Sport

Horfðu á vigtunina hjá Gunnari og Ponzinibbio

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar á vigtinni í morgun.
Gunnar á vigtinni í morgun.
Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio voru nokkuð ferskir er þeir hentu sér á vigtina í Glasgow í morgun.

Vigtunin hófst klukkan níu í morgun en Gunnar var mættur á hana klukkan 9.21 en Ponzinibbio tuttugu mínútum síðar.

Gunnar vóg 170 pund en Argentínumaðurinn 171 pund. Rétt slapp og var afar sáttur við hafa náð vigt.

Vísir var á staðnum og fylgdist grannt með þessum frekar litla viðburði sem er lokaður fyrir áhorfendur. Allir fara aftur á vigtina síðar í dag fyrir áhorfendur.

Sjá má myndband af vigtuninni hér að neðan.

Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is.



MMA

Tengdar fréttir

Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann

Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios.

Gunnar er í geggjuðu formi

Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×