Rennibrautir vígðar í milljóna framúrkeyrslu Haraldur Guðmundsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Sundlaug Akureyrar státar nú af lengstu rennibraut landsins sem er 86 metrar að lengd. Hún kostaði aftur á móti sitt. vísir/auðunn Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildarkostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir.Ingibjörg Ólöf Ísaksen„Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafnað viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibrautirnar þrjár upp, sem áttu upphaflega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einnig ný leiktæki, skipt var um yfirborðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsaðstöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sérþarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svipaðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmdakostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingibjörg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Tengdar fréttir Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildarkostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir.Ingibjörg Ólöf Ísaksen„Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafnað viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibrautirnar þrjár upp, sem áttu upphaflega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einnig ný leiktæki, skipt var um yfirborðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsaðstöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sérþarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svipaðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmdakostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingibjörg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Tengdar fréttir Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent