Sport

Búrið fer yfir stöðuna í Glasgow

Henry og Pétur spá í spilin fyrir bardaga helgarinnar.
Henry og Pétur spá í spilin fyrir bardaga helgarinnar.
Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson eru með viðhafnarútgáfu af Búrinu frá Glasgow í dag.

Þar hafa þeir verið síðustu daga að fylgjast með adraganda bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio.

Strákarnir spjalla um hvað hefur dregið á daga þeirra og einnig spá þeir aðeins í spilin fyrir bardaga Sunnu Tsunami á morgun.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann

Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios.

Hef beðið eftir þessu tækifæri

Það var létt yfir Argentínumanninum Santiago Ponzin­ibbio á fjölmiðladeginum í Glasgow í gær. Hann brosti, var kurteis og bauð af sér góðan þokka.

Gunnar væri til í að sleppa hönskunum

Gunnar Nelson mun annan bardagann í röð berjast með hanska í small-stærð en þegar hann byrjaði hjá UFC var hann að nota hanska sem voru í large-stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×