Sport

Gunnar átti höllina í Glasgow | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir á sviðinu áðan.
Strákarnir á sviðinu áðan. vísir/getty
Gunnari Nelson var nánast fagnað eins og skoskri þjóðhetju á sjónvarpsvigtunin fyrir bardagakvöldið í Glasgow fór fram. Gunnar er aðalnúmerið á kvöldinu og er vinsæll hér eins og víðar á Bretlandseyjum.

Það var vel mætt í SSE Hydro-höllina til þess að fylgjast með vigtuninni sem var bráðskemmtileg. Margir skemmtilegir karakterar sem voru tilbúnir að skemmta fólkinu.

Vigtunina í heild sinni má sjá hér að neðan.

Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti á kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og Oz.is.



MMA

Tengdar fréttir

Kavanagh: Ponzinibbio er enginn aumingi

Gunnar Nelson hefur oftar en ekki klárað sínar æfingabúðir hjá John Kavanagh í Dublin en að þessu sinni æfði Gunnar eingöngu á Íslandi.

Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann

Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios.

Gunnar er í geggjuðu formi

Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×