Sport

Formaðurinn snoðaði Gunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ekki gera þetta !!! Gunnar virkar ekkert allt of hrifinn af því að missa hárið.
Ekki gera þetta !!! Gunnar virkar ekkert allt of hrifinn af því að missa hárið. mynd/mjölnir.is/sóllilja baltasarsdóttir
Lubbinn er horfinn af höfði Gunnars Nelson en formaður Mjölnis, Jón Viðar Arnþórsson, rakaði af honum lubbann í kvöld.

Gunnar hefur iðulega boðið upp á veglegan lubba eða snoðaðan haus í síðustu bardögum en nú er ljóst að hann verður snoðaður á morgun.

Gunnar hefur seint verið sakaður um að hafa miklar áhyggjur af greiðslunni og meira að segja þjálfari hans, John Kavanagh, gerði grín að greiðslunni í hans í dag.





Hvort þessi stríðni gerði útslagið eður ei skal ósagt látið en í það minnsta var ákveðið að ráðast í þessa „stóru“ aðgerð.

Hárið verður því ekki að flækjast fyrir okkar manni á morgun.

Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld.Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og svo má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is.

Á ég að halda þessu svona? Sóllilja og Snorri Björnsson mynda Gunnar í miðju ferli í kvöld.mynd/mjölnir.is/sóllilja baltasarsdóttir
MMA

Tengdar fréttir

Gunnar er í geggjuðu formi

Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh.

Gunnar átti höllina í Glasgow | Myndband

Gunnari Nelson var nánast fagnað eins og skoskri þjóðhetju á sjónvarpsvigtunin fyrir bardagakvöldið í Glasgow fór fram. Gunnar er aðalnúmerið á kvöldinu og er vinsæll hér eins og víðar á Bretlandseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×