Félagaskiptaglugginn á Íslandi opnaði á nýjan leik í dag, 15. júlí, og verður opinn út mánuðinn.
Íslensku liðunum gefst þarna tækifæri á að styrkja sig fyrir lokaátökin á tímabilinu.
Í Teignum, sem var á dagskrá á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi, var sérstök umræða um félagaskiptagluggann.
Þar fóru Hjörtur Hjartarson og Reynir Leósson yfir landslagið á félagaskiptamarkaðinum í Pepsi-deild karla ásamt Guðmundi Benediktssyni. Þeir félagar eiga von á talsverðum hræringum á meðan félagaskiptaglugginn er opinn.
Gluggaumræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Teigurinn: Von á hræringum í félagaskiptaglugganum
Tengdar fréttir

Blikar í hornspyrnukeppni Teigsins: Haldiði fyrir augun
Blikar reyndu sig í hornspyrnukeppninni í nýjasta þætti Teigsins sem var á dagskrá á Stöð 2 Sport HD í kvöld.

Teigurinn: Skagamenn tóku Vodafone-áskoruninni
Vodafone-áskorunin er fastur liður í Teignum á Stöð 2 Sport HD.

Spilar með fótboltaliði ÍBV þrátt fyrir að hafa yfirgefið félagið í handboltanum
Handboltamaðurinn Kolbeinn Aron Ingibjargarson verður varamarkvörður Eyjamanna í Pepsi-deildinni í fótbolta á meðan Derby Carillo er að keppa í Gullbikarnum með El Salvador.

Milos sækir liðsstyrk til Serbíu
Breiðablik hefur samið við Serbann Dino Dolmagic.