Ég er alltaf jafn stressaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Haraldur Nelson er mættur til Glasgow. mynd/sóllilja baltasarsdóttir „Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. Sunna á laugardag og Gunni á sunnudag. Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, en hann var þá nýlentur í Glasgow í Skotlandi þar sem mikið stendur til. Ekki bara er sonur hans að keppa í Glasgow heldur er fyrsta atvinnubardagakona landsins, Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í Glasgow þangað sem Haraldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis.Öflugur Argentínumaður Andstæðingur Gunnars er öflugur Argentínumaður, Santiago Ponzinibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá UFC með því að vinna Gunnar. Ef Gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt UFC. „Það verður ekki hægt að hundsa Gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. Þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst Gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en Ponzinibbio er samt talinn einn sá vanmetnasti í þyngdarflokknum. Gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. Ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. Það að Gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í Glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan UFC. Það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „Þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMA fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. Það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá UFC. Þetta er risakvöld fyrir Gunnar og okkur sem stöndum að honum. Auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans.Aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá UFC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venjulega mjög stressaður og það er ekkert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. Nú er aðeins meira aukastress þar sem Gunni er í aðalbardaganum. Það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á Gunna. Það er auðvitað samt líka pressa á Ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „Það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. Geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. Spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“ MMA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
„Ég er mjög stoltur og spenntur fyrir helginni. Sunna á laugardag og Gunni á sunnudag. Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, en hann var þá nýlentur í Glasgow í Skotlandi þar sem mikið stendur til. Ekki bara er sonur hans að keppa í Glasgow heldur er fyrsta atvinnubardagakona landsins, Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, að keppa í Kansas og það verður vel fylgst með henni í Glasgow þangað sem Haraldur er mættur ásamt syni sínum og öðrum úr föruneyti Mjölnis.Öflugur Argentínumaður Andstæðingur Gunnars er öflugur Argentínumaður, Santiago Ponzinibbio, en hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar sér að verða stjarna hjá UFC með því að vinna Gunnar. Ef Gunnar aftur á móti hefur betur þá hefur hann unnið sér inn réttinn til þess að berjast við þá bestu í veltivigt UFC. „Það verður ekki hægt að hundsa Gunnar þá og mér finnst heldur ekki hægt að gera það núna. Þetta er öflugur „striker“ sem er löngu kominn með svart belti í brasilísku jiu jitsu. Mér finnst Gunni hafa verið að berjast niður fyrir sig en Ponzinibbio er samt talinn einn sá vanmetnasti í þyngdarflokknum. Gunni hefur sýnt að hann er óhræddur við að taka áhættubardaga. Ef þetta fer eins og við vonumst eftir er það vonandi maður á topp fimm næst,“ segir Haraldur ákveðinn. Það að Gunnar sé aðalnúmerið á stóru bardagakvöldi í Glasgow segir samt mikið um sterka stöðu hans innan UFC. Það er mikið afrek að komast í slíka stöðu. „Þeir sem eru ekki almennilega að sér í MMA fatta kannski ekki hversu stórt mál þetta er. Það er mikill heiður að vera í aðalbardaga kvöldsins hjá UFC. Þetta er risakvöld fyrir Gunnar og okkur sem stöndum að honum. Auðvitað er ég gríðarlega stoltur af honum,“ segir Haraldur og stoltið leynir sér ekki á andliti hans.Aðeins meira aukastress núna Hvert einasta foreldri getur rétt ímyndað sér að það sé erfitt að horfa á eftir barninu sína inn í búrið hjá UFC í hörkubardaga. Haraldur hefur áður sagt frá því að hann sé venjulega mjög stressaður og það er ekkert að lagast. „Ég er alltaf jafn stressaður og er ekkert að leyna því. Nú er aðeins meira aukastress þar sem Gunni er í aðalbardaganum. Það setur reyndar aukastress á alla og ekki síst á Gunna. Það er auðvitað samt líka pressa á Ponzinibbio þannig að það eru allir um borð í sama báti hérna,“ segir Haraldur en eðlilega er hann stressaðastur þar sem sonur hans er inni í búrinu. „Það eykur aðeins hjartsláttinn hjá mér en ég þekki sportið vel. Geri mér grein fyrir hættunni sem fylgir rétt eins og hestamaður veit hvaða hættu hann er í er hann fer á bak. Spennan er líka kannski eitthvað sem maður sækir í.“
MMA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira