Svíum vegnar vel, en … Þorvaldur Gylfason skrifar 13. júlí 2017 07:00 Fyrir aldarfjórðungi geisuðu harðar deilur í Svíþjóð um efnahagsmál. Stjórnarstefna jafnaðarmanna sem höfðu verið lengi við völd – samfleytt frá 1932 til 1976, lengst af í minnihlutastjórn, og síðan aftur 1982-1991, 1994-2006 og frá 2014 – sætti margvíslegri gagnrýni. Sumir töldu stjórnvöld ganga of langt í viðleitni sinni til að jafna lífskjör almennings á kostnað gróandi atvinnulífs. Aðrir sögðu skattbyrði fólks og fyrirtækja of þunga. Enn aðrir sögðu verklýðsfélög fá að ráða of miklu um landsstjórnina. Opinberar hagtölur sýndu að Svíþjóð hafði dregizt aftur úr nokkrum öðrum iðnríkjum mælt í þjóðartekjum á mann.Svíþjóð og Argentína Engum gat þó dulizt Grettistakið sem ríkisstjórn jafnaðarmanna og forsætisráðherrarnir Per Albin Hansson (1932-1946) og Tage Erlander (1946-1969) höfðu náð að lyfta. Svíþjóð var bláfátæk um aldamótin 1900 og missti um fjórðung landsmanna vestur um haf 1870-1920 á flótta undan fátækt og stöðnun, röska milljón manns af fimm, hærra hlutfall en Ísland missti, um fimmtung, gróft reiknað. Svíþjóð stóð jafnfætis Argentínu um aldamótin 1900. Þjóðartekjur á mann voru þá hinar sömu í löndunum tveim og hélzt það jafnvægi fram til 1930. Þá skildi leiðir því Argentína varð illa úti í heimskreppunni 1929-1939, en Svíþjóð ekki því Svíum tókst með tímabundnum ríkishallarekstri að bægja kreppunni að mestu frá landinu. Stjórnarfarið batnaði smám saman í Svíþjóð. Lýðræði skaut rótum og hefur nú staðið óskorað frá 1917 þegar sænskar konur fengu kosningarrétt. Argentína bjó að lýðræði framan af 20. öldinni en landið varð einræði að bráð í kreppunni sem skall á 1929 og sneri ekki aftur til lýðræðis fyrr en 1983. Hagstjórn undir einræði í Argentínu varð afturhaldssöm og innhverf. Landeigendur sölsuðu undir sig auð og völd. Hagstjórn undir merkjum lýðræðis í Svíþjóð hafði annan svip. Svíar áttu viðskipti við umheiminn og lögðu rækt við jöfnun lífskjara. Svíum tókst að þoka sér fram í fremstu röð ríkra landa. Lífskjaramunurinn á Svíþjóð og Argentínu sem hafði enginn verið 1930 var orðinn þrefaldur 1960 og sexfaldur í fyrra, 2016.Viðsnúningur Árin eftir 1990 sýndu opinberar hagtölur samt að Svíþjóð hafði dregizt aftur úr Danmörku og öðrum iðnríkjum. Fjármálakreppan sem reið yfir Finnland, Noreg og Svíþjóð 1989-1994 en ekki Danmörku átti talsverðan þátt í þessari þróun. Og viti menn: stjórnvöld tóku gagnrýnina alvarlega. Ríkisútgjöld voru skorin niður úr 64% af landsframleiðslu 1995 í 50% 2015. Þessum umskiptum fylgdi léttari skattbyrði fólks og fyrirtækja og einnig léttari skuldabyrði ríkissjóðs.Gini-stuðullinn sem er algengur mælikvarði á jöfnuð í tekjuskiptingu þokaðist á sama tíma upp á við hvort sem miðað er við vinnutekjur eingöngu eða fjármagnstekjur eru taldar með. Hærri Gini-stuðlar vitna um minni jöfnuð, en Svíþjóð hélzt þó áfram í hópi þeirra landa þar sem tekjuskiptingin telst vera jöfnust. Þá var dregið úr veldi verklýðsfélaga með því m.a. að leggja niður umdeilda launþegasjóði sem komið hafði verið á með lögum 1983 að frumkvæði alþýðusambandsins og borgarastjórnin afnam síðan 1991 (og jafnaðarmenn reyndu