Tíska og hönnun

„Þetta er glæný og sjúklega spennandi sérverslun“

Guðný Hrönn skrifar
Ypsilon-teymið heldur opnunarteiti í dag.
Ypsilon-teymið heldur opnunarteiti í dag. Vísir/Anton Brink
„Þetta er glæný og sjúklega spennandi sérverslun með fegurð á annarri hæð í Aðalstræti 2. Við opnum á morgun, við hlið Hönnunarmiðstöðvar, fyrir ofan Akkúrat,“ segir fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir um verslunina Ypsilon.

„Við erum fimm hönnuðir og einn mynd- og hjóðlistarmaður sem komum að versluninni og við erum að selja okkar eigin hönnun ásamt því að kaupa inn vörur frá spennandi fólki um allan heim. Vörurnar sem um ræðir spanna vítt svið, sem dæmi erum við með heimilisvörur, lampa, flíkur, tímarit, plötur, ilmvötn, skartgripi og fleira spennandi. Þess má geta að flestallar vörur sem seldar eru í Ypsilon fást hvergi annars staðar á landinu,“ útskýrir Þórey.

„Heildarhugmynd og undirstaða verslunarinnar var unnin af öllu teyminu og verslunarrýmið sjálft er hannað af And Anti Matter og Usee Studio. Teymið hefur unnið að þessu í rúma þrjá mánuði og við höfum algjörlega umbreytt rýminu.“

„Útlit verslunarinnar er eitthvað sem ekki hefur sést í Reykjavík áður.“

Ypsilon-teymið kemur einnig saman í hönnun á sérsniðnum vörum undir nafni verslunarinnar. Því er háttað þannig að vörurnar eru hannaðar ýmist af einu vörumerki sem stendur að versluninni eða þá öllu teyminu sem heild,“ segir Þórey að lokum og hvetur alla fagurkera til að leggja leið sína á opnunina á morgun.

Nánari upplýsingar um verslunina er að finna á Facebook-síðu hennar. Hér fyrir neðan má síðan fletta myndasafni með fleiri myndum úr henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.