Sport

Gunnar væri til í að sleppa hönskunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar talar við blaðamenn í gær.
Gunnar talar við blaðamenn í gær. vísir/getty
Gunnar Nelson mun annan bardagann í röð berjast með hanska í small-stærð en þegar hann byrjaði hjá UFC var hann að nota hanska sem voru í large-stærð.

„Mér fannst það vera betra þegar það var búið að teygja þá almennilega og liðka þá til þá eru þeir helvíti góðir. Þegar þeir koma samt úr plastinu þá eru þeir handónýtir. Þeir eru það þröngir,“ segir Gunnar.

„Það er sem betur fer hægt að liðka þá vel til. Ég er með meiri tilfinningu fyrir höndunum á mér í þessum hönskum,“ segir Gunnar sem mun heldur ekki vefja á sér hendurnar en væri hann til í að sleppa hönskunum bara?

„Það væri í rauninni langsamlega best.“

Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann

Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios.

Hef beðið eftir þessu tækifæri

Það var létt yfir Argentínumanninum Santiago Ponzin­ibbio á fjölmiðladeginum í Glasgow í gær. Hann brosti, var kurteis og bauð af sér góðan þokka.

Gunnar: Fannst hann vera með lítinn haus

Gunnar Nelson mætti afslappaður venju samkvæmt á fjölmiðladag UFC í dag og fékk talsvert meiri athygli en andstæðingur hans, Santiago Ponzinibbio. Honum leist svo ágætlega á Argentínumanninn er hann hitti hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×