ekki að endurreisa þegar þeir komust aftur til valda 1994). Launþegasjóðunum var ætlað að veita fulltrúum launþega beina aðild að fjárfestingum atvinnulífsins og mynda mótvægi við fjármagnseigendur til að efla atvinnulýðræði. Harðar deilur risu um hvort vægi þyngra, valddreifingin sem aðild fulltrúa launþega að fjárfestingum sjóðanna var ætlað að tryggja eða hið nýja lögboðna vald verklýðsfélaganna sem margir óttuðust að myndi draga úr hagkvæmni fjárfestingar og bitna á lífskjörum til lengdar. Tilraunin stóð stutt, 1983-1991, og þykir eftir á að hyggja ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Enda hefði fjármagn ella flúið land eftir að fjármagnsflutningar milli landa urðu frjálsir um líkt leyti frekar en að lúta valdi verklýðsfélaga.Með pálmann í höndunum, en … Sænsk stjórnvöld brugðust vel viðábendingum hagfræðinga og annarra m.a. um hætturnar sem fylgja miklum ríkisafskiptum, stórtækri endurskiptingu tekna og miklu veldi verklýðsfélaga. Skattkerfið var endurbætt, kjarasamningagerð var endurskipulögð til að girða fyrir kollsteypur með gamla laginu, og ríkiseinokun vék fyrir samkeppni á ýmsum sviðum í skjóli inngöngu Svía í ESB 1994. Efnahagslífið tók kipp. Margt er þó enn ógert, m.a. í húsnæðis- og innflytjendamálum. Svíar hafa tekið við tiltölulega fleiri innflytjendum en aðrar Evrópuþjóðir án þess að ráða við að laga þá vel að sænsku samfélagi eða veita þeim tímanlega vinnu. Svíþjóðardemókratar eru nú þriðji stærsti flokkurinn í sænska þinginu, en enginn hinna flokkanna virðir þá viðlits. Horfurnar eru því óvissar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Fyrir aldarfjórðungi geisuðu harðar deilur í Svíþjóð um efnahagsmál. Stjórnarstefna jafnaðarmanna sem höfðu verið lengi við völd – samfleytt frá 1932 til 1976, lengst af í minnihlutastjórn, og síðan aftur 1982-1991, 1994-2006 og frá 2014 – sætti margvíslegri gagnrýni. Sumir töldu stjórnvöld ganga of langt í viðleitni sinni til að jafna lífskjör almennings á kostnað gróandi atvinnulífs. Aðrir sögðu skattbyrði fólks og fyrirtækja of þunga. Enn aðrir sögðu verklýðsfélög fá að ráða of miklu um landsstjórnina. Opinberar hagtölur sýndu að Svíþjóð hafði dregizt aftur úr nokkrum öðrum iðnríkjum mælt í þjóðartekjum á mann.Svíþjóð og Argentína Engum gat þó dulizt Grettistakið sem ríkisstjórn jafnaðarmanna og forsætisráðherrarnir Per Albin Hansson (1932-1946) og Tage Erlander (1946-1969) höfðu náð að lyfta. Svíþjóð var bláfátæk um aldamótin 1900 og missti um fjórðung landsmanna vestur um haf 1870-1920 á flótta undan fátækt og stöðnun, röska milljón manns af fimm, hærra hlutfall en Ísland missti, um fimmtung, gróft reiknað. Svíþjóð stóð jafnfætis Argentínu um aldamótin 1900. Þjóðartekjur á mann voru þá hinar sömu í löndunum tveim og hélzt það jafnvægi fram til 1930. Þá skildi leiðir því Argentína varð illa úti í heimskreppunni 1929-1939, en Svíþjóð ekki því Svíum tókst með tímabundnum ríkishallarekstri að bægja kreppunni að mestu frá landinu. Stjórnarfarið batnaði smám saman í Svíþjóð. Lýðræði skaut rótum og hefur nú staðið óskorað frá 1917 þegar sænskar konur fengu kosningarrétt. Argentína bjó að lýðræði framan af 20. öldinni en landið varð einræði að bráð í kreppunni sem skall á 1929 og sneri ekki aftur til lýðræðis fyrr en 1983. Hagstjórn undir einræði í Argentínu varð afturhaldssöm og innhverf. Landeigendur sölsuðu undir sig auð og völd. Hagstjórn undir merkjum lýðræðis í Svíþjóð hafði annan svip. Svíar áttu viðskipti við umheiminn og lögðu rækt við jöfnun lífskjara. Svíum tókst að þoka sér fram í fremstu röð ríkra landa. Lífskjaramunurinn á Svíþjóð og Argentínu sem hafði enginn verið 1930 var orðinn þrefaldur 1960 og sexfaldur í fyrra, 2016.Viðsnúningur Árin eftir 1990 sýndu opinberar hagtölur samt að Svíþjóð hafði dregizt aftur úr Danmörku og öðrum iðnríkjum. Fjármálakreppan sem reið yfir Finnland, Noreg og Svíþjóð 1989-1994 en ekki Danmörku átti talsverðan þátt í þessari þróun. Og viti menn: stjórnvöld tóku gagnrýnina alvarlega. Ríkisútgjöld voru skorin niður úr 64% af landsframleiðslu 1995 í 50% 2015. Þessum umskiptum fylgdi léttari skattbyrði fólks og fyrirtækja og einnig léttari skuldabyrði ríkissjóðs.Gini-stuðullinn sem er algengur mælikvarði á jöfnuð í tekjuskiptingu þokaðist á sama tíma upp á við hvort sem miðað er við vinnutekjur eingöngu eða fjármagnstekjur eru taldar með. Hærri Gini-stuðlar vitna um minni jöfnuð, en Svíþjóð hélzt þó áfram í hópi þeirra landa þar sem tekjuskiptingin telst vera jöfnust. Þá var dregið úr veldi verklýðsfélaga með því m.a. að leggja niður umdeilda launþegasjóði sem komið hafði verið á með lögum 1983 að frumkvæði alþýðusambandsins og borgarastjórnin afnam síðan 1991 (og jafnaðarmenn reyndu ekki að endurreisa þegar þeir komust aftur til valda 1994). Launþegasjóðunum var ætlað að veita fulltrúum launþega beina aðild að fjárfestingum atvinnulífsins og mynda mótvægi við fjármagnseigendur til að efla atvinnulýðræði. Harðar deilur risu um hvort vægi þyngra, valddreifingin sem aðild fulltrúa launþega að fjárfestingum sjóðanna var ætlað að tryggja eða hið nýja lögboðna vald verklýðsfélaganna sem margir óttuðust að myndi draga úr hagkvæmni fjárfestingar og bitna á lífskjörum til lengdar. Tilraunin stóð stutt, 1983-1991, og þykir eftir á að hyggja ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Enda hefði fjármagn ella flúið land eftir að fjármagnsflutningar milli landa urðu frjálsir um líkt leyti frekar en að lúta valdi verklýðsfélaga.Með pálmann í höndunum, en … Sænsk stjórnvöld brugðust vel viðábendingum hagfræðinga og annarra m.a. um hætturnar sem fylgja miklum ríkisafskiptum, stórtækri endurskiptingu tekna og miklu veldi verklýðsfélaga. Skattkerfið var endurbætt, kjarasamningagerð var endurskipulögð til að girða fyrir kollsteypur með gamla laginu, og ríkiseinokun vék fyrir samkeppni á ýmsum sviðum í skjóli inngöngu Svía í ESB 1994. Efnahagslífið tók kipp. Margt er þó enn ógert, m.a. í húsnæðis- og innflytjendamálum. Svíar hafa tekið við tiltölulega fleiri innflytjendum en aðrar Evrópuþjóðir án þess að ráða við að laga þá vel að sænsku samfélagi eða veita þeim tímanlega vinnu. Svíþjóðardemókratar eru nú þriðji stærsti flokkurinn í sænska þinginu, en enginn hinna flokkanna virðir þá viðlits. Horfurnar eru því óvissar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun