið smíðaður. Hann vill giftast Cersei og gera bandalag við Lannister ættina. Jaime getur varla verið sáttur við það, þar sem hann elskar systur sína og það varð strax ljóst að mikli spenna myndaðist á milli Jaime og Euron. Svo það sé tekið fram þá er Euron einn af þeim persónum Game of Thrones sem hægt er að flokka sem illa. Það byggir þó að mestu á upplýsingum úr bókunum sem hafa ekki komið fram í þáttunum. Meðal annars kafla úr sjöttu bók A Song of Ice and Fire bókanna, sem er ekki enn komin út. GRRM birti nokkra hluta þess kafla fyrir rúmu ári síðan en þeir hlutar hafa verið settir saman. Þar kemur fram að Euron beitti yngri bróðir sinn, Aeron Greyjoy, miklu andlegu og kynferðislegu ofbeldi á yngri árum þeirra. Eftir byltingu Járneyjanna fór Euron í útlegð þar sem hann rændi og ruplaði um heiminn allan. Hann missti eitt sinn vitið í óveðri og þurfti áhöfn hans að binda hann við mastur skipsins Silence svo hann hoppaði ekki útbyrðis.Mögulega galdrakarl Eftir að óveðrinu slotaði lét hann rífa tungurnar úr öllum meðlimum áhafnarinnar. Hann segist einnig hafa siglt til Valyria, þaðan sem enginn hefur snúið aftur, og kann mögulega að galdra aðeins. Svo myrti hann auðvitað eldri bróðir sinn, Balon Greyjoy, sem var einmitt faðir Theon Greyjoy, aka Reek, og Yöru. Í bókunum læsti hann yngri bróður sinn inni og pyntaði hann reglulega. Yngri bróðirinn er prestur Járneyjanna sem krýndi hann. Eftir að Euron hafði dissað Jaime töluvert og meðal annars gert grín að því að hann hefði misst aðra höndina, neitaði Cersei að giftast honum. Hún sagði ekki hægt að treysta honum. Meðal annars vegna þess að hann hefði myrt bróðir sinn. Euron stakk upp á því að Cersei prófaði að myrða bróðir sinn sjálf. Það væri mjög gaman. Þá vekur smá athygli að Euron virtist nákvæmlega ekkert hræddur við Fjallið og brosti bara þegar hann horfði í augun á honum.Eins og áður hefur komið fram, þá er Daenerys, Tyrion, Missandei, Grey Worm, Varys og allir hinir komnir til Dragonstone. Sú eyja á sér mikla sögu og var lengi vel sæti Targaryen ættarinnar sem á uppruna sinn að rekja til Valyria. Gríðarstórs og háþróaðs veldis sem stjórnaði nánast allri Essos heimsálfunni. Það gerðu þeir með kröftugum göldrum og drekum sem þeir höfðu löngu áður náð að temja. Um 40 ættir stjórnuðu Valyria. Targaryen ættin var ekki stærsta ætt Valyria og ekki sú valdamesta. Svo kom að því að Daenys Targaryen dreymdi að dagar Valyria væru taldir. Stjórnandi ættarinnar, Aenar, seldi allar eigur fjölskyldunnar og flutti alla meðlimi hennar, eigur, þræla og fimm dreka til Dragonstone sem var bækistöð veldisins. Tólf árum seinna sprakk Valyria í loft upp. Það atvik hefur verið kallað Dómsdagur Valyria og einungis nokkrar fjölskyldur veldisins lifðu það af.Tók Westeros Targaryen fjölskyldan hélt til á Dragonstone í rúma öld án þess að abbast upp á Westeros. Þá fékk Aegon Targaryen, eða Aegon the Conqueror, þá hugmynd að hertaka Westeros. Þá hafði einn af sjö konungum Westeros boðið honum dóttur sína sem brúði. Aegon hafnaði og sagðist ekki þurfa þriðju eiginkonuna. Hann bauð hálf-bróðir sinn Orys Baratheon í staðinn. Konungurinn hafnaði því og myrti sendiboða Aegon. Þá fundaði Aegon með ráðgjöfum sínum í sex daga. Að þeim dögum liðnum sendi hann hrafna til allra lávarða Westeros og tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að verða konungur þeirra allra. Hann hélt því af stað til Westeros með systrum/eiginkonum sínum, þeim Visenya og Rhaenys, og drekunum þeirra þremur, Balerion, Vhagar og Meraxes. Þau byrjuðu á því að byggja sér virki þar sem Kings Landing er nú og þess vegna ber höfuðborgin það nafn. Eitt af öðru sigruðu þau öll konungsríki Westeros nema eitt. Fjölmargir lávarðar fóru á hnéið og lýstu yfir hollustu við Aegon og verðlaunaði hann þá vel. Þar af var þáverandi konungur norðursins, Torrhen Stark. Dorne var eini hluti Westeros sem honum tókst ekki í sinni lífstíð. Tæpum 190 árum eftir að Aegon lenti í Westeros og eftir nokkur stríð var samið um að Dorne gengi inn í konungsríkið með brúðkaupi Maron Martell og Daenerys Targaryen.(Þessi málsgrein var uppfærð vegna villu um Dorne og Aegon)Sama markmið Það var Aegon sem smíðaði konungssætið sem gengur undir nafninu Iron Throne, úr sverðum óvina sinna. Targaryen ættin stjórnaði í tæp 300 ár, þar til Robert Baratheon og Eddard Stark leiddu byltingu gegn Aerys hinum Óða, föður Daenerys. Nú er Targaryen ættin aftur komin til Dragonstone og markmið Daenerys er að gera það sama og forfaðir hennar gerði. Leggja Westeros undir sig með þremur drekum. Hún þarf væntanlega einnig að berjast gegn White Walkers og hinum dauðu, en það verður líklegast ekki hennar fyrsta verk, þar sem hún veit væntanlega ekki af þeim.Það eina sem hana vantar eru tveir aðilar til viðbótar til þess að ríða hinum tveimur drekunum hennar. Hverjir sem það verða. Við endum svo á einhverju mesta ástarævintýri sögunnar. Það verður spennandi að fylgjast með því.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira