Andlitsmaskinn sem sló í gegn Elín Albertsdóttir skrifar 13. júlí 2017 16:30 Leikkonan Kate Hudson og Stella McCartney tískuhönnuður sýndu mynd á Instagram þar sem þær eru með gullmaska. Hann á að vera sérlega góður fyrir húðina. Andlitsmaskinn sem kallast „sheet mask“ kemur upphaflega frá Suður-Kóreu. Kóreskar konur hugsa einstaklega vel um húðina og suðurkóreskar snyrtivörur hafa náð miklum vinsældum á bandarískum markaði. Svo þekktar eru kóreskar snyrtivörur orðnar að þær hafa fengið nafnið K-fegurð. Snyrtivörur eru orðnar helsta útflutningsgreinin í Suður-Kóreu. Erna Hrund Hermannsdóttir, förðunarfræðingur og vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, segir að helsta þróunin í snyrtivöruiðnaðinum komi yfirleitt frá Suður-Kóreu. „Kóreskar konur hafa alla tíð hugsað sérstaklega vel um húðina. Vísindin þar í landi hafa fylgt því eftir og eru mjög framarlega á þessu sviði. Maskagrímur eru þægileg leið til að venja konur við að nota maska. Það er hægt að kaupa einn skammt í einu en gríman er mikið orkubúst fyrir húðina. Grímurnar eru til í miklu úrvali, fyrir alls kyns húðgerðir og aldur. Þær eru rakagefandi og hafa mjög mýkjandi og góð áhrif. Maskinn er til núna frá fjölmörgum snyrtivörumerkjum þótt hann hafi upphaflega verið eingöngu í vörum frá Suður-Kóreu. Menn eru fljótir að tileinka sér góða hluti,“ segir Erna.Erna Hrund förðunarfræðingur segir að andlitsgríman sé mjög góð fyrir húðina.Vísir/Anton BrinkHún segir ekki þörf á að hafa grímuna lengi á sér. „Það fer svolítið eftir hvaða maski þetta er en yfirleitt þarf gríman að vera á andlitinu í 10-15 mínútur. Síðan er hægt að nota afganginn í henni til að nudda aðra hluta líkamans. Gríman er þunn eins og bréfþurrka og einföld í notkun. Það eru til rakamaskar, næringarmaskar, collagen-maskar, hreinsimaskar og allt mögulegt fleira. Það er meira að segja til gullmaski en þá er gull sett í formúlana sem gefur frískt yfirbragð. Gullið á að vera gott fyrir eldri húð.“ Erna segir að það sé ekkert mál að setja maskann á sig heima. „Það eru margar tegundir til hér á landi og um að gera að prófa. Þessir maskar hafa verið vinsælir í nokkurn tíma og það hefur aukist frekar en hitt. Snyrtivörusýningar eru tvisvar á ári í Seúl í Suður-Kóreu og þangað flykkjast framleiðendur um allan heim til að skoða hvað er nýtt. Það nýjasta er leir fyrir húð og hár sem er að verða mjög vinsæll. Það er mikil þróun í andlitsmöskum.“Andlitsmaskinn er eins og þunnur pappír sem leggst á andlitið.Með grímu í flugvél Erna segir að andlitsgríman sé vinsæl hjá flugfreyjum og fólki sem fljúgi mikið en þeir sem hafa verið á ferðinni hafa hugsanlega séð fólk með hvíta grímu í flugi. „Það er mælt með þessum maska fyrir flugfólk vegna þess hversu þurrt loftið er í vélunum. Ég er mjög ánægð með hversu vinsælir þessir maskar hafa verið. Íslenskar konur hugsa greinilega vel um húðina. Heilbrigð húð skiptir máli,“ segir Erna. Í stað þess að kaupa alls kyns krem og skrúbba er hægt að fá maskagrímuna með flestum lausnum. Þær eru til frá mörgum merkjum og á mismunandi verði. New York Magazine hefur fjallað um andlitsmaskann og skrifar að fegurðarvörur auk rafeindatækja og bíla séu orðnar helstu útflutningsvörur í Suður-Kóreu. Landið er ekki ríkt af auðlindum en er stöðugt að finna nýjar leiðir og vörur til útflutnings. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Andlitsmaskinn sem kallast „sheet mask“ kemur upphaflega frá Suður-Kóreu. Kóreskar konur hugsa einstaklega vel um húðina og suðurkóreskar snyrtivörur hafa náð miklum vinsældum á bandarískum markaði. Svo þekktar eru kóreskar snyrtivörur orðnar að þær hafa fengið nafnið K-fegurð. Snyrtivörur eru orðnar helsta útflutningsgreinin í Suður-Kóreu. Erna Hrund Hermannsdóttir, förðunarfræðingur og vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, segir að helsta þróunin í snyrtivöruiðnaðinum komi yfirleitt frá Suður-Kóreu. „Kóreskar konur hafa alla tíð hugsað sérstaklega vel um húðina. Vísindin þar í landi hafa fylgt því eftir og eru mjög framarlega á þessu sviði. Maskagrímur eru þægileg leið til að venja konur við að nota maska. Það er hægt að kaupa einn skammt í einu en gríman er mikið orkubúst fyrir húðina. Grímurnar eru til í miklu úrvali, fyrir alls kyns húðgerðir og aldur. Þær eru rakagefandi og hafa mjög mýkjandi og góð áhrif. Maskinn er til núna frá fjölmörgum snyrtivörumerkjum þótt hann hafi upphaflega verið eingöngu í vörum frá Suður-Kóreu. Menn eru fljótir að tileinka sér góða hluti,“ segir Erna.Erna Hrund förðunarfræðingur segir að andlitsgríman sé mjög góð fyrir húðina.Vísir/Anton BrinkHún segir ekki þörf á að hafa grímuna lengi á sér. „Það fer svolítið eftir hvaða maski þetta er en yfirleitt þarf gríman að vera á andlitinu í 10-15 mínútur. Síðan er hægt að nota afganginn í henni til að nudda aðra hluta líkamans. Gríman er þunn eins og bréfþurrka og einföld í notkun. Það eru til rakamaskar, næringarmaskar, collagen-maskar, hreinsimaskar og allt mögulegt fleira. Það er meira að segja til gullmaski en þá er gull sett í formúlana sem gefur frískt yfirbragð. Gullið á að vera gott fyrir eldri húð.“ Erna segir að það sé ekkert mál að setja maskann á sig heima. „Það eru margar tegundir til hér á landi og um að gera að prófa. Þessir maskar hafa verið vinsælir í nokkurn tíma og það hefur aukist frekar en hitt. Snyrtivörusýningar eru tvisvar á ári í Seúl í Suður-Kóreu og þangað flykkjast framleiðendur um allan heim til að skoða hvað er nýtt. Það nýjasta er leir fyrir húð og hár sem er að verða mjög vinsæll. Það er mikil þróun í andlitsmöskum.“Andlitsmaskinn er eins og þunnur pappír sem leggst á andlitið.Með grímu í flugvél Erna segir að andlitsgríman sé vinsæl hjá flugfreyjum og fólki sem fljúgi mikið en þeir sem hafa verið á ferðinni hafa hugsanlega séð fólk með hvíta grímu í flugi. „Það er mælt með þessum maska fyrir flugfólk vegna þess hversu þurrt loftið er í vélunum. Ég er mjög ánægð með hversu vinsælir þessir maskar hafa verið. Íslenskar konur hugsa greinilega vel um húðina. Heilbrigð húð skiptir máli,“ segir Erna. Í stað þess að kaupa alls kyns krem og skrúbba er hægt að fá maskagrímuna með flestum lausnum. Þær eru til frá mörgum merkjum og á mismunandi verði. New York Magazine hefur fjallað um andlitsmaskann og skrifar að fegurðarvörur auk rafeindatækja og bíla séu orðnar helstu útflutningsvörur í Suður-Kóreu. Landið er ekki ríkt af auðlindum en er stöðugt að finna nýjar leiðir og vörur til útflutnings.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira