Fjöldi fólks lagði leið sína í Smárabíó í nótt á frumsýningu Stöðvar 2 á fyrsta þætti sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. Þar var fyrsti þátturinn sýndur í miklum gæðum en með smá upphitun fyrst.
Áhorfendur gátu unnið til vinninga á sýningunni frá Nexus, Viking brugghús, Coca-Cola og Vodafone. Mikill áhugi var á sýningunni og fóru fyrstu 250 miðarnir sem voru í boði á innan við hálftíma eftir að opnað var fyrir skráningu fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Þar að auki voru nokkrir miðar gefnir í útvarpi og hér á Vísi.
Ljósmyndarinn Laufey Elíasdóttir kíkti á frumsýninguna í nótt og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.
Svíþjóð
Ísland