Sport

Sunna sendi kveðjur til vina sinna í Glasgow

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sunna fór á kostum í kvöld og vann sigur samkvæmt einróma ákvörðun dómara.
Sunna fór á kostum í kvöld og vann sigur samkvæmt einróma ákvörðun dómara.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir kom, sá og sigraði í bardaga sínum gegn Kelly D’Angelo í Kansas í Bandaríkjunum í kvöld. Sunna er nú ósigruð í þremur bardögum sem atvinnumaður. Sunna vann eftir einróma dómaraákvörðun.

Sunna þakkaði D'Angelo kærlega fyrir bardagann sem var nokkuð spennandi þótt Sunna hefði haft yfirhöndina allan tímann. 
Keppnin í kvöld var hluti af Invicta 24 bardagakvöldinu en hin bandaríska D’Angelo var sömuleiðis ósigruð í tveimur bardögum fyrir kvöldið í kvöld.

Sunna klæddist íslensku landsliðstreyjunni í knattspyrnu þegar hún gekk inn í salinn en hún fékk treyju að gjöf frá kvennalandsliðinu sem fór á MMA æfingu í Mjölni í aðdraganda Evrópumótsins í knattspyrnu.

Eftir bardagann sagði Sunna að hún hefði viljað enda bardagann með rothöggi eða neyða Kelly til að gefast upp. Þá þakkaði hún Íslendingum hér heima og í Glasgow kærlega fyrir stuðninginn. Í Glasgow eru margir vinir Sunnu úr Mjölni en Gunnar Nelson keppir í UFC í skosku borginni annað kvöld.

Sunna þakkaði fyrir öll skilaboðin sem hún hefur fengið frá vinum og kunningjum og baðst afsökunar á að hafa ekki náð að svara þeim öllum enn sem komið er.


MMA

Tengdar fréttir

Sunna Rannveig sigraði Kelly D'Angelo

Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn þriðja bardaga í röð í nótt í Kansas. Sunna sigraði Kelly D'Angelo eftir dómaraákvörðun og átti frábæra frammistöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×