Helstu tískukonur landsins losa sig við föt Guðný Hrönn skrifar 14. júlí 2017 09:30 Kristín Dahl, Hafrún og Saga Sig eru meðal þeirra sem munu selja föt á Lofti á morgun. Vísir/Anton Brink Á morgun munu nokkrar af helstu tískukonum landsins koma saman og selja gersemar úr fataskápnum. Hópurinn samanstendur af ellefu konum sem tengjast tískuheiminum á einn eða annan hátt. „Við tengjumst allar inn í tískuheiminn og og þar að auki erum við allar annálaðar fataáhugakonur,“ segir Hafrún Karlsdóttir, eigandi Bast Magazine, um hópinn sem mun selja fötin sín á Lofti á morgun. Hópinn skipa þær Anna Sóley, Eva Dögg, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómasdóttir, Katrín Alda, Kristín Dahl, Saga Sig, Ylfa Geirsdóttir og Hafrún sjálf. Spurð út í hvað verði til sölu á markaðnum segir Hafrún: „Það verður hellingur af ótrúlega fínum fötum til sölu. Til dæmis hönnum frá ACNE, Henrik Vibskov, Rodebjer, Hope, Ganni og svo auðvitað fullt af íslenskri hönnun. Svo verður einnig fullt af vintage-fatnaði og aukahlutum til sölu,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi á markaðnum. „Ég myndi segja að við værum allar með frekar ólíkan stíl, svo úrvalið hjá okkur verður þar af leiðandi fjölbreytt.“ Aðspurð hvort hún sjálf sé duglega að endurnýja í fataskápnum svarar Hafrún játandi:„Ég elska að taka til og losa mig við dót. Þar sem ég hef unnið í mörg ár í tískuheiminum, bæði hérna heima og erlendis, þá er maður fljótur að sanka að sér og þar af leiðandi finnst mér bara frábært ef einhver annar getur haft gaman af því sem ég kemst ekki yfir að nota.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær selja af sér spjarirnar. „Nei, við vorum einmitt með Bast-fatamarkað á Lofti í febrúar í fyrra og það gekk ótrúlega vel. Margt fólk mætti og það var frábær stemming. Og smá aukapeningur í vasann skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir.“ „Komdu og njóttu þess að sötra ískaldan Smirnoff Ice, á meðan birgðir endast, og nældu þér í nýtt draumadress,“ segir Hafrún að lokum. Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Á morgun munu nokkrar af helstu tískukonum landsins koma saman og selja gersemar úr fataskápnum. Hópurinn samanstendur af ellefu konum sem tengjast tískuheiminum á einn eða annan hátt. „Við tengjumst allar inn í tískuheiminn og og þar að auki erum við allar annálaðar fataáhugakonur,“ segir Hafrún Karlsdóttir, eigandi Bast Magazine, um hópinn sem mun selja fötin sín á Lofti á morgun. Hópinn skipa þær Anna Sóley, Eva Dögg, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómasdóttir, Katrín Alda, Kristín Dahl, Saga Sig, Ylfa Geirsdóttir og Hafrún sjálf. Spurð út í hvað verði til sölu á markaðnum segir Hafrún: „Það verður hellingur af ótrúlega fínum fötum til sölu. Til dæmis hönnum frá ACNE, Henrik Vibskov, Rodebjer, Hope, Ganni og svo auðvitað fullt af íslenskri hönnun. Svo verður einnig fullt af vintage-fatnaði og aukahlutum til sölu,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi á markaðnum. „Ég myndi segja að við værum allar með frekar ólíkan stíl, svo úrvalið hjá okkur verður þar af leiðandi fjölbreytt.“ Aðspurð hvort hún sjálf sé duglega að endurnýja í fataskápnum svarar Hafrún játandi:„Ég elska að taka til og losa mig við dót. Þar sem ég hef unnið í mörg ár í tískuheiminum, bæði hérna heima og erlendis, þá er maður fljótur að sanka að sér og þar af leiðandi finnst mér bara frábært ef einhver annar getur haft gaman af því sem ég kemst ekki yfir að nota.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær selja af sér spjarirnar. „Nei, við vorum einmitt með Bast-fatamarkað á Lofti í febrúar í fyrra og það gekk ótrúlega vel. Margt fólk mætti og það var frábær stemming. Og smá aukapeningur í vasann skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir.“ „Komdu og njóttu þess að sötra ískaldan Smirnoff Ice, á meðan birgðir endast, og nældu þér í nýtt draumadress,“ segir Hafrún að lokum.
Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